"Bílvelta varð..." einu sinni enn.

Ég hef tekið þá ákvörðun að blogga í hvert skipti um það þegar sagt verður í fréttum "bílvelta varð" jafnvel þótt það sé eins og að skvetta vatni á gæs, því að sömu ambögurnar vaða uppi endalaust. 

Þetta sýnist ekki vera merkileg ambaga en hún er dæmigerð fyrir málalengingar, nafnorðasýki, kansellístíl, leti og oft rökleysur sem virðist frekar færast í aukana hjá mörgum íslenskum fjölmiðlamönnum.

Sem sagt:

Bíll valt, fólki fjölgaði, kaupmáttur jókst, 

-  ekki: -  

bílvelta varð, aukning varð á fólksfjölda, - kaupmáttaraukning varð.  

Nefni aftur sem dæmi það sem einn af þingmönnum Vestfjarða sem sagði:

"Það hefur orðið neikvæð fólksfjöldaþróun á Vestfjörðum"....

þegar hann gat sagt:

"Fólki hefur fækkað á Vestfjörðum."  


mbl.is Bílvelta á Þingvallavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband