6.12.2009 | 22:07
Var forsetinn sá eini sem lét glepjast?
Forseti Íslands hefur sagt að hann hafi látið glepjast á sínum tíma af glansmyndinni sem brugðið var upp af þeim sem byggðu upp spilaborg fjármálaveldis sem stóð á sandi og gat ekki annað en hrunið.
Fólk hefur réttilega hent þetta á lofti og valið forsetanum hin hæðilegustu orð. En hvað skyldi þar vera kastað úr mörgum glerhúsum? Og hvað skyldu mörg af þeim húsum nú standa auð eða vera undir hamrinum?
Rétt er það að tugþúsundir Íslendinga annað hvort gátu ekki né vildu taka þátt í útsölunni á lánum og varningi sem hér var haldin á grunni kolrangrar skráningar krónunnar sem allir máttu vita að var 30-40% of hátt skráð og gat ekki annað en fallið.
Þessir Íslendingar verða nú samt að blæða fyrir aðra án þess að hafa átt nokkurn þátt í þessum ósköpum.
Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær krónan félli og skuldabyrðin hækkaði sem því næmi, en samt voru það margir tilbúnir til að taka þátt í fjárhættuspilinu að skuldir íslensku heimilanna í heild fjórfölduðust á örfáum árum.
Þessi síðastnefnda staðreynd að skuldirnar margfölduðust í ástandi þar sem hjá flestum öðrum þjóðum hefði verið reynt að greiða skuldir niður, sýnir að það eru fleiri en forsetinn sem þurfa að líta í eigin barm og athuga úr hvers konar húsi er kastað.
Hitt er rétt að hrunið varð miklu meira en nokkurn óraði fyrir og þess vegna verða þeir miklu fleiri, því miður, sem munu fara mjög illa út úr þessum hamförum en ella.
Hátt í 9000 fluttir brott - flestir til Noregs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ólafur er kannski sá eini sem hefur haft kjark til að viðurkenna að hafa glapist, á meðan til eru videóklippur af Davíð losyngjandi útrásina, þokukenndur og móskulegur til augnanna.
Kappinn sver þó allt af sér allann lofsöng þar af lútandi.. magnað ?..
hilmar jónsson, 6.12.2009 kl. 22:21
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fengu þingmeirihluta í alþingiskosningum á árunum 1995-2007 og þá söfnuðu íslensk heimili skuldum sem aldrei fyrr en nú ætlast kjósendur þessara flokka til að allir aðrir en þeir sjálfir greiði þessar skuldir.
Á þessu tímabili voru þeir með annan fótinn á Strikinu og í Mall of America, frekasta, hrokafyllsta og leiðinlegasta fólkið í öllum heiminum, veifandi plastinu sínu, sem var aldrei neitt annað en plast. Fólk sem réði útlendinga til að vinna hér í frystihúsunum, afla gjaldeyris fyrir sig og þrífa skítinn undan sér.
Útlendingarnir eru hér enn, þúsundum saman, og vinna fyrir lægsta kaupinu í landinu, en íslensku rotturnar hafa flúið ryðkláfinn.
Þorsteinn Briem, 6.12.2009 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.