Það sem ekki er til bilar aldrei.

Tæknin átti að leysa öll vandamál, nú síðast í Utopiumyndinni um Venusar-verkefnið. Í texta okkar Magnúsar Ingimarssonar um "Árið 2012" segir: "...vélar unnu störfin og enginn gerði neitt."

Tæknin átti að auka frítíma manna. En menn gerðu ekki ráð fyrir að allur vélbúnaðurinn gæti bilað og að upp risu nýjar stéttir sem ynnu við viðhald og endurnýjun.

Parkinson-lögmálið kveður á um að tiltekin starfsemi fylli ævinlega út í það rými sem fyrir hendi er.

Athafnasemi manna gerir það líka.

Við upptökur á hljóðum og tónlist komu svonefndar DAT-spólur á markað á níunda áratugnum og þóttu bylting.

Eftir örfá ár komu fram á þeim slíkir ágallar að þær hurfu næstum jafn hratt og þær komu. Niðurstaðan er sú að gamli vynillinn, gömlu hljómplöturnar, eru áreiðanlegasti varðveislumátinn.

Fræg er setning sjálfvirka búnaðarins í flugvélinni sem tilkynnir: "Í þessari flugvél er sjálfvirkur búnaður, sem sér um allt flug þotunnar og bilar aldrei....bilar aldrei....bilar aldrei."

Murphyslögmálið kveður á um að ef eitthvað geti farið úrskeiðis eða bilað muni það gera það, sama hversu fjarstætt það kunni að sýnast eða litlar líkur á því.

Lögmál Henry Ford er því það eina sem sem hægt er að treysta: Það sem ekki er til bilar aldrei.

Því segi ég stundum þegar allt fer í hönk í flókinni véla- og tölvuveröld okkar: "Þetta var allt saman miklu betra og öruggara hér í gamla daga."


mbl.is Svíþjóð hvarf af vefnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Þráinn Jökull Elísson, 13.10.2009 kl. 20:09

2 Smámynd: Brattur

... svo var einnig sagt um heimskan mann að hann gæti aldrei fengið heilablóðfall;

... því það blæði ekki inn á það sem ekki er til...

Brattur, 13.10.2009 kl. 20:20

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðmundur kallaður graði,
át getnaðarsúkkulaði,
sem spýtukall var sá spaði,
en sprakk á limmi og bilaði.

Þorsteinn Briem, 13.10.2009 kl. 21:12

4 identicon

Sæll Ómar.

Þetta er góð hugleiðing og textinn sem þú vitnar í er snilld. Ótrúlegt að nú sé bara að koma að þessu ártali...

En varðandi tæknina. Það er með hana eins og annað, hún er ekki sterkari en veikasti hlekkurinn og í þessu tilviki sem og flestum bilunum... ...þá var veiki hlekkurinn mennskur...

Ég vinn við kerfisstjórn en ég er nú samt sammála þér, það var margt miklu betra í gamla daga. Samt held ég að við værum ekki tilbúin að sleppa tækninni, eða hvað???

Burkni (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 21:40

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vísan sú arna var eftir Stefán Jónsson þegar hann var særður til að gera vísu um þann atburð að samstarfsmaður hans hafði dottið af hestbaki og blætt hefði inn á heilann.

Stefán færðist lengi vel undan en lét síðan undan með þessari vísu.

Um slysið þetta aðeins eitt /

ég yrkja vil. /

Það blæðir aldrei inn á neitt /

sem ekki´er til.

Ómar Ragnarsson, 13.10.2009 kl. 21:42

6 identicon

Uhh þið gleymið einu; Guð er ekki til.. samt er hann snarbilaður ;)

Svo er spurning hvort "ekkert" er yfirhöfuð til :)

DoctorE (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 22:01

7 Smámynd: Brattur

Takk Ómar... ég hef lengi vitað að þetta var bútur úr vísu... gaman að fá loksins að sjá hana í heild...

Brattur, 13.10.2009 kl. 22:09

8 Smámynd: Lana Kolbrún Eddudóttir

Um útvarpsstjórann árið 2012: 

... yfirmaður hans er lítill vasatranistor...

Þakka þér og Magga fyrir frábæran texta.

Lana Kolbrún Eddudóttir, 13.10.2009 kl. 22:24

9 identicon

...vélar unnu störfin og enginn gerði neitt

Snérist upp í andstæðu sína, nú duga varla tvær fyrirvinnur þar sem ein var áður, allir vinna baki brotnu til að borga bönkunum vexti og verðbætur meðan skuldirnar vaxa stjórnlaust.

En fólk nennir ekki lengur að hugsa, Bogi, Elín ... og þú Ómar, amk í fortíð, þið 'hugsið' fyrir fólkið sem heldur að þið, andlitin á sjónvarpsskjánum, sérfræðingarnir í seðlabankanum, það heldur að þið séuð foreldrar sínir og fólkið vill bara vera áfram börn... fullorðin börn, lömb á leið í sláturhúsið undir styrkri vernd Björns bónda.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 09:01

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í textanum 2012 voru einnig þessar línur:

"Og þingmennirnir okkar voru ei með "fulle fem" /

því forsætisráðherrann var gamall IBM..."

Ómar Ragnarsson, 14.10.2009 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband