"Aðgát skal höfð..."

Mér finnst rétt að benda á magnaða grein sem Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður, skrifar á miðopnu Morgunblaðsins í dag um framgöngu leiðsögufyrirtækis í Reykjavík.  

Greinin talar sjálf fyrir sig en um hana gilda hin gömlu orð skáldsins að "aðgát skal höfð í nærveru sálar."

Að mínum dómi ber það vott um hugmyndafátækt þegar seilst er jafn langt og umræddur leiðsögumaður hefur gert samkvæmt frásögninni í greininni.  

Samkvæmt því spinnur þetta leiðsögufyrirtæku upp draugasögur þar sem látið fólk er sagt hafa verið morðingjar, barnaníðingar og brennuvargar og ferðin um draugaslóðir síðan látin enda við látinn einstakling sem hvílir í gröf sinni í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Þar á ofan er prestur í Reykjavík bendlaður við djöfladýrkun.

Það er allt í lagi að færa eitthvað í stílinn eins og sagt er þegar fásagnargleði er beisluð en fyrr má nú vera!

 

P. S.  Ég sé á dv.is að forsvarsmaður leiðsögufyrirtækisins muni fara í mál við Þór og telur hann Þór ekki fara rétt með því að við leiði stúlkunnar sé hún ekki bendluð við fyrri atriði í ferðalaginu.

Þó vekur það athygli mína að farið skuli verið að leiði stúlkunnar. Hvernig stendur á því?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta háttalag er nánast með ólíkindum. Fram kemur á dv.is núna að sögumaðurinn Jónas Freydal ætli í mál við Þór Magnússon út af þessari grein! Ja, verði honum að góðu, blessuðum sögumanninum!

Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 11:49

2 Smámynd: Sigrún Óskars

ótrúlegt mál - ég trúi ekki að sögumaðurinn fari í mál við Þór - hann ætti frekar að biðjast afsökunar.

Sigrún Óskars, 4.12.2009 kl. 13:50

3 Smámynd: Bumba

Ég er alveg sammála þér Ómar, þessi mannfýla Jóna, ætti að halda sér saman og hætta svona horngrýtis iðju. Hrein og bein andstyggð. Með beztu kveðju.

Bumba, 4.12.2009 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband