13.12.2009 | 11:35
Álverin gera allt erfiðara.
Stóriðjustefnan gerir erfitt fyrir um það að byggja upp hagfellda nýtingu orkugjafa okkar. Samningnum um gagnaver í Reykjanesbæ má líkja við það að flugfélag selji farmiða að mun fleiri farþegasætum í flugvél en eru í vélinni og að öðrum viðskiptavinum sé bægt frá.
Það er fljótlegt að sjá að gagnaverið skapar miklu fleiri störf miðað við orku en álver og mengar ekkert svipað.
Í ofanálag hafa fríðindi af ýmsu tagi til álveranna gert erfiðara að semja við aðra kaupendur sem heimta auðvitað eitthvað svipað.
Í stað þess að samningar við gagnaver séu hreint fagnaðarefni eru þeir áhyggjuefni vegna þess að verði áframt keyrt áfram með álverin mun þessi stefna enda í ógöngum af ýmsu tagi vegna þess fyrirhyggjuleysis og ábyrgðarleysis gagnvart framtíðinni og afkomendum okkar sem ræður för.
Vill heimild til að semja um gagnaver | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég tel nú langlíklegast, úr því sem komið er, að álver og kísilmálmverksmiðja taki til starfa í Helguvík eftir nokkur ár, ef næg orka fæst til starfseminnar.
Á síðustu öld, frá árinu 1901 til 2000, var hagvöxtur hérlendis, eða meðalvöxtur landsframleiðslu á raunvirði, um 4% á ári, þannig að á þessu tímabili fimmtíufaldaðist landsframleiðslan hér.
Verð á áli komið í 2.200 bandaríkjadali fyrir tonnið
Lítill landflótti erlendra ríkisborgara héðan
Áhrif kreppunnar vægari hér en flestir bjuggust við
Hagstofa Íslands: Skuldir ríkisins 94,6% af landsframleiðslu
Erlendir ferðamenn eyða hér tvisvar sinnum fleiri krónum en í fyrra
Verð á íslenskum sjávarafurðum hefur rokið upp
Nettóskuldir þjóðarbúsins í lok þessa árs 35% af landsframleiðslu
IceSave-reikningarnir jafngilda framleiðslu Fjarðaáls í átta ár
Við fáum að sjálfsögðu gjaldeyristekjur af fleiru en vöruútflutningi og ferðaþjónustu, til dæmis tíu milljarða króna tekjur í ár af útflutningi tölvufyrirtækja, til að mynda CCP.
Gjaldeyristekjur CCP munu að öllum líkindum halda áfram að vaxa ört með fleiri erlendum áskriftum að EVE Online og leikjum sem fyrirtækið hefur í smíðum. Kaup CCP á erlendum aðföngum eru ekki mikil og að sjálfsögðu eru slík kaup ekki nema hluti af rekstrarkostnaði fyrirtækja.
Hlýnandi veðurfar gerir íslenskan landbúnað hagkvæmari, til dæmis kornrækt, og erlendir ferðamenn kaupa hér sífellt meira af íslenskum landbúnaðarvörum í verslunum og veitingahúsum fyrir erlendan gjaldeyri.
Íslendingar hafa ferðast mun minna til útlanda nú í ár en undanfarin ár og ferðast í staðinn innanlands, sem hefur sparað mikinn erlendan gjaldeyri og skapað auknar tekjur í ferðaþjónustunni hér.
Næstu árin verður mun minna flutt inn af byggingarefni til að reisa íbúðar- og atvinnuhúsnæði en undanfarin ár, því hér er mikið af óseldu nýju húsnæði.
Innflutningur á bílum hefur einnig verið mun minni í ár en undanfarin ár og verður ekki jafn mikill aftur á næstunni. Þar að auki mun sala á rafbílum aukast mikið hérlendis á næstu árum og hér verður jafnvel bílaverksmiðja sem framleiðir rafbíla. Þar af leiðandi verður mun minna flutt inn af bensíni en undanfarin ár.
Á Sauðárkróki verður að öllum líkindum koltrefjaverksmiðja sem flytur út koltrefjar í stórum stíl, meðal annars til flugvélaframleiðslu, og selur þær jafnvel einnig til bílaverksmiðju hér, sem gæti allt eins verið á Akureyri, því þar er mikil tækniþekking og háskólasamfélag.
Vegna sífellt betri vega minnkar viðhald á bílum og snjómokstur minnkar einnig vegna hlýnandi veðurfars.
Á Ásbrú við Keflavíkurflugvöll verður að öllum líkindum gagnaver, viðhald á evrópskum herflugvélum og sjúkrahús fyrir erlenda sjúklinga. Á Blönduósi, í Fjallabyggð og Þingeyjarsveit verða trúlega gagnaver og í Þorlákshöfn áburðarverksmiðja. Þá mun vatnsútflutningur að öllum líkindum stóraukast á næstu árum, til dæmis frá Þorlákshöfn og Rifi í Snæfellsbæ.
Vilja reisa risaverksmiðju til áburðarframleiðslu
Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað hér ört undanfarin ár og með sama áframhaldi kemur hingað ein milljón erlendra ferðamanna á ári eftir sjö ár, þannig að gjaldeyristekjur okkar af erlendum ferðamönnum verða þá orðnar tvöfalt meiri en þær verða í ár, eða 300 milljarðar króna á ári á núvirði.
Olíu- og bensínkaup ferðaþjónustunnar verða hins vegar mun minni eftir sjö ár en þau er nú vegna mikillar notkunar á rafbílum í ferðaþjónustunni. Gæði rafhlaða í rafbílum hafa aukist mikið á hverju ári og ekki þarf að reisa hér virkjun til að hlaða þá.
Og að sjálfsögðu verða á næstu árum stofnuð hér mörg önnur fyrirtæki, sem munu afla erlends gjaldeyris í stórum stíl. Hér er vel menntað vinnuafl og ódýr raforka. Verðbólgan verður lítil og vextir lágir strax á síðari hluta næsta árs.
Enginn getur því haldið því fram svo trúverðugt sé að hér verði allt eins á næstu árum og það var í fyrra eða á þessu ári og hér verði enginn hagvöxtur á næstu árum og áratugum þegar allt bendir til hins gagnstæða.
Þorsteinn Briem, 13.12.2009 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.