24.10.2009 | 19:38
360 þúsund álframleiðsla forsenda álvers.
Á góðum fundi um virkjanamál á Suðvesturlandi, sem haldinn var á Sólon í dag að tilhlutan Græna netsins kom margt áhugavert fram í framsöguræðum þeirra Sigmundar Einarssonar, sem hér sést standandi við háborð, sem hinir fyrirlesararnir, Dofri Hermannsson og Ágúst Hafberg sitja við.
Ágúst Hafberg sýndi með uppdrætti að fyrirhuguðu álveri í Helguvík, hvernig langdýrasti hluti álversins verður hin stóra bygging og allur sá flólkni búnaður þar sem rafmagnið kemur inn í álverið og dreifist síðan um kerskálann.
Síðan upplýsti hann aðspurður að af þessum sökum væri það forsenda fyrir byggingu álversins að það verði í fullri stærð með 360 þúsund tonna framleiðslu á ári, þótt áfangarnir verði fjórir 90 þúsund tonna áfangar.
Hann lýsti líka því þjóðfélagslega umhverfi álversins að óhemju þrýstingur væri á Norðurál úr öllum áttum á að reisa þetta álver, frá ráðamönnum, samtökum atvinnulífsins og verktökum.
Það er kunnuglegt ástand sem stóriðjufíklar skapa með því að skipa sig sjálfa sem talsmenn allra annarra og þar með þá sem eitthvað andæfa sem öfgafólk, hryðjuverkamenn, óvini einstakra landshluta eða jafnvel landsmanna allra.
Þetta ástand endurspeglast í því að álfurstarnir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að þeir fái ekki orku þótt aðeins liggi fyrir hluti þeirrar orku sem til greina kemur og óvissa um að hún fáist öll.
Ágúst sýndi til dæmis yfirlit yfir virkjanir þar sem Norðlingaalda (Þjórsárver), Bitruvirkjun, Neðri-Þjórsá og fleiri slík svæði voru á blaði.
Leikurinn sem hafinn er, er því ójafn. Annar aðilinn fær það gulltryggt að hann fái alla þá orku afhenta sem hann vill, og þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvaða náttúruverðmætum verði fórnað.
Athugasemdir
360 þúsund tonn þarf ~600 MWe. Hvar á að taka það?
Ólafur Sveinssson (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 20:13
Já maður spyr sig þess hins sama.
Dofri hefur einnig spurt sig að þessu
http://blog.eyjan.is/dofri/2009/10/13/orkubola-nordurals/#comments
Ari (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 20:18
Hér er eitthvað, sem þú ættir að hafa gaman af Ómar. Ekki viss um að Dofra finnist þetta jafn fyndið.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.10.2009 kl. 20:28
Já, Ómar þessi fundur var góður og öllum sem þátt tóku til sóma.
En varðandi 360 þúsund tonna álver sem var sett fram sem heilög stærð - þá þetta:
- Þú getur smíðað bíl sem er með 90 hk mótor og kemst á 90 km hraða.
- Þú getur smíða- bíl sem er með 250 hk mótor og kemst á 250 km hraða
- Þú getur smíðað bíl sem er með 360 hk mótor og kemst á 360 km hraða.
Bíllinn getur verið alveg eins í útliti og að öllum öðrum gæðum- það er eingöngu hraðinn sem greinir milli.(gróðinn)
Þetta 360 þús. tonna álver sem teikningin var af getur þess vegna keyrt á öllum þessum aflstigum- það er bara hraðinn (gróðinn) sem skilur á milli .
"húsið" sem þú talar um er inngangsorkan að kerskálunum- þær orkueiningar er einfaldlega hægt að hafa í orkuþrepum-90-180-250-360 -bara að velja- mjög einfallt.
Eftir að hafa hlustað á fulltúa Norðuráls þá legg ég til að byggt verði 90 þús. tonna álver í Helguvík og með því vilyrði að ef orka verði fyrir hendi að þeir geti síðar með samningum stækkað það í svona 180 þús. tonn eða tvöföldun.
Þetta er raunhæft.
En fundurinn var á góðum nótum og öllum til mikils sóma...
Sævar Helgason, 24.10.2009 kl. 20:29
Af gögnum þeim, sem Sigmundur Einarsson hefur kynnt almenningi er ljóst, að þau fyrirhuguðu álver, sem eru núna í undirbúningi, muni krefjast allrar þeirrar raforku, sem hægt er að afla með hagkvæmum hætti hér á landi. Því er eðlilegt að spurt sé, hvort það sé skynsamlegt að ráðstafa öllum okkar hagkvæmustu virkjunarkostum í þetta takmarkaða svið framleiðslu. Við verðum að gera okkur ljóst, að til þess að geta haldið uppi samgöngukerfi í landinu til framtíðar, þurfum við að eiga raforku, hagkvæma raforku, til þeirra hluta. Svo er líka hitt til skoðunar, að við erum þegar komin með alltof mikla áhættu varðandi það að vera með svo stóran hlut af útflutningi í formi áls, þ.e.a.s. alltof mörg egg í sömu körfunni. Það fólk, sem þekkir hráefnamarkaði á heimsvísu hefur þegar bent á, að nú sé til staðar mikil offramleiðslugeta í áliðnaði á heimsvísu. Álverð á markaði hljóti því að lækka í næstu framtíð. Þarna bætist svo við að reikna má með að það verði ekki einungis Dreamliner frá Boeing, sem byggi að mestum hluta á koltrefjum og eitthvað verður samkeppnisstaða álsins lakari við það.
Robot (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 20:44
Gallinn er sá, að þegar 90 þúsund tonna áfanginn er risinn verður mönnum stillt upp við svipaðan vegg og gert hefur verið á Reyðarfirði og í Straumsvík til þess að þvinga fram 360 þúsund tonna álver.
Sporin hræða.
Ómar Ragnarsson, 24.10.2009 kl. 20:54
Ómar.
Samningurinn um Helguvík getur einfaldlega hljóðað uppá 180 þús. tonn/ári - hámark.
Við getum með þeim samningum byggt upp mjög arðbærar hliðargreinar svo sem gagnaver ,sólarselluvinnslu o.s.frv. miðað við okkar orkugetu á SV svæðinu.
Ljóst er að álver hafa þann kost ( því miður) að þau geta gert orkukaupasamninga til allt að 50 ára - virkjanir byggjast á langtímaorkukaupendum ,en smærri kaupendur standa þar höllum fæti.
Nú er Norðurál búið að setja 15 milljarða (væntanlega á nýja genginu) í stofnkosnað- í boði Árna Reykjanesgoða. Þannig að við Íslendingar getum greitt þá skuld... sem ég gat um að framan...
Sævar Helgason, 24.10.2009 kl. 21:14
Af hverju byrja menn á endinum en ekki upphafinu?
Við vitum öll, að innstungan fyrir Helguvík, er ekki fundin.
Nú veifa þessir fáráðlingar klónni við verksmiðju dyrnar, vantar framlengingu (Suðvesturlína) og síðan veit enginn hvaðan orkan á að koma?
Ólafur Sveinssson (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 21:20
Gagnaver Verne Global á Ásbrú við Keflavíkurflugvöll þarf fullbúið allt að 150 MW og skapar hundruð starfa, segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Viðtal við Árna Sigfússon um gagnaver Verne Global á Ásbrú - Myndband
Verne Global í viðræðum við IBM um gagnaver
Iðnaðarráðherra leggur fram frumvarp til laga vegna Verne Global
Þorsteinn Briem, 24.10.2009 kl. 21:38
Í boði Steina Briem njótum við hér sannrar blaðamennsku. Ég segi takk Steini Briem
Sævar Helgason, 24.10.2009 kl. 21:48
18.4.2008: "Þann 2. apríl sl. var skrifað undir viljayfirlýsingu í Hollandi milli Greenstone ehf. og LV [Landsvirkjunar] um sölu á raforku til netþjónabúa.
Helstu ákvæði viljayfirlýsingarinnar milli Greenstone og LV eru að fyrirtækin hyggjast ganga frá samningi um sölu á 50 MW af rafmagni sem ætlunin er að fari til tveggja búa sem taka um 25 MW hvort."
Viljayfirlýsing Greenstone og Farice um gagnaflutninga og sveitarfélagsins Ölfuss um netþjónabú í Þorlákshöfn
Þorsteinn Briem, 24.10.2009 kl. 21:48
1.10.2009: Grein Sigmundar Einarssonar jarðfræðings með töflum og korti:
Hinar miklu orkulindir Íslands- Getum við virkjað endalaust?
Þorsteinn Briem, 24.10.2009 kl. 21:52
Er öllu sama hvort Björgúlfur sé eigandi að Verner ? Margir hafa tapað stórfé á braski karlsins. Það eru kannske bara smápeð, sem engu máli skipta?
http://www.visir.is/article/20080226/VIDSKIPTI06/80226018
Ólafur Sveinssson (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 22:03
Auk nokkurra hundraða starfa í Verne Global á Ásbrú eru hér talin upp um 600 störf, sem þar skapast á næstunni.
Samtals eru störfin því um eitt þúsund, auk nokkurra hundraða eða þúsunda afleiddra starfa, en í lok september síðastliðins voru um 1.100 manns atvinnulausir í Reykjanesbæ, þar af um 500 konur.
Um 300 störf á sjúkrahúsi Iceland Health á Ásbrú. Fyrstu sjúklingarnir koma á næsta ári.
Nýtt sjúkrahús á Ásbrú
13.10.2009: "Allt að 200 störf gætu skapast á Keflavíkurflugvelli, gangi fyrirætlanir hollensks fyrirtækis eftir, um að byggja upp aðstöðu þar fyrir útleigu á orrustuþotum frá Hvíta-Rússlandi. Samningar eru á lokastigi og framkvæmdir við endurbætur á flugskýlum gætu hafist innan nokkurra vikna."
Orrustuþotur í íslenska flugflotann
18.9.2009: Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, hefur leigt fyrirtækinu Atlantic Studios byggingu 501 við Grænásbraut á Ásbrú undir kvikmyndaver.
Stórt kvikmyndaverkefni þýðir miklar tekjur fyrir samfélagið og sérstaklega í næsta nágrenni tökustaðar. Suðurnesjamenn þekkja það vel frá því að stórmyndin Flags of Our Fathers var tekin upp á Reykjanesi.
Þeir sem geta átt von á viðskiptum í tengslum við umsvif kvikmyndaversins eru til dæmis hótel, veitingastaðir og bílaleigur.
Samningar takast um kvikmyndaver á Ásbrú
Um sjö milljarðar króna hafa verið lagðir í uppbyggingu á ferðaþjónustu á Reykjanesi undanfarin ár, að sögn Árna Sigfússonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar.
Þorsteinn Briem, 24.10.2009 kl. 22:46
Björgólfur á hlut í Verne Global. - Er öllum sama um það?
"Allt að 200 störf gætu skapast á Keflavíkurflugvelli gangi fyrirætlanir hollensks fyrirtækis eftir um að byggja upp aðstöðu þar fyrir útleigu á orrustuþotum frá Hvíta-Rússlandi."
Þorsteinn Briem, 24.10.2009 kl. 23:00
Verne semur við Landsvirkjun um að kaupa af því 25 megavött af rafmagni, en það er fimmtungur af því sem Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga notar. Jafnframt hefur Verne möguleika á að panta 25 megavött til viðbótar sem Landsvirkjun afgreiðir innan tilrekinna tímamarka.
Feb. 2008
Ólafur Sveinssson (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 23:39
Hér er löng hefð fyrir viðskiptum við glæpamenn, til að mynda stóð íslensk saltsíld út úr eyrunum á sovésku og austur-þýsku nomenklatúrunni áratugum saman.
Fjöldinn allur af íslenskum sjávarbyggðum lifði á þessum viðskiptum og Akureyri var iðnaðarbær sem byggðist á viðskiptum við Sovétríkin, ítem Álafoss.
Við Íslendingar vorum jafn háðir viðskiptum við lönd austan Járntjalds og Finnar voru áratugum saman. Þegar Sovétríkin hrundu framleiddu Finnar farsíma eins og þeim væri borgað fyrir það. Við erum hins vegar enn í Nokia gúmmístígvélunum og Rússar tala í finnsku farsímana.
Í staðinn fyrir frystan þorsk og karfa, hundrað þúsund tunnur af saltsíld og hundrað þúsund trefla árlega til Sovétríkjanna fengum við Íslendingar bíla og stál ítem olíu frá sovésku borginni Batumi og þangað sigldi Sævar Helgason hér að ofan, ásamt Óla föðurbróður mínum, sem kom meira að segja heim með rússneska konu.
Keflavík byggðist á hinn bóginn á ótta Bandaríkjanna við Sovétríkin, hann skapaði mörg störf á Suðurnesjum og faðir minn vann í nokkur ár hjá bandaríska hernum á Miðnesheiði. Og ótti Breta við Þýskaland nasismans reif okkur upp úr örbirgðinni, þó ekki gúmmístígvélunum.
Þorsteinn Briem, 25.10.2009 kl. 00:27
Dofri Hermannsson var á fundinum á Sólon í dag með upptalningu á allmörgum fyrirtækjum, sem myndu skapa hundruð starfa fyrir margfalt minni orku og hafa verið að athuga möguleikana hér en hrokkið frá af því að menn sjá að það á að lofa álfurstunum allri orkunni.
Ómar Ragnarsson, 25.10.2009 kl. 01:40
"Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við fyrsta hluta álversins [í Helguvík] hefjist árið 2008 og að 250.000 t framleiðslu verði náð árið 2015. Hér er miðað við þá framleiðslugetu sem að lágmarki er talið unnt að ná með raforkuvinnslu á Reykjanesskaga."
Álver í Helguvík - Mat á umhverfisáhrifum - Sjá bls. 3
Höfn í Helguvík kostar um tvo milljarða króna
Kostnaður við fyrstu fjóra áfanga Suðvesturlínu yrði um 27 milljarðar króna, miðað við verðlag í janúar 2009, en kostnaður vegna fimmta áfangans liggur ekki fyrir.
Langtímaskuldir HS Orku hf. voru í lok júní síðastliðins 23,4 milljarðar króna en í júlí síðastliðnum seldi fyrirtækið með jarðhitaréttindum til Reykjanesbæjar 63ja hektara land í Svartsengi og 39 hektara land á Reykjanestá fyrir 943 milljónir króna, sem greiðast með skuldabréfi til tíu ára.
Á sama tíma gerði félagið samning um leigu á hinu selda landi og nýtingarrétti jarðhita til næstu 65 ára með möguleika á framlengingu leigutímans í önnur 65 ár.
Orkuveita Reykjavíkur og HS Orka gætu að öllum líkindum útvegað álveri í Helguvík um 360 MW en álver með 250 þúsund tonna afkastagetu, eins og upphaflega var áætlað, þyrfti 435 MW.
Nú er hins vegar ætlunin að reisa þar 360 þúsund tonna álver sem þyrfti 630 MW. Þá vantar um 270 MW og sú orka er einfaldlega ekki til á Suðvesturlandi, því uppsett afl þriggja virkjana í neðri hluta Þjórsár er áætlað 255 MW.
1.10.2009: Grein Sigmundar Einarssonar jarðfræðings með töflum og korti:
Hinar miklu orkulindir Íslands- Getum við virkjað endalaust?
Álit Skipulagsstofnunar vegna Suðvesturlína - Sjá kort neðst á síðunni
Háhitavefurinn - Háhitasvæði á landinu - Kort
Krýsuvíkursvæðið - Rannsóknir - HS Orka hf.
Trölladyngja - Rannsóknir - HS Orka hf.
Svartsengi og Reykjanesvirkjun - Framleiðsla - HS Orka hf.
Eigendur HS Orku hf.
Reykjanesskagi - Wikipedia
Þorsteinn Briem, 25.10.2009 kl. 07:04
Alcoa þarf líka að fá fullvissu fyrir að orka fyrir 360 þúsund tonna framleiðslu náist að lokum. Tækni verksmiðjunnar er byggð með þessa stærð í huga.
Pétur Þorleifsson , 25.10.2009 kl. 09:45
Er ekki hastarlegt, að á sama tíma og fyrir liggja margítrekaðar yfirlýsingar forsvarsmanna álveranna um að þau verði að komast upp í 340-360 þúsund tonna stærð til að skila viðunandi arði, skuli landar okkar gera allt sem þeir geta til þess að breiða yfir þessa staðreynd?
Ómar Ragnarsson, 25.10.2009 kl. 11:15
14.3.2009: "Orkufyrirtækin sáu sér hag í því að fá þessa starfsemi til landsins og lögðu fram tæplega 1,5 milljarða kr. í hlutafé í Farice og ríkið lagði fram tæpar 400 milljónir kr.
Í fjárlögum þessa árs er síðan heimild fyrir ríkið að ábyrgjast 5 milljarða króna lán vegna sæstrengsins og hefur það auðveldað fjármögnun."
Fréttaskýring Morgunblaðsins: Tekjur af sæstrengnum Danice
Þorsteinn Briem, 25.10.2009 kl. 16:06
Stefnt er að 120 störfum í gagnaveri Greenstone á Blönduósi en í lok september síðastliðins voru 15 atvinnulausir í Þingeyjarsveit, þar af 7 karlar, og 77 í Norðurþingi, þar af 30 karlar, samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun.
25.8.2009: "Fleiri fyrirtæki en Greenstone vilja reisa gagnaver á Íslandi. Á meðal þeirra eru Verne Holding og Titan Global."
Sveitarfélagið Þingeyjarsveit - Kort
Sveitarfélagið Norðurþing - Kort
Þorsteinn Briem, 25.10.2009 kl. 16:33
13.10.2009: "Hollenskt fyrirtæki [ECA], sem sérhæfir sig í varnaræfingum fyrir Atlantshafsbandalagið, hefur í hyggju að setja hér upp viðhaldsstöð fyrir 18 vopnlausar orrustuflugvélar. Samtals er áætlað að 150-200 föst störf skapist hjá fyrirtækinu, auk afleiddra starfa, en markmiðið er að starfsemin verði á fyrrum athafnasvæði bandaríska hersins að Ásbrú í Reykjanesbæ.
Ljóst er að viðhaldsstarfsemi vegna flugvélanna verður umsvifamikil og verkefnið felur í sér tækifæri til atvinnusköpunar með víðtækum margfeldisáhrifum.
Fyrirtækið sérhæfir sig í rannsóknum og tækniþróun á sviði loftvarna og annast þjálfun fyrir aðildarþjóðir NATO um alla Evrópu. Áætlað er að hér verði viðhaldsstöð fyrir flugvélar, ásamt þyrlum sem kæmu til með að hafa hér heimastöð, auk alls skrifstofuhalds fyrirtækisins. Stærsti hlutinn af starfsseminni fer þó fram erlendis. [...]
Gert er ráð fyrir að félagið ráðist hér í fjárfestingar fyrir allt að 4,5 milljarða króna og fjármögnun er tryggð. Áætlað er að árlegar tekjur ríkissjóðs vegna starfseminnar verði 700–800 milljónir króna.
Gert er ráð fyrir að félagið semji um húsnæði og aðstöðu á Keflavíkurflugvelli og Ásbrú, auk ýmissar þjónustu, og samstarf verði við Keili háskólasamfélag, þar sem um ýmis hátæknistörf yrði að ræða á vegum félagsins."
Viðhaldsstöð fyrir vopnlausar orrustuflugvélar skapar 200 föst störf á Ásbrú
Þorsteinn Briem, 25.10.2009 kl. 22:19
26.10.2009 (í dag): "Síminn hefur nú tekið í notkun útlandatengingu um nýja Danice sæstrenginn sem liggur á milli Íslands og Danmerkur. Eftir þessa stækkun hefur Síminn um það bil tvöfaldað bandbreiddina til og frá Íslandi frá því í byrjun þessa árs. [...]
Hinir þrír sæstrengirnir eru Farice, Cantat-3 og Greenland Connect en Síminn tengdist þeim síðastnefnda fyrir nokkrum vikum um Grænland og vestur um haf."
Bandbreiddin tvöfölduð
Þorsteinn Briem, 26.10.2009 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.