Smá"moli": Núll ára gamalt barn.

Ég á stundum erfitt með að stilla mig eins og vinur minn Eiður Guðnason, þegar málleysur og rökleysur dynja eins skæðadrífa yfir landslýð.  Eiður er með sína málfarsmola og ég skýt einum hér inn: Í fréttum Stöðvar tvö á þessu föstudagskvöldi var þetta sagt: "Fleiri veikjast nú en áður af svínaflensu á aldrinum núll til níu ára."

Þetta er dæmigert þurrt kansellí- eða stærðfræðimál. Um aldir hefur það nægt þjóðinni að segja einfaldlega: "Börn yngri en níu ára."

Börn eru eins árs, tveggja ára, þriggja ára o. s. frv. en varla núll ára.

Næsta skref er að breyta textanum þegar kvikmyndir "eru kynntar og segja ekki: Bönnuð innan sextán ára, heldur "bönnuð börnum á aldrinum núll til sextán ára."   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband