Jökulheimar eru ekki "í Vatnajökli".

Þetta kann að sýnast smásmugulegt en Jökulheimar eru ekki "í Vatnajökli" heldur í nokkurra kílómetra fjarlægð frá jöklinum.

DSCF5259

Auk þess eru standa engir fjallaskálar í jöklum hér á landi heldur á jöklum. 

Meðfylgjandi mynd er tekin við Jökulheima í ferð Jöklarannsóknarfélagsins á Vatnajökul í vor.

Hugsanlega var sá sem slasaðist nú einhver af ferðafélögum mínum þá og vona ég að hann bíði ekki varanlegan skaða af þessu slysi.   

Nú kann að vera að slysið hafi átt sér stað á Vatnajökli fyrir austan Jökulheima, en af fréttinni er ekki hægt að ráða það.

Orðalagið samsvarar því að talað væri um slys við Mógilsá á Esju. 

Þekkingu margra fjölmiðlamanna á landinu okkar virðist afar ábótavant.

Ég er búinn að vinna nógu lengi á fjölmiðlum til að hafa kynnst því.

Á okkar tímum eru aðgenginleg alls kyns gögn sem geta bætt mönnum þetta þekkingarleysi upp.

Hvorki þekkingarleysi né skortur á upplýsingum getur því afsakað síendurtekna afhjúpun á því þegar þekking fjölmiðlamanna á landinu okkar nær varla út fyrir borgarmörk Reykjavíkur.  


mbl.is Slasaðist ekki alvarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enda stendur í fréttinni " við Jökulheima í nágrenni Vatnajökuls"

Bylgja Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 22:01

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er rétt hjá þér, Bylgja, þegar þú lest fréttina er búið að breyta henni úr því sem ég skrifaði um.

Ég bloggaði þetta þá greinilega ekki til einskis.

Ómar Ragnarsson, 11.10.2009 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband