"Brattur Papa Jazz."

Það var gaman að sjá hve margir komu í Ráðhús Reykjavíkur í dag til að hylla Guðmund Steingrímsson, "Papa Jazz" á áttræðisafmæli hans.

Sjálfur vann ég með honum út um allt land þegar hann var trommari hjá hljómsveit Ragnars Bjarnasonar og alltaf var það jafn yndislegt.

Sjálfur sló meistarinn á trommurnar í Ráðhúsinu í dag eins og honum er einum lagið þegar hljóðfæraleikarar og söngvarar heiðruðu hann með tónlist sinni.

Til varð eftirfarandi texti við eitt af lögum Jóns Múla:

PAPA JAZZ.

Efsti tenór og dýpsti bass,
einleiksflauta´og allt upp í risahljómsveit, -
allir "svinga" ef að á trommum er Papa Jazz.

Eins og eldflaug á leið til mars, -
upp í hæðir svífandi´í banastuði
þeytast allir ef að á trommum er Papa Jazz.

Hann hefur skotið flestum öðrum ellibelgjum ref fyrir rass.
Rytmann slær enn albest hjá tríóum
og upp í Big-Band-brass
brattur Papa Jazz.

Öll hans músík er "súper-klass".
Unaðssveiflu fram yfir nírætt slær hann, -
eyrnakonfekt, - leiftrandi rétt eins og fótó-flass.

Hyllum því Papa, hyllum því Papa, hyllum því Papa Jazz !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband