11.12.2009 | 12:16
Styrjöldin til að koma í veg fyrir frekari styrjaldir.
Eftir fyrri heimsstyrjöldina fóru margir að kalla hana styrjöldina sem var háð til þess að koma í veg fyrir frekari styrjaldir. Mannfallið, tjónið og hörmungarnar sem styrjöldin skildi eftir sig var slíkt að öllum hugsandi mönnum þótti óhugsandi að önnur slík yrði háð.
Styrjöldin hafði þá ekki verið háð til einskis, þrátt fyrir allt.
Þegar leið á fjórða áratuginn rígheldu menn í þetta og þetta var ein af ástæðum þess að Bretar og Frakkar vildu allt til vinna að friðþægja Hitler og Mussolini, sem nýttu sér óspart ósanngjarna friðarskilmála Versalasamninganna og þess veikleika sem óheftur kapítalisma sýndi í fjármálahruninu 1929.
15. mars 1939 varð loks ljóst að þetta gekk ekki upp. Hitler rauf aðeins sex mánaða gamalt samkomulag frá Munchen og réðist inn í Tékkóslvóvakíu.
Í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar var NATÓ myndað á þeim forsendum að sagan frá 1939 og 39 mætti ekki endurtaka sig.
Þetta er dæmi um það sem Obama á við í ræðu sinni við móttöku friðarverðlauna.
Þau verðlaun verða þó að teljast hæpin handa manni sem er rétt að hefja valdaferils sinn, á aðeins fögur orð að baki og nýbúinn að fjölga stórlega í herliðinu í Afganistan í stríði sem þar með er orðið hans stríð rétt eins og stríðið í Vietnam var fyrst og fremst stríð Johnsons þáverandi Bandaríkjaforseta.
Orð Obama í ræðunni í Osló eru nefnilega ekki algild og í því liggur stóri vandinn varðandi það orðalag hans að "stundum" þurfi að heyja stríð til að varðveita frið. Hvenær á "stundum" við og hvenær ekki?
Á það við í Afganista? Það orð held ég að hafi ekki átt við í innrásinni í Írak 2003.
Obama heldur heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Andstæðingar Þjóðverja í Fyrri heimsstyrjöldinni hefðu nú betur haft öflugan her í Þýskalandi í nokkra áratugi eftir styrjöldina.
"Kjarni [Atlantshafs]bandalagsins [NATO] er 5. grein stofnsáttmálans, þar sem því er lýst yfir að árás á eitt bandalagsríki í Evrópu eða Norður-Ameríku jafngildi árás á þau öll. [...] 5. greinin hefur aðeins verið notuð einu sinni en það var 12. september 2001 eftir hryðjuverkaárás á Bandaríkin."
"International Security Assistance Force (ISAF) is a NATO-led security and development mission in Afghanistan, established by the United Nations Security Council on 20 December 2001 as envisaged by the Bonn Agreement.
As of January 2009 its troops number around 55,100 from 26 NATO, 10 partner and 2 non-NATO / non-partner countries, including contributions from Canada, the United States, the United Kingdom, Italy, France, Germany, the Netherlands, Belgium, Spain, Poland and most members of the European Union and NATO, also including Australia, New Zealand, Azerbaijan, Turkey and Singapore."
Þorsteinn Briem, 11.12.2009 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.