Deyfandi tölur.

Hinar svimandi háu tölur sem eru alls staðar á sveimi í kringum hrunið gerir fólk dofið og ónæmt fyrir tölum.

Sem dæmi má nefna að þegar ég hef verið að gagnrýna ámælisvert áhættuspil með milljarð króna sem tapaðist í djúpborun við Leirhnjúk yppta menn bara öxlum. 

Milljónir, sem áður þóttu háar tölur, verða að engu í samanburði við milljarða, sem eru þúsund sinnum stærri tala.

Krónan var stækkuð hundraðfalt í ársbyrjun 1981 og þá sagði þáverandi forsætisráðherra, Gunnar Thoroddsen, í ávarpi sínu á gamlárskvöld: "Vilji er allt sem þarf" um það að kveða verðbólguna niður.

Ríkisstjórn hans fór þó hraklegar út úr þeirri glímu en nokkur önnur ríkisstjórn og nú hefur krónan minnkað meira en hundraðfalt síðan 1981.

Ég var þeirrar skoðunar 1981 að þá hefði átt að skera þrjú núll aftan af krónunni og stækka hana þúsundfalt.

Það hefði auðveldað alla umræðu að tala um milljónir þar sem áður var talað um milljarða og tala um krónur þar sem áður var talað um þúsundir króna.

Ef það hefði verið gert væri auðveldara að glöggva sig á ofurtölunum, sem nú eru á sveimi þegar í ljós kemur að í "ástarbréfahring" banka og fyrirtækja í "gróðæris"-ruglinu voru menna að búa til hundruð milljarða króna úr engu.

Ég legg til að við skerum þrjú núll af krónunni núna til að við fáum kannski eitthvað skárra og ódofið jarðsamband. 


mbl.is Veruleg skuldaaukning Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Ómar þarna er ég þér aldeilis sammála. Það var með ólíkindum að unnt væri að eyða einum milljarði í ónýta borholu og enginn sé gerður ábyrgur á því. Svo er sagt að ekkert mál sé að knýja álver á Bakka með orku frá áhitasvæðunum. Hvað ætli þurfi margar feilboranir uns það svar næst. Lauma því samt að hér að Detifoss er 4-5 sinnum aflmeiri en Urriðafoss í Þjórsá. Annað, höfnin í Bakkafjöru kostar 3 milljarða.Það væri unnt að borga farþegum með Herjólfi dágóða upphæð, sem tímakaup fyrir þann aukatímann sem sparast, miðað við ferð með gamla gamla laginu. Þetta er rétt hjá þér, þessir gróðærismilljarðar settu okkur algjörlega út af laginu. Kveðja

Sigurður Ingólfsson, 19.11.2009 kl. 13:30

2 identicon

Ástæðan fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn vill ríghalda í þessa blessuðu krónu er svo hægt sé að lækka laun hjá fólki án þess að það fatti það. Tilfærslur á fé milli stétta, það er slagorðið. Frá þeim sem minna hafa til þeirra sem meira hafa. Alveg með ólíkindum að 25% þeirra sem kjósa svo krónuna og Sjálfstæðisflokkinn eru verkafólk.

Valsól (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 13:41

3 identicon

Sæll Ómar. Vissulega er mörgum vorkunn að átta sig ekki á talnaflóðinu í dag og

"milljarða"-töluflóðinu - það er hreint syndaflóð í tölum talið.

 Til gaman þetta stutta yfirlit:  Tilkynning nr. 154 18. ág. 1881 frá Seðlab. Íslands

 um gengi á ísl. krónunni.  EIN ísl. króna  kaup =Dkr 0,965   sala  0,967

 USA D. =kaup 7.497  sala = 7.517. Pundið  k.= 13.851  sala = 13.888

24.09-1996 = k Dkr. 11.480  s. 11.541    $ = k.66.710    s.= 67.050

Pundið  k. 103.820   s. 104.350

12-09-2009   kaup Dkr. 25.231    s.  25.245    $ =127.55    sala  127.650+

Pundið  kr. 203.41    sala  203.62.

Þetta nægir til þess að sýna aðhér hefur stjórn á efnahagsmálum verið meira en

í "skötulíki"  Veslings krónunni er kennt um allt en hún breytist aðeins af manna völdum.

Gunnar Thor. var spurður að því endur fyrir löngu hvert hann óttaðist ekki að heita vatnið

myndi þverra. NEI MEÐAN RIGNIR VERUR ÞAÐ HÉR, svaraði sái góði maður. Útlendingur

varpaði fram spurningunni.    DJÚPBORUN MUN KOMA OG GEFA OKKUR SENNILEGA

NÆSTUM ÓTAKMARKAÐA ORKUMÖGULEIKA.  HUGSÐU ÞÉR AÐ KOMAST 4000 -5000

METRA AÐ "ÞEIM GAMLA ÞARNA NIÐRI"  Hann mun sko spúa upp hitanum til okkar.

Kalda vatnið verður svo hitað eftir þörfum.

En það þarf viðhorf þitt og fleiri að "NÝTA ÞETTA AF RAUNSÆI OG GÆTNI. 

Jon Armann Heðinsson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 14:30

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Varðandi dýrtíðina 1982 og næstu misseri á eftir: Þá fór dýrtíðarskrúfan upp í 3ja stafa tölu, í 130 eða jafnvel 140%. Ein meginástæðan var víxlverkun verðlags sem reiknað var út á 3ja mánaða fresti. Í stað þess að beita verðstöðvun var allt „gefið frjálst“. Eftir sveitarstjórnarkosningarnar vorið 1982 var einn „aðalkyndari“ verðbólgubálsins á Íslandi borgarstjórinn í Reykjavík. Fátt hækkaði jafn mikið og taxtar Hitaveitu Reykjavíkur!

Ástæðan var sú að vegna gríðarlegrar skuldsetningar vegna stækkunar þjónustusvæðis Hitaveitunnar til Kópavogs, Garðabæjar, Bessastaðahrepps og Hafnarfjarðar voru tekin erlend framkvæmdalán. Jafnskjótt og tekjur fóru að berast frá fleiri viðskiptavinum mátti greiða skuldirnar fyrr upp. Þess í stað voru sjóðir Hitaveitunnar nýttir að byggja Perlu, Ráðhúss og endurnýjun Höfða og Viðeyjarstofu. Svona var nú það en skammirnir sat lengi vel þáverandi ríkisstjórn uppi með. Íhaldið á Íslandi hefur oft minnst á að vinstri menn geti ekki stýrt landinu og benda á fjármálaóreiðu.

Nú hafa þeir íhaldsmenn heldur en ekki toppað vinstri stjórn Gunnars Thoroddsens.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 19.11.2009 kl. 17:12

5 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ekki skera aftan af henni, ekki skera framan af henni, heldur skera hana. Fíflagangurinn í kringum krónuna hefur kostað ógrynni. Kostnaðarvitund, til dæmis um misheppnaðar boranir, væri miklu betri ef hún yrði birt í dölum til dæmis. Ísland þarf það aðhald sem felst í að nota stærri og stöðugri gjaldmiðla.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 19.11.2009 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband