7.11.2009 | 01:47
Dapurleg dökk hlið.
Bandaríska þjóðin er aðdáunarverð um marga hluti. Síðustu forsetakosningar voru rós í hnappagat þjóðar sem samsett er af fjölbreyttari og ólíkari kynþáttum en flestar aðrar.
Þeir gátu þetta eftir allt.
Þegar dökkar hliðar bandarísks þjóðlífs koma fram er oft undravert hvernig Kanarnir koma manni fyrr en varir á óvart. Það mega þeir eiga.
Ég hef ferðast víða um Bandaríkin og ríkin og fólkið eru ákaflega ólík, svo ólík að engin sanngirni er fólgin í því að alhæfa um bandarískt þjóðlíf út frá bíómyndum um glæpi og ólifnað eða fréttum af glæpum og óhugnaði.
En ein heildarmynd blasir við og hefur blasað við lengi: Byssudýrkun Bandaríkjamanna er böl í landi þeirra.
Þeir afsaka sig með því að þeir séu "frontier-þjóð," landnemaþjóð sem varð að nota byssur við landnámið og þess vegna sé byssueignin og skotvopnhefðín svona mikil og sterk.
Þessi útskýring stenst ekki ef byssueign og byssumorð í Bandaríkjunum eru borin saman við byssueign og byssumorð í Kanada og Ástalíu þar sem líka búa landnemaþjóðir.
Himinhrópandi munur eru á tölunum í þessum löndum og það hlýtur að benda til þess að enda þótt það séu ekki byssur sem drepi fólk heldur menn þá sé fylgni á milli byssueignarinnar og skotvopnadýrkunarinnar og morðanna.
Bandaríska þjóðin syrgir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er rétt hjá þér Ómar. Og það er í raun með ólíkindum hversu samheldin þessi þjóð er, þrátt fyrir fjölbreytta menningarhópa og ólíkar aðstæður í hverju ríki fyrir sig.
Ég heimsótti systur mína sem bjó í Seattle, Wahington, hjá frænku okkar og bandarískum manni hennar. Þetta var1976 og ég þá 16 ára gamall.
Seattle var og hefur ekki verið mér vitanlega mikil glæpaborg á bandaríska vísu, en þau hjónakornin voru bæði með hlaðnar skambyssur í náttborðsskúffum sínum.
Þetta þótti mér stórmerkilegt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.11.2009 kl. 04:21
Vinnufélagi minn á Íslandi gisti hjá vinafólki sínu í Arisona í þrjár vikur 1985.
Þau ferðuðus í húsbíl vítt og breitt og skammbissan var alltaf hlaðinn í hanskahólfinu.
Svertingjar eru duglegastir við að ræna fólk í húsmílum í Alabama á nóttinni.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 04:59
Umræður um þetta mál á CNN hér
Hið pólitíska íslam dregst inn í umræðuna
Helga Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 09:29
Mér brá svolítið er ég heyrði þessar fréttir, en fyrir um það bil mánuði síðan var ég í Killeen sem er staðsettur við Fort Hood herstöðina. Á milli 10 og 2 á daginn gefst almenningi kostur á því að skoða herstöðina. Hún ansi lík stöðinni á miðnesheiði að uppbyggingu nema miklu stærri. Þarna er mikið stríðsminjasafn með stríðstólum frá öllum heiminum. Sá t.d. kínverska og rússneska skriðdreka.
Mér er sérstaklega minnisstætt viðmótið er ég keyrði í gegnum hliðið á stöðinni eftir að þau höfðu skoðað passann minn sögðu þau ,,Welcome to a great place".
Hér er svo linkur á blogg frá heimsókn minni.
kveðja.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.