Þangað til allt í einu...

Ein helstu rök sem notuð eru fyrir því að virkja allan virkjanlegan jarðvarma landsins eru þau að reynslan af þeim virkjunum sem komnar eru að þær dragi að sér ferðafólk og opni aðgengi að svæðum sem áður hefðu verið óaðgengilegri. 

Þannig sagði forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur að megð virkjun jarðhitans í Kerlingarfjöllum yrði opnað svæði sem hefur verið óaðgengilegt til þess, þangað lægi þá malbikaður heilsársvegur og þar yrði nægt rafmagn og þægindi fyrir ferðafólk.

Forstjórinn setti þess röksem fram sem algilda og hún myndi þá væntanlega gilda líka að Fjallabaki, í Öskju, Gjástykki, við Leirhnjúk og í Kverkfjöllum.  

Þessi þróun kann að ganga upp í einhver ákveðinn tíma á ákveðnum virkjanasvæðum en með þessu er þó gengið gegn því sem er aðalástæða þeirra sem koma til Íslands, en það er að hér sé að finna það sem er svo sjaldgæft, ósnortin, einstæð og stórbrotin náttúra.

Ef röksemd forstjóra Orkuveitunnar væri algild væri fyrir löngu búið að virkja allan hinn gífurlega jarðvarma og vatnsorku sem finnst í Yellowstone og gera þar blá lón, gul lón, græn og rauð.

Ein milljón manna kemur langa leið yfir þveran hnöttinn til þess að skoða ósnortinn jarðvarmann og vatnsföllin í Yellowstone og mun halda áfram að koma þangað á þeim forsendum að þetta sé ósnortin náttúra, vegna þess að við Íslendingar erum tilbúnir til að fórna enn merkilegri náttúruverðmætum til að skaffa Bandarkjamönnum orku.

Enn á eftir að bæta miklu við virkjanirnar á Hellisheiði og Bitruvirkjun verður aðeins örfáa kílómetra frá Hveragerði enda eru bæjarbúar þar andvígir Bitruvirkjun en valta á yfir þá í þessum efnum í skjóli þess, að svæðið fellur undir Ölfushrepp þar sem megnið af íbúunum býr í 15 kílómetra fjarlægð frá virkjunarsvæðinu.

Rétt er að geta þess að loftgæði í Reykjavík standast nú þegar í 40 daga á hverju ári ekki lágmörk Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum.  

  

  


mbl.is Brennisteinsvetni innan marka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á heiðinni á háa C.,
Hjörleifur forstjóri B.:
Prýði er ætíð af P,
og pening hér sá D.

Þorsteinn Briem, 13.11.2009 kl. 20:58

2 identicon

Hér á blogginu hef ég lesið uppskrúfuð áróðursskrif gegn þeirri mengun sem af því hlýst að flytja skuli báxit yfir þveran hnöttin til að vinna það hér.

Nú er á sama bloggi, með glýju í augum, bent á þær milljónir ferðamanna sem við gætum fengið hingað yfir þveran hnöttinn til að fylla víðerni okkar og traðka á viðkvæmri náttúru.

Mengunin við flutning báxitsins er líklega brotabot af hinu.

Svona má nú beita rökunum með og á móti bara eftir því sem vindurinn blæs. Ef maður hefur ekki áhyggjur af því að vera samkvæmur sjálfum sér.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 21:17

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurjón Pálsson.

Á Evrópska efnahagssvæðinu er ferðafrelsi og við getum almennt ekki bannað fólki að ferðast hingað, enda engin ástæða til þess, því við græðum hér á tá og fingri á erlendum ferðamönnum. Og ekki veitir nú af.

Aftur á móti getum við stjórnað hversu margir fara hér inn á viðkvæm svæði á hverjum degi og klukkutíma.

Og þess vegna selt aðgang að þessum svæðum með leiðsögn, líkt og gert er til dæmis í Katakomburnar í Róm.

Þorsteinn Briem, 13.11.2009 kl. 21:52

4 identicon

 Sæll Ómar, takk fyrir að vekja athygli á þessu. Þegar ég skoðaði fréttina á mbl virkaði fyrst eins og upplýsingarnar væru frá Umhverfisstofnun. Þegar lengra var lesið sást að verið var að vitna í upplýsingafulltrúa OR. Sem er auðvitað gott og blessað en væntanlega varla hlutlaust.

 http://www.or.is/UmOR/Fjolmidlatorg/Frettir/Lesafrett/1894 

 Þegar maður skoðar frétt frá Umhverfisstofnun um sama efni má sjá vissan mun.

http://ust.is/NyttEfni/nr/6321 

Það sem vekur helst athygli mína er að þau mörk sem OR kýs að benda á eiga ekki við þegar meta á áhrif á heilsufar almennings.

 "Umhverfisstofnun telur rétt að benda á að þegar kemur að því að meta þá mengun sem almenningur verður fyrir þá eru vinnuverndarmörk ekki nothæfur mælikvarði. Vinnuverndarmörk vernda ekki heilsu þeirra sem eru viðkvæmir fyrir og gilda aðeins á vinnustöðum og miða við að jafnvel þurfi stundum að grípa til persónuhlífa eins og ryk- eða gasgríma. Vinnuverndarmörk eru oft um 100 sinnum hærri en þau mörk sem gilda fyrir almenning."

Það er rétt að sólarhringsmeðaltal er lægra en viðmið WHO. Ef litið er á klukkustundarviðmið frá nokkrum stöðum er misjafnt hvort farið er yfir eða ekki. Það er allavega nauðsynlegt að notuð séu sambærileg viðmið þegar meta á áhrifin.
Annað sem ég tek eftir er orðræðan eða orðanotkun upplýsingafulltrúans, hún hefur nefnilega sín áhrif. Talað er um "svokölluð viðmiðunarmörk WHO" en það er vel þekkt þegar reynt er að gera lítið úr einhverju. Þetta eru einfaldlega viðmiðunarmörk WHO. Ekki bara kölluð svo. Svo er hveralyktartalið. Það hljómar svo sakleysislega, jafnvel íslenskt og heimilislegt að tala um hveralyktina. En þetta kemur hverum ekkert við þó lyktin sé kunnugleg. Þetta er lykt af brennisteinsvetni og þegar það er í því magni sem raunin er frá jarðhitavirkjunum er það mengun. 

Solveig (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 21:54

5 Smámynd: Sævar Helgason

Smá athugasemd vegna báxits.

Ekkert báxit er flutt hingað til lands og þaðan af síður unnið úr því hér á landi.  Álfyrirtækin flytja hingað súrál en það er unnið úr báxit og er m.a notaður vítisóti við vinnsluna.

Mikil jarðvegsmengun fylgir þessari vinnslu , en  rauðbrún vítisótaleðja í miklum mæli sem verður eftir við vinnslu súráls..

Þessi vinnsla  á súráli er mjög umhverfisspillandi.  Hugmynd var einu sinni um að hefja svona vinnslu norður á Húsavík en sem betur fer var hætt við það

Það þarf 2 tonn af súráli til að framleiða eitt tonn af áli- með rafgreiningu. Sú vinnsla fer fram hér á landi í álverunum.

Sævar Helgason, 13.11.2009 kl. 22:23

6 identicon

Tel rangt að reyna að lokka fólk yfir þveran hnöttinn hingað til ágláps. Það eykur brennslu flugvélabensíns og mengar andrúmsloftið. Mengun andrúmsloftsins er sú mesta ógn sem steðjar að heimsbyggðinni. Vonandi fara olía og kol jarðarinnar að klárast. Það er eina von jarðarbúa. Þá stöðvast flugið líka og þar með minnkar ferðamannastraumurinn.  

Guðmundur Stefánsson (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 22:39

7 identicon

Takk fyrir þessa athugasemd Sævar, það var súrál sem hér var átt við.

Man þessa umræðu um báxitvinnsluna á Húsavík.  Hún er nú reyndar eitt af ansi mörgum "eitthvað annað" verkefnum sem þar er búið að skoða síðustu 30 - 40 árin og ekki urðu að neinu. Húsvíkingar eru orðnir langþreyttir á slíkum hugarflugsverkefnum.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 22:40

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Er eina von jarðarbúa að allt flug stöðvist?

Ómar Ragnarsson, 13.11.2009 kl. 23:29

9 identicon

Það yrði litið til okkar með mikilli velþóknun og þakklæti af öðrum þjóðum ef við stefndum nú að því að auka ferðamannastrauminn hingað um nokkrar milljónir. Fá þá fljúgandi hingað í flugvélum úr áli og berjast um leið með kjafti og klóm gegn álverum hér. 

Láta bara aðrar þjóðir um að vinna álið í þær, með kolum og olíu.

Það yrði fögur náttúruverndarstefna og verðugt framlag okkar til loftslagsmála heimsbyggðarinnar.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 00:09

10 identicon

Sæll.

Það er eitt sem gleymist við röksemda færsluna hjá þér. 

Hvernig var aðkoman á Yellostone svæðið ? Ég geri ráð fyrir því að þú hafir keyrt þangað á malbikiðum vegi og skilið bíllin eftir á steyptu eða malbikuðu bílastæði. 

Eða svefstu þanngað á rósrauðu skýi frá flugvellinum eftir (meingandið) flugið frá Íslandi ?

Þorgeir (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 00:25

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurjón Pálsson.

Ef erlendir ferðamenn koma ekki hingað fara þeir til annarra landa í staðinn. Og í mörgum tilfellum myndu þeir fljúga þangað.

Allir menga alltaf eitthvað, einnig heima hjá sér. Fólk fer nær daglega til vinnu, til dæmis í einkabílum og strætisvögnum, og margir fljúga vegna vinnu sinnar langar vegalengdir oft á ári, til dæmis innan Bandaríkjanna. Og jafnvel á milli landa, til að mynda við Íslendingar.

Þannig byrjar fólk ekki allt í einu að menga þegar það fer í frí.


Og hér ferðast erlendir ferðamenn í mörgum tilfellum margir saman, til dæmis í rútum.

Flugvélar hér í innanlandsflugi og millilandaflugi nýtast einnig betur með því að fylla þær með bæði innlendum og erlendum farþegum.

Þegar allt er þannig tekið með í reikninginn stórefast ég um að erlendir ferðamenn, sem hingað koma, mengi eitthvað meira en þeir gerðu ef þeir færu til annarra landa í staðinn, eða ferðuðust jafnvel eingöngu í sínu heimalandi með flugvélum og á einkabílum.

Og hérlendis verður fjöldinn allur af rafbílum eftir örfá ár, til dæmis vegna aukinna skatta hér núna á bensín.

Þorsteinn Briem, 14.11.2009 kl. 01:18

12 identicon

Steini Briem.

Þú ert þekktur fyrir að finna „statistik“ orðum þínum til stuðnings. Ef þú nú fyndir eina slíka um aukningu ferðamanna á heimsvísu þá er ég viss um að hún er ansi mikil undanfarin ár. Við tökum þátt í henni og erum liklega langt yfir meðaltali þar. Aukin ferðamennska kallar á fleiri flugvélar. Smíði fleiri flugvéla krefst meiri álframleiðslu. Það ál sem ekki er framleitt á Íslandi er framleitt að mestu með kolum og olíu. Losunin á CO2 er tæplega tífalt meiri þar en ef sama magn er framleitt hér.

Ef þú kemur ekki auga á hið tvöfalda siðgæði sem ég bendi á, þá verður svo að vera og ekki við mig að sakast.  En betur verður það varla útskýrt fyrir neinum.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 02:15

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fólkið sem myndi koma hingað myndi koma til svæðis sem er í beinni samkeppni við Yellowstone og liggur mun nær. Það er styttra til Íslands frá París en til Yellowstone frá New York.

Þetta myndi gefa nettó minnkun á útblæstri.

Inn í Yellowstone, sem er 9000 ferkílómetra svæði, liggja malbikaðir vegir með lágum hámarkshraða úr fjórum áttum. Vegirnir mynda stafinn 8 inni á svæðinu og eru samanlagt um 300 km langir.

Til samanburðar skiptir lengd vega og slóða um hálendi Íslands þúsundum kílómetra.

Um garðinn liggja 1600 km langir merktir göngustígar. Aðgangur að þeim er vaktaður og séð um að ekki verði örtröð.

Ég er ekki að mæla með því að 2 milljónir manna fari um hliðstæð svæði á Íslandi. En jafnvel þótt svo yrði sýnir reynsla í þjóðgörðum annarra landa að hægt er að koma í veg fyrir átroðning.

Rökin fyrir því að álið, sem framleitt er hér, yrði að framleiða erlendis með olíu eða kolum, standast ekki.

Í öðrum löndum heimsins er að finna mörg hundruð sinnum meir ónotaða vatns-og jarvarmaorku en er á Íslandi og í flestum þessara landa býr örfátækt fólk, sem við tökum matinn frá með því að heimta að fyrst verði virkjað hjá okkur.

Ómar Ragnarsson, 14.11.2009 kl. 09:02

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verði reist hér bílaverksmiðja, sem framleiddi þrjátíu þúsund rafbíla á ári, gæti koltrefjaverksmiðja á Sauðárkróki framleitt koltrefjar í bílana og einnig flutt þær út til framleiðslu á til dæmis flugvélum.

Áætlaður byggingarkostnaður koltrefjaverkmiðjunnar var í fyrravor 4-5 miljarðar króna og reiknað var með að hún framleiddi 1.500-2.000 tonn af koltrefjum á ári en áætluð raforkunotkun slíkrar verksmiðju er 10 MW.

Um níu þúsund nýjar fólksbifreiðar voru skráðar hér í fyrra, árið 2008.

Rafbílaframleiðsla gæti verið hagkvæm
á Ásbrú við Keflavíkurflugvöll, að mati nemanda við Háskólann á Bifröst nú í vor. Og auknir skattar hér á bensín og olíu á næsta ári ýta væntanlega enn frekar undir framleiðslu hér á rafbílum sem hægt væri að smíða úr koltrefjum.

Og hugsanlega gæti Akureyri verið heppilegur staður fyrir slíka bílaverksmiðju en þar er háskólasamfélag, mikil tækniþekking og nægilega mikið vinnuafl.


Koltrefjar
eru byggingarefni í iðnaði og þær hafa verið notaðar í til dæmis flugvélar, bíla, hús, brýr, reiðhjól, skíði og gervilimi Össurar hf.

"Um er að ræða kolþræði sem fara í gegnum ákveðið ferli og eru m.a. hitaðir upp í 3.000 gráður. Vinsældir koltrefja fara sívaxandi, m.a. vegna léttleika þeirra og styrks, en þær geta komið í stað málma eins og áls og stáls."

"Flugvélaiðnaðurinn nýtir þetta efni í vaxandi mæli og ný kynslóð af farþegaþotum, svo sem Boeing 787 Dreamliner og Airbus 350, eru smíðaðar að verulegu leyti með koltrefjum sem styrkingarefni.

Koltrefjar stuðla því að minni orkunotkun vegna léttleika, auk þess sem umhverfisáhrif við framleiðslu eru takmörkuð."

"Koltrefjar hafa alla eftirsóknarverðustu eiginleika stáls og auk þess er þyngd þeirra í lágmarki. Með koltrefjum er myndað frumlegt "öryggisbúr" í bílnum og þær eru mikið notaðar í Formúlunni."

Framleiðsla á ódýrum basalttrefjum getur orðið stór iðngrein hérlendis - Hátæknisetur Íslands á Sauðárkróki


19.9.2009: Yfirbygging tvinnbíls úr koltrefjum og bíllinn eyðir 1,38 lítrum á hundraðið


Undirbúa byggingu koltrefjaverksmiðju

Koltrefjaverksmiðja á Sauðárkróki skapar 120 störf

Koltrefjar - Wikipedia


"REVA hefur á undanförnum árum selt rafbíla í 26 löndum. [...] Bílarnir sem koma til landsins koma úr nýrri verksmiðju sem hefur framleiðslugetu upp á 30 þúsund rafbíla á ári. NLE og REVA eru að meta hagkvæmni þess að setja upp sambærilega samsetningarverksmiðju hér á landi sem þjónusta myndi Evrópumarkað."

Samsetningarverksmiðja REVA-rafbíla hérlendis


"Rafbíll getur verið minna en 4 sekúndur að ná 100km/klst.
og ekið á yfir 200 km/klst. Falleg hönnun og mikill kraftur einkennir nútíma rafbíla.

Hægt er að keyra stóran hluta rafbíla 150-400 kílómetra en hérlendis er venjulegum heimilisbíl ekið að jafnaði 35-40 kílómetra á dag og rafhleðslan dugar því almennt 4-10 sinnum þá vegalengd.

Og sumir bílaframleiðendur hafa tekið þá ákvörðun að bjóða sem valkost rafhlöður sem ætlaðar eru eingöngu fyrir hraðhleðslu og ná til dæmis 95% hleðslu á tíu mínútum."

Háskólinn á Bifröst vorið 2009 - Hagkvæmni rafbílaframleiðslu á Íslandi


Háskóli Íslands - Af hverju rafbílar?


Nokkur dæmi um nýja rafbíla


Northern Lights Energy

Þorsteinn Briem, 14.11.2009 kl. 09:16

16 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

"Ein helstu rök sem notuð eru fyrir því að virkja allan virkjanlegan jarðvarma landsins eru þau að reynslan af þeim virkjunum sem komnar eru að þær dragi að sér ferðafólk og opni aðgengi að svæðum sem áður hefðu verið óaðgengilegri."

Þessi undirstrikuðu orð vöktu athygli mína. Er ekki til einhver millivegur, er ekker til á milli þess að virkja allt eða ekkert. Eru ekki einhverjir öfgar þarna á ferð eins og vill vera um okkur mannfólkið?

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 15.11.2009 kl. 01:32

17 identicon

„Samkvæmt landlægum skilningi Íslendinga er allt ofangreint einskis virði vegna þess að það er ekki hægt að vigta eða mæla beint ávinninginn af tilvist þeirra.“

„Ein helstu rök sem notuð eru fyrir því að virkja allan virkjanlegan jarðvarma landsins eru þau að reynslan af þeim virkjunum sem komnar eru að þær dragi að sér ferðafólk og opni aðgengi að svæðum sem áður hefðu verið óaðgengilegri.“

Tek  hér tvær tilvitnanir í þig, sín hvorn daginn, sem dæmi um öfgafullar alhæfingar, sem ekki fá staðist og gjaldfella þar af leiðandi önnur, oft ágæt, skrif þín, þegar slíkar „talibanskar“ tilhneigingar ná ekki yfirhöndinni. Einhver skynsamlegur meðalvegur liggur þarna á milli sem hægt er að sameinast um að fara.

Ég bendi þér á að lesa meðfylgjandi hlekk, ef þú hefur ekki þegar gert það.

http://askja.blog.is/blog/askja/entry/973235/ 

Hér er dæmi um „eitthvað annað“ sem bit er í.

Hér þarf vissulega orku, aðallega hitaorku en hún yrði notuð til að spara þjóðarbúinu aðflutta orkugjafa, alla ef farið yrði alla leið, og gera Ísland þar með að þjóðfélagi sem aðeins ýtti sjálfbæra orkugjafa. Líklega hið eina í heiminum.

Komdu með í þennan leiðangur!

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband