14.10.2009 | 13:30
Skemmtilega unnin frétt.
Fréttin um Mógölsu verður seint talin til stórra frétta. En hún er skemmtilega unnin og sýnir að matreiðsla blaðamanns getur breytt heilmiklu. Svo má kannski minnast á eina skýringu á því að sumt af fénu sé tregt til að koma af fjalli, en það er margumtöluð hlýnun loftslagsins.
Mógolsa náði í ungan og sprækan elskhuga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En er þó ekki jafn skemmtileg og útskýringar bóndans :)
Logi (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 13:36
Annars eru ástæðurnar brotnar til mergjar.
Þorgils Hlynur Þorbergsson (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 13:43
Já, orsakirnar eru brotnar til mergjar, ekki krufðar til mergjar, eins og segir í fréttinni.
Þorgils Hlynur Þorbergsson (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 13:46
Rétt er það, ekki jafn skemmtileg skýring en þó kannski fréttnæmari skýring miðað við hugsanleg tengsl við eitt stærsta mál samtímans.
Ómar Ragnarsson, 14.10.2009 kl. 14:08
yndislegt lamb og mamma þess er töff, en ekki finnst mér það rétt að halda því fram um lömbin að þau dreymi öll um að verða einhver andskotans spikfeitur höfðingjamatur, það er eins ógeðslega langsótt einsog að segja að öllum mannanna börnum dreymi um að verða bankastjórar, útrásarvíkingar, svikahrappar eða stripparar... ég borða stundum kæfu og finnst hún æðislega góð, og skil ekki afhverju lömbin ættu frekar að vilja halda lífi í einhverjum rasstórum höfðingjum heldur en venjulegum almúga sem fílar kæfu???
halkatla, 14.10.2009 kl. 15:43
Ég tel mig nú þekkja stílbragð bóndans á Bassastöðum á fréttinni og þar fer ekki neinn blaðamaður heldur maður sem kann að segja frá og tala og skrifa íslenskt mál. Ef upprunalega fréttin af Strandir.is er skoðuð sést að Moggafréttin er bara útdráttur úr henni. Fréttin er hinsvegar dæmi um það sem blaða/fréttamenn mættu gera meira af en það er að búa til skemmtilegar fréttir úr hversdagslífinu en ekki eintómar neikvæðnifréttir sem svo allt of mikið er af.
Björn Hjálmars (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.