3.11.2009 | 20:16
Hverju á að trúa?
Það er yfirleitt mjög einfalt reikningsdæmi að finna út gróft reiknað hve mikla orku þarf fyrir ákveðna stærð af álveri.
Einfaldast er að taka framleiðslugetu álversins í þúsundum tonna og margfalda töluna með ca 1,7-2,0.
Ef 346 þúsund tonnin sem framleidd eru í álveru Fjarðaáls eru margfölduð svona: 346 x 2,0 verður útkoman ca 690 megavött.
Nú kemur upp úr dúrnum að í matsáætlunum Landsnets og ákvörðun Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Suðvesturlínu er talan 1,2 notuð til margföldunar.
Munurinn á 1,2 og 1,7 er næstum því þriðjungur og þessi tala sem gefin er upp er langt frá því sem álver hafa þurft hingað til og munar hvorki meira né minna en 190 megavöttum !
Með því að gera lítið úr orkuþörf álversins er slegið á áhyggjur manna af orkuöfluninni og munar í þessu tilfelli hvorki meira né minna en sem samsvarar rúmlega einni stórri vatnsaflsvirkjun á borð við Blönduvirkjun.
Þegar rætt var um orku á háhitasvæðum norðan Mývatns í hitteðfyrra sagði talsmaður orkuöflunar þar að minnst 1000 megavött væri þar að fá.
Í takt við þetta var gaf síðan Landsvirkjun það loforð út að ekki væri ætlunin að virkja í Gjástykki heldur einungis að rannsaka svæðið !
Þegar það fréttist hins vegar að umhverfisráðherra kynni að beita sér fyrir því að Gjástykki yrði friðað var rekið upp ramakvein og hrópað: "Þetta er atlaga að álveri á Bakka því að virkjun Gjástykkis er forsenda fyrir orkuöflun handa því !
Í hitteðfyrra og fyrra var sagt að hugsanlega væri hægt að fá 30 megavött í Gjástykki, síðan var það hækkað í 45, þar á eftir hækkaði Halldór Blöndal töluna í 50 megavött og var varla búinn að sleppa orðinu þegar Hreinn Hjartarson nefndi 60 megavött. Og nú er skyndilega sagt að þarna sé 90 megavött að fá og þess vegna sé svæðið orðið svona mikilvægt !
Hvernig stendur á því að Gjástykki er allt í einu orðið svona ómissandi ef það var leikandi létt að fá alls um 1000 megavött norðaustanlands í hitteðfyrra?
Ég segi: Ef við skoðum þessar misvísandi yfirlýsingar og talnaleikfimi, er þá hægt að trúa orði af því sem þessir stóriðjupostular segja? Ef hægt er að trúa einhverju, hverju á þá að trúa ?
Rangar upplýsingar um orkuþörf álvers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er margt furðulegt sem kemur upp í þessari baráttu um að fá bestu/síðustu sætin við orkulindir landsins.
Marinó G. Njálsson, 3.11.2009 kl. 20:40
"And if you take one from three hundred and sixty-five, what remains?"
"Three hundred and sixty-four, of course."
Humpty Dumpty looked doubtful.
"I'd rather see that done on paper," he said.
Lewis Carroll, Through the Looking-Glass, and What Alice Found There, framhald skáldsögunnar Alice's Adventures in Wonderland.
Þorsteinn Briem, 3.11.2009 kl. 20:57
Alcoa í Reyðarfirði kaupir um fimm þúsund gígavattstundir af raforku á ári og framleiðir um 346 þúsund tonn af áli af ári.
Alcoa gerði samning við Landsvirkjun um raforkukaup til 20 ára með möguleika á að framlengja samninginn um önnur 20 ár.
Sjá Fjarðaálsfréttir, júní 2009.
Þorsteinn Briem, 3.11.2009 kl. 22:05
"Þegar talað er um magn rafmagns sem virkjun framleiðir er í raun átt við magn raforku. Orka er mæld í júlum (J) en til að mæla raforku í almennri notkun er oft notuð stærri mælieining sem kallast kílóvattstund (1 kWh = 3600·1.000 J).
Ef við erum að tala um virkjanir er þó hentugra að nota enn stærri einingar eins og Megavattstund (1 MWh = 3600·1.000.000 J) eða Gígavattstund (1 GWh = 3600·1.000.000.000 J).
Mælistærðin afl gefur okkur síðan orku á tímaeiningu. Afl er mælt í vöttum (W) og einnig eru notaðar einingarnar kílóvött (1 kW = 1000 W) og Megavött (1MW = 1.000.000 W). Hugtökin orka og afl, sem og mælieiningar er tengjast þeim, eru útskýrð nánar hér."
Þorsteinn Briem, 3.11.2009 kl. 22:19
Ég er sammála Steina um það að réttara væri að tala um gígavattsstundir en afleininguna megavött, en fyrir almenning eru gígavattstundir eins og hebreska og flækir bara málið hvað samanburð snertir á milli virkjana og orkukaupendur.
Ómar Ragnarsson, 3.11.2009 kl. 22:23
"Í Fljótsdalsstöð fer fram raforkuvinnsla Kárahnjúkavirkjunar. Afl stöðvarinnar er 690 MW og er hún öflugasta vatnsaflsstöð landsins. Raforkan úr Fljótsdalsstöð fer til álvers Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði."
Alcoa í Reyðarfirði framleiðir um 346 þúsund tonn af áli af ári.
690:346 = 2
Stöðvar Landsvirkjunar
Þorsteinn Briem, 3.11.2009 kl. 22:40
Um 360 þúsund tonna álver í Helguvík þyrfti samkvæmt því um 720 MW.
Afl Fljótsdalsstöðvar er 690 MW og raforkuvinnsla 4.703 GWst.
Alcoa í Reyðarfirði kaupir raforku Fljótsdalsstöðvar, um fimm þúsund gígavattstundir á ári. (Sjá athugasemd nr. 3 hér að ofan.)
Og Fljótsdalsstöð er með 38% af allri raforkuvinnslu Landsvirkjunar.
Umhverfisskýrsla Landsvirkjunar 2008 - Sjá bls. 6
Þorsteinn Briem, 3.11.2009 kl. 23:25
Álverið í Reyðarfirði er flaggskip og fullkomnasta álver Alcoa.
Sjá Fjarðaálsfréttir, júní 2009.
"Ráðuneytið segir, að í gögnum frá Landsneti komi fram að Norðurál hafi hafið framkvæmdir við allt að 360.000 tonna álver í Helguvík og sé aflþörf þess 435 MW."
Rangar upplýsingar um orkuþörf álvers
720 MW - 435 MW = 285 MW = 66%.
Þorsteinn Briem, 3.11.2009 kl. 23:45
3.10.2009: "Fram kom í umsögn Landsnets að Norðurál hefði hafið framkvæmdir við allt að 360.000 tonna álver í Helguvík og sé aflþörf þess allt að 435 MW en hið rétta er að Norðurál hefur hafið framkvæmdir við allt að 250.000 tonna álver í Helguvík með allt að 435 MW aflþörf.
Norðurál stefnir hins vegar að stækkun álversins í 360.000 tonn og nemur heildaraflþörf álvers af þeirri stærð 625 MW."
Ný yfirlýsing frá Landsneti um aflþörf álvers í Helguvík
720 MW - 625 MW = 95 MW.
Tæp 100 MW virðast því enn vanta upp á aflþörf 360 þúsund tonna álvers í Helguvík, miðað við 690 MW aflþörf 346 þúsund tonna álvers Alcoa í Reyðarfirði, sem framleiðir þá einungis 4% minna en álverið í Helguvík.
Þorsteinn Briem, 4.11.2009 kl. 04:33
Ég sagði frá því í boggi mínu hér á dögunum að á fundi á Sólon var stefna Norðuráls skýr: Þeir verða að fá að reisa 360 þúsund tonna stórt álver til að fá fulla arðsemi.
Ómar Ragnarsson, 4.11.2009 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.