7.12.2009 | 13:48
Allt er áttræðum fært!
Mörgum mögnuðum mönnum hef ég kynnst um dagana vegna starfa minna og Pétur H. Ólafsson var einn þeirra.
Hann varð ekki áberandi í þjóðlífinu fyrr en hann var kominn á þann aldur þegar flestir eru búnir að draga sig í hlé.
Hann sannaði ekki aðeins máltækið að allt sé fertugum fært, heldur ekki síður að allt sé sjötugum og áttræðum fært svo framarlega sem heilsan bilar ekki.
En hugsunarháttur Péturs var út af fyrir sig heilsubót og átti áreiðanlega þátt í því hve langlífur hann var.
Öll merkustu verk hans vann hann eftir að hann var orðinn 75 ára en þau fólust einkum í því að vera vakinn og sofinn í að hvetja aldraða til þess að lifa lífinu og láta til sín taka.
Fyrstu fréttina af honum gerði ég þegar ég hitti hann í hópi aldraðra sem hann fékk með sér í sjóferð vestur á Hornstrandir ef ég man rétt. Þetta var svo óvenjulegt og þarft framtak að það var fréttnæmt.
Þegar þessi aldursflokkur fer vaxandi er mikil þörf fyrir menn eins og Pétur, Gunnar Eyjólfsson Ragnar Bjarnason og Skafta Ólafsson.
Ævilhlaup Péturs var með einhverjum frækilegasta endaspretti sem hægt er að hugsa sér. Blessuð sé minning hans.
Andlát: Pétur H. Ólafsson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ert þú ekki að sanna það sama? Sýnist þú ekkert vera að setjast í helgan stein. Get allavega ekki hugsað mér marga sem ég vildi frekar fara með í óvissuferðir út á land.
Þetta að ofan er kannski væmið og vandræðalegt, en það er gott að vita af góðu fólki og stundum er í lagi að segja það bara hreint út...
Villi Asgeirsson, 7.12.2009 kl. 15:31
Þetta er góður pistill hjá Ómari og ekkert væminn, heldur "naive".
Hann gerir þau mistök að nefna nöfn. Eins og þjóðin væri hans fjölskylda, sem hann þekkti út og inn og gæti dregið í dilka.
Ögn hroki manns frá Reykjavík.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 16:15
Ég var nú að kalla mína athugasemd væmna, ekki pistilinn.
Villi Asgeirsson, 7.12.2009 kl. 16:19
Svolítið klaufalega orðað í fréttinni......"Alls urðu afkomendur Péturs og Jóhönnu 52 talsins" Þeim á nú vafalaust eftir að fjölga eitthvað í framtíðinni.
Monzi (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 17:53
Góður pistill um frábærann mann. Sá um daginn viðtal við 92 ára konu sem fer út að ganga svo oft sem hún getur. Er þá ekki rétt að gönguferðir séu;
NÍRÆÐUM NAUÐSYNLEGAR
Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.12.2009 kl. 19:23
Já eg verd ad segja ad afi minn var alveg svakalega flottur karl og dugnadarforkur útí eitt og var einn sá besti afi sem hægt er ad hugsa sér. Tøffari var hann og einn af mínum bestu vinum.... Ég bý erlendis og taladi eg vid hann i sima um daginn thar sem hann sagdi mer fra veislu sem hann var ad skipuleggja i janúar ...og hlakkadi til ad sja mig um jólin thessi elska ...
En takk fyrir pistilinn Ómar thú ert einn af thessum tøffurum a Íslandinu okkar allra
Ást og fridur
Erla Gudmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 20:04
Ég nefndi bara þessi nöfn sem dæmi af því að þau eru þekkt.
Mín vegna má nefna fleiri en Gunnar Eyjólfsson, Ragnar Bjarnason og Skafta Ólafsson ef einhverjir sem komnir eru yfir 75 ára aldur eru þekktari og virkari en þeir.
Ómar Ragnarsson, 7.12.2009 kl. 20:10
Ekki ætla ég að fjölyrða um þennan pistil Ómar, en Pétur sem var býsna seigur á sínum einstaka vinnuferli þar tók hann til hendinni t.d. í fiskmatinu forðum. þar fyrir utan finnst mér nauðsynlegt fyrst þú varst að telja upp þessi nöfn. Þá hefður þú átt að geta þess að Pétur og Skafti voru bræður.
Kristbjörn Árnason, 7.12.2009 kl. 23:28
Eysteinn Pétursson (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 00:03
Frábært að lesa þetta ágrip hjá þér Ómar og mjög vel skrifað því það er hugurinn sem skiptir máli og finnur maður hvað þú berð góðar tilfinningar til Péturs heitin. Ég kynntist Pétri þegar hann var í fiskimatinu og varð hann strax einn af mínum fyrirmyndum enda góður maður og ósérhlífinn. Það fylgdi Pétri alltaf góð nærvera og ekki held ég að það hafi verið til í hans orðabók um að gefast upp fyrir einhverju. Fallinn er nú frá einn af betri sonum Íslands. Vil ég votta fjölskyldu hans samúð mína. Takk fyrir gott blogg Ómar
Óli Sveinbjörnss, 8.12.2009 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.