Feginn að ekki var birt mynd af mér.

Smyglleiðir eru margvíslegar, það sýnir frétt um notkun á loftpressukút til smygls.

Sú var tíðin að ég vann á loftpressu nokkur sumur og hafa vafalaust einhverjir tekið myndir af mér við þá iðju, því að allir landsmenn þekktu mig og sífellt var verið að taka af mér myndir. Hafa menn meira að segja haft samband við mig og sagst átt mynd af mér á vinnustað, en loftpressan var notuð til að grafa skurði fyrir hitaveitu um þrjú hverfi í borginni og því mikið umferð í kringum mig.

Og hvað kemur það þessu máli við? Er þetta ekki dálítið langsótt? Nei, það finnst mér ekki.

Fyrir 33 árum hjálpaði ég nefnilega nokkrum mönnum við að halda kyrrum loftbelg, sem ég átti að fljúga í.

Sjö árum síðar kom fram ásökun um að loftbelgurinn hefði verið notaður til að flytja fíkniefni inn til landsins.

Og viti menn: Tímaritið Samúel sló þessu upp á forsíðu og birti stóra mynd af mér hangandi á körfu loftbelgins og var ég eini maðurinn sem sást á myndinni !

Mér fannst þetta ansi langsótt þá og á dauða mínum átti ég von en ekki þessu. Síðan þá er ég skiljanlega viðbúinn hverju sem er þegar eitthvað svipað kemur upp. En þó feginn að enginn gróf upp mynd af mér á loftpressunni.


mbl.is Reyndu að smygla sterum í loftpressu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar hann var undir pressu,
alveg bara rétt í þessu,
orðinn nær að einni klessu,
út af lofti í Gunnars messu.

Þorsteinn Briem, 18.10.2009 kl. 06:06

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Ómar þú ert náttlega krúttköggull, beztur í náttúrunni þó!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 18.10.2009 kl. 06:13

3 Smámynd: Júlíus Valsson

...því má við bæta Ómar, að allir vita að þú hefur aldrei þurft á (aula-)sterum að halda.

Júlíus Valsson, 18.10.2009 kl. 10:43

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Og heldur ekki á efnunum sem sagt var að hefðu verið flutt inn í loftbelgnum.

Ómar Ragnarsson, 18.10.2009 kl. 11:25

5 Smámynd: Einar Guðjónsson

Loftbelgurinn reyndist hafa verið notaður undir smygl á efnum og eigandinn var ákærður og sakfelldur.

Einar Guðjónsson, 18.10.2009 kl. 11:42

6 Smámynd: Offari

Ég veit ekkert hvort loftbelgurinn var notaður í einhverja ólöglega flutninga, þó tel ég öruggt að hafi svo verið hafi Ómar ekki vitað af því. Og satt best að segja finnst mér ósmekklegt að birta slíkar myndir meðan grunur um glæpsamlegt athæfi er í umræðuni.

Offari, 18.10.2009 kl. 12:54

7 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Að óskyldu máli Ómar.  Var að horfa á þig í silfrinu og tollvarða bullarann á meðan ég var að fá mér afréttara.  Alkinn veit að afréttarinn er bara frestun á vandamálinu og fyrr eða síðar þurfi hann að taka á því  á meðan virkjunarsinninn heldur að afréttarinn sé lausnin á vandamálinu

Guðmundur Pétursson, 18.10.2009 kl. 13:08

8 identicon

Það hefði verið gaman að sjá til þín með tækin knúin áfram af steruðu háþrýstilofti.

Nú er ég loksins farinn að skilja fítons kraftinn í þér í gegnum árin. Allt saman blessaðri stera pressunni að Þakka.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 15:00

9 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hildur Helga Sigurðardóttir, 18.10.2009 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband