5.10.2009 | 11:25
Hvað opnuðu skólarnir?
Fréttirnar frá Súmötru hreyfa við okkur Íslendingum, því þótt á þessu ári séu liðin fjórtán ár frá snjóflóðaárinu mikla 1995, eru þeir atburðir enn í fersku minni og við skiljum þá sorg og depurð sem fylgir slíkum voðaatburðum.
Það er leitt að fyrirsögn þessa bloggpistils tengist svo alvarlegum atburðum, en mér finnst aldrei meiri þörf á fyrir blaðamenn og fréttamenn að vanda málfar heldur en í fréttum af válegum atburðum.
Fyrirsögnin á mbl.is, "skólar opna á ný á Súmötru" er málleysa. Hvað opnuðu skólarnir? Sjálfa sig?
Nei, það voru menn sem opnuðu skólana, - skólar voru opnaðir á ný á Súmötru.
Nú er að koma vetur og þá dynja yfir okkur fréttirnar af því þegar skíðasvæðin verða nothæf.
Og þá verður enn einu sinni sagt frá því að fjöll og heiðar hér heima séu að opna sig, Hlíðarfjall opnar þennan daginn og Bláfjöll opna hinn.
Ég undrast oft hvað einfaldar málleysur geta lifað góðu lífi í íslensku fjölmiðlum.
Skólar opna á ný á Súmötru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.