Áfram forkastanlegt að segja satt.

Þegar nokkrir málsmetandi aðilar hér heima og erlendis bentu á brotalamirnar í "íslenska efnahagsundrinu" sem bentu tl þess að það riðaði til falls vantaði ekki að þeir væru fordæmdir hér heima. 

Hinir erlendu aðilar voru taldir öfundsjúkir og illgjarnir, jafnvel afglapar, samanber ummæli íslensks ráðherra um að einn þeirra þyrfti að fara í endurhæfingu í skóla !

Hinir innlendu gagnrýnendur voru taldir óþjóðhollir og hættulegir fyrir orðspor landsins.

Eftir á þykjast flestir hafa viljað þá Lilju kveðið hafa sem þessir gagnrýnendur kváðu.

En nú bregður svo við að það er eins og margir hafi ekkert lært af þessu.

Þegar bent er á sams konar óskhyggju og feluleik gagnvart hinni raunverulegu stöðu virkjanaframkvæmda Orkuveitu Reykjavíkur, líkt og Dofri Hermannsson hefur gert skilmerkilega, hefst sami söngurinn á ný  um óþjóðhollustu og skemmdarverk þeirra sem leggja staðreyndir á borðið til þess að staðan sé metin raunhæft en ekki með þeim himinskautum sem tíðkast hefur í orkuöflun, bæði í sambandi við álverið í Helguvík og á Bakka. 


mbl.is „Var bara að benda á hið augljósa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ómar þetta er ekki rett,þetta að tala fyrirtæki niður er ekki það sem  við þurfum i dag,það eru flest ef ekki öll i í þessari stöðu lausfjarvanda og kreppunni,ef mæla á með kyrstöðu og þaðan af verra er þetta leiðin að tefja allan framgang!!!, maður hefði nun haldið að það sé ekki á anda þins krafts/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 12.10.2009 kl. 10:15

2 identicon

Við virðumst vera kominn aftur í þá stöðu að ekki megi ræða hlutina af sannfæringu og á gagnrýnandi hátt, án þess að verða ásakaður fyrir að „tala hlutina niður“, hvað svo sem það þýðir. Þetta er dæmigert um þá taugaveiklun sem þjáir þjóðfélagið á nýjan leik, um það hversu ósjálfbjarga menn eru og með mikla minnimáttarkennd. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 11:09

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Halli minn. Minni þig aftur á hvaða fyrirtæki voru "töluð niður" 2007 og 2008. Það voru bankarnir allir og fyrirtækin sem fjárfest höfðu meðal annars í Flugfélaginu Sterling og ótal slíkum eignum erlendis.

Þá var líka sagt að ábendingar um hina völtu stöðu væru "að tefja allan framgang."

Ómar Ragnarsson, 12.10.2009 kl. 11:40

4 identicon

Ómar, manstu þegar Ögmundur var fordæmdur og Björn Ingi skrifaði pistilinn "sendum Ögmund úr landi"

Sjá: http://www.ogmundur.is/frjalsir-pennar/nr/4168/

Ari (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband