Þarf virkjanir á fleiri stöðum samtímis.

Þegar ég var strákur las ég bók sem hét Undur veraldar og var kaflaskipt. Stór kafli var um hæstu tinda heims og glímu manna við þá, einkum Everest, en einn kaflinn fjallaði um virkjanir sjávarfalla.  

Í honum var því spáð að þetta yrði aðalorkulind mannkyns í framtíðinni í svo stórum stíl, að það myndi hægja á snúningi jarðar og afleiðingarnar yrðu þær að vegna minna miðflóttafls héldist tunglið ekki lengur í sömu fjarlægð frá jörðinni, heldur nálgaðist hana sífellt uns það hrapaði til jarðar og eyddi öllu lífi á jörðinni.

Ein af mörgum dómsdagsspám sem gerðar hafa verið.

Gallinn við sjávarfallavirkjanir er sá að mitt á milli flóðs og fjöru, á "liggjandanum", er enginn straumur og því engin rafmagnsframleiðsla.

Í áltrúarþjóðfélagi okkar þýðir þetta að þessi orka sé ekki nýtanleg, - allt verður að miðast við samfellda orkuframleiðslu álvera eða hliðstæðrar starfsemi sem þarf stöðuga raforku allan sólarhringinn. 

Koma þyrfti á fót kerfi sjávarfallavirkjana umhverfis landið þannig að alltaf væru einhverjar virkjanir í gangi og þær ynnu hvor aðra upp.

Hugsa mætti þetta enn stærra sem net sjávarfallavirkjana um alla Evrópu sem ynnu hver aðra upp og væru tengdar saman með rafstreng yfir hafið.  

Raunar veit ég um kunnáttumann sem vinnur að hugmynd um jarðgangatengingu milli Gilsfjarðar og Bitrufjarðar þar sem sífelldur staumur á milli myndi tryggja jafna rafmagnframleiðslu.  


mbl.is Virkjun sjávarfalla í Breiðafirði er talin vel möguleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er ágætis grein Ómar, það er ljóst að með minnkandi notkun jarðefnaeldsneytis, bæði vegna þverrandi birgða og minnkandi áhuga á notkun þeirra, þá er þörf á að hafa alla anga úti varðandi orkuöflun, því ekki er sjáanlegur samdráttur í eftirspurn eftir orku.

Ég hef ekki séð þessa bók, Undur veraldar.  En hafi annað efni bókarinnar verið af svipuðum gæðum og þessi þvæla sem þú gerir að umfjöllunarefni þá hefur þessi bók ekki verið annað en brennumatur.

Snúningur Jarðar var auðvitað löngu tilkominn áður en höfin urðu til, því er ekki ljóst hvernig sjávarföllin, hvað þá virkjun þeirra hefði áhrif á snúning Jarðar.

Það er hinsvegar aðdráttakraftar Tunglsins og Sólarinnar sem eru aðalorsakavaldar sjávarfalla á Jörðinni.

Það sem heldur Tunglinu á braut sinni um Jörðu er að aðdráttarkraftar Jarðar og Tunglsins vega upp miðflóttaaflið sem skapast af brautarhraða Tunglsins um Jörðu.

Raunar er örlítill mismunur á þessum kröftum þannig að Tunglið fjarlægist Jörðu um 2 cm. á ári.  

Snúningur Jarðar um um eigin möndul hefur ekkert með braut Tunglsins að gera og skapar ekki miðflóttaaflskrafta á Tunglinu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.11.2009 kl. 16:35

2 Smámynd: Sævar Helgason

Þessi "ágalli" með sjávarstraumavirkjanir varðandi liggjandann er ekki stórt vandamál á nútíma með tölvustýritækni. I hámarki straumframleiðslu til sjávarins er auðvelt að draga úr vatninu eða jarðvarmanum - sem síðan tæki yfir á liggjandanum. Allt keyrir þetta inn á sama raforkunetið. Þetta er bara reikningsdæmi ...  og verkfræði.

Sævar Helgason, 21.11.2009 kl. 17:22

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bókin Undur veraldar hafði rétt fyrir sér um það að sjávarfallavirkjanir myndu koma til sögunnar, burtséð frá þvælunni um það að þær myndu hægja á snúningi jarðar.

Það má ekki fordæma heila bók fyrir hluta úr einum kafla hennar.

Ómar Ragnarsson, 21.11.2009 kl. 21:36

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

eitt sin var sagt um mann að hann væri svo ágætur/hvers vegna var spurt ???,vegna þess að hann segir ekki eitt i dag og annað á morgunn,svo á þetta mikið við þig/kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 21.11.2009 kl. 22:22

7 Smámynd: Einar Steinsson

Svona virkjun væri t.d. hægt að nýta til framleiðslu á vetni (með rafgreiningu) sem aftur væri notað sem eldsneyti. Í svoleiðis framleiðslu skiptir minna máli þó að komi hlé á milli heldur en í bræðslum þar sem ofnarnir þurfa að ganga stanslaust.

Einar Steinsson, 22.11.2009 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband