Lýðræðisleg "raunsæisstjórnmál."

Eðlilega staldra margir við þegar þeir heyra um það fyrirkomulag á Alþingi að beita svonefndri "pörun." Sjá má á blogginu hugleiðingar um að hér sé andlýðræðislega að staðið og orð eins og "samtrygging" og "spilling" eru jafnvel nefnd.  

Þetta fyrirbrigði, "pörun," flokkast undir hugtak sem kallað er "realpólitík" eða "raunsæisstjórnmál", og á sér hliðstæður í íþróttum. 

Pörunin svonefnda byggist í raun á því að viðhalda lýðræðislegum hlutföllum á Alþingi þegar þau gætu raskast af völdum þingsins sjálfs.

Þingmenn stóðu frammi fyrir eftirtöldum kostum:

1.

Að vegna tæps meirihluta á þingi myndi stjórnarmeirihlutinn hætta við að senda Helga Hjörvar á vegum þingsins til útlanda til þess að atkvæðahlutföllin milli stjórnar og stjórnarandstöðu héldust óbreytt.

Þetta hefði skaðað þingið gagnvart samskiptum við útlönd því að ekki hefði fengist neinn annar þingmaður, hvorki úr stjórn né stjórnarandstöðu til þess að fara þessa ferð og minnka þar með atkvæðamagn síns flokks.

Þótt Framsóknarflokknum eða öðrum stjórnarandstöðuflokki hefði verið boðið það, hefði það ekki verið þegið.  

2. Að beita pörun, þ. e. að viðhalda atkvæðahlutföllunum óbreyttum. Af praktiskum ástæðum var þessi kostur tekinn. Það var skárra að hafa þetta svona en að halda þingmönnum á landinu í "handjárnum" eins og það hefur stundum verið kallað.

Pörunin hefði alveg eins getað orðið á hinn veginn ef það hefði hagað svo til að Siv hefði átt að fara viðkomandi ferð á vegum þingsins. Þá hefði Helgi Hjörvar getað orðið fyrir valinu í pöruninni.  

Það hefði verið ólýðræðislegt og raunar óframkvæmanlegt af þinginu að skikka Helga til að skrópa í ferðina fyrir þingið sem það hafði talið nauðsynlegt að farin yrði.

Ég nefni hliðstætt úr knattspyrnu. Þegar leikmaður meiðist illa, grípur leikmaður úr öðru hvoru liðinu stundum til þess ráðs að spyrna viljandi knettinum út af þótt hans lið hafi knöttinn örugglega þá stundina.

Samkvæmt reglunum fá andstæðingarnir innkastið þegar boltinn fer aftur í leik, en þá er notað ígildi "pörunar", þ. e. sá sem kastar inn, kastar boltanum til andstæðinga sinna þannig að leikar standi eins og þeir stóðu áður en meiddi leikmaðurinn var borinn út áf. 


mbl.is Siv pöruð út á móti Helga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli fyrirsögnin á pistlinum sé svona viljandi? 

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 16:15

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nei, og nú set ég inn stafinn sem vantaði.

Ómar Ragnarsson, 10.12.2009 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband