14.12.2009 | 10:18
Svipað 2004 ?
Sögusagnir gengu um það að svipað hefði gerst áður í málefnum, sem vörðuðu Davíð Oddsson og Ingibjörg Sólrún greinir frá nú, að vilji til þess að ganga gegn Davíð Oddssyni hafi gufað upp þegar á reyndi.
Þetta á að hafa gerst þegar rimman um fjölmiðlafrumvarpið stóð hæst vorið 2004.
Var sagan á þann veg að þegar forystumenn Sjálfstæðisflokksins sáu að það myndi skaða flokkinn að halda fjölmiðlafrumvarpinu lengur til streitu hefði Geir H. Haarde verið sendur á fund Davíðs með fullum stuðningi og umboði allra til þess að fá hann til þess að sætta sig við þetta, horfast í augu við það hvernig komið væri og lágmarka skaðann.
Geir hafi hins vegar komið út af fundinum eins og barinn rakki, án þess að hafa náð hinum minnsta árangri, slíkur hafi myndugleiki og áhrifavald Davíðs verið að fundur þeirra hefði snúist við og Davíð tekið Geir gersamlega í gegn.
Hvað sem hæft er í þessu er ljóst að Davíð hefur ætíð verið einn af þeim mönnum sem hefur alveg sérstaklega mikið persónulegt áhrifavald, svo mikinn myndugleika og persónutöfra að nálgast dávaldshæfileika.
Síðast upplifði íslenska þjóðin þetta í gegnum sjónvarp í hinu fræga Kastljósviðtali 7. október 2008, en margir sögðu mér eftir á að Davíð hefði eytt öllum áhyggjum þeirra af því hvað framundan væri.
Í hugann koma dæmi um svipað áhrifavald stjórnmálaforingja fyrr á tíð en áður en ég held lengra er rétt að taka það sérstaklega fram að með því að taka dæmi um svipað úr heimssögunni er á engan hátt verið að líkja þeim mönnum saman, sem um er rætt að öðru leyti en snertir persónutöfra.
Tvívegis sammæltist þýska herráðið um það að rísa gegn Foringjanum, í fyrra skiptið í september 1938 þegar stefndi í uppgjör og stríð við Breta og Frakka vegna Tékkóslóvakíu.
Í það skiptið gufaði andstaðan upp þegar Foringinn kom sem sigurvegari út úr fundinum fræga í Munchen þar sem hann hafði vafið þeim Chamberlain og Daladier um fingur sér.
Í seinna skiptið hlaut tiltæki herhöfðingjanna nafnið Zossen-samsærið. Herráðið sendi formann sinn, Von Brauchitsch, með fullu umboði sínu og stuðningi á fund Foringjans til þess að setja honum stólinn fyrir dyrnar varðandi frekari hernað á vesturvígstöðunum.
Er skemmst frá því að segja að Von Brauchitsch guggnaði þegar á hólminn var komið og fór á taugum gagnvart áhrifavaldi foringjans sem tók hann í gegn eins og faðir sem tekur barn á hné sér.
Eftir fádæma sigurför Þjóðverja á vesturvígstöðvunum vorið eftir þýddi ekki framar að reyna þessa aðferð.
Var lofað að Davíð myndi hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góðan daginn.
Ég ætla nú ekki að hafa þetta langt. Finnst frekar dapurlegt hvernig mönnum ætlar að takast að snúa öllu sem misfarist hefur síðustu ár uppá Davíð. Þó Davíð hafi gerst sekur um það að hafa opnað hér fyrir frjálst samfélag bæði hvað varðar fjármál og annað, þá er hann ekki sekur um afleiðingar þess hvernig menn höguðu sér eftir það. Sjálfsagt er hægt að tengja hann með aðkomu að mörgum málum meðal annars Írak vitleysunni sem við hefðum aldrei átt að samþykkja.
Hann var ráðinn eins og margir Seðlabankastjórar sem gengt hafa þar stöðu bankastjóra. Tómas Árnason, Steingrímur Hermannsson, og sjálfsagt fleiri.
En málið er að Davíð var ekki einn seðlabankastjóri eins og alltaf er látið í ljós skína. Þarna voru fleiri og það þarf ekki að segja mér að svona áhrifamikilli stofnun sé stýrt af aðeins einum manni. Ef svo hefur verið þá voru hinir ekki að sinna skyldu sinna. Davíð hefur alltaf verið fastur fyrir, hrokagikkur og mætti örugglega koma fram með marga breyskleika sem hann hefur, en einmitt það sínir fólki að hann er líka mannlegur. Ég er enginn Davíðssinni og hef aldrrei kosið Sjálstæðisflokkinn ekki heldur Samfylkinguna. Þannig að þetta átti ekki að vera nein Hallelúja ræða um Davíð en mér hefur hann fundis hljóta ómaklegan málatilbúnað.
Það verður nú að segjast eins og er að aldrei hefur andað mikilli hlýju milli Ingibjargar og Davíðs. Þegar þau hafa mætt í viðtöl gegnum tíðina hefur Davíð yfirleitt tekið Ingibjörgu á taugum, bara með hrokagikkshætti. En á það að vera nóg til að ryðja manninum úr embætti síðar meir.Samfylkingin sakar Davíð um 350 milljarða þrot Seðlabankans. Sjálfsagt er inní því þroti lán til Lí, Kauþings og Glitnis. Er þá þar með sagt að Davíð hafi verið sukka með fé sem hann lánaði vini sínum sem ekki kann gott að meta Jóni Ásgeiri, sem síðan fór illa með það sem honum var lánað. Nei ég hugsa að þegar öllu verður á botninn hvolft komi Davíð bara vel út, miðað við marga aðra sem áttu að standa sína plikt á þessum tíma. Ingibjörg kostaði Íslendinga rúmar 200 milljónir bara fyrir eiginn metnað að koma í Öryggisráðið. Merkilegt nokk að þegar Íslendingar fóru að sækjast eftir áhrifastöðum meðal hinna Sameinuðu Þjóða snéru flestir við okkur bakinu.
Við eigum bara að sætta okkur við að vera smáþjóð sem getur haft það gott í þessu landi og ef þeir sem reka fyrirtæki sjá sóma sinn í að borga fólki mannsæmandi laun þá á mannlíf hér eftir að blómstra. En þetta er mín skoðun Davíð kom ekkert nálægt þessu.
Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 11:42
Baldvin Baldvinsson.
17.11.1998: Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra og frá 1. janúar 2007 framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar:
"Á ríkisstjórnarfundi hinn 30. október sl. var samþykkt að Ísland myndi sækjast eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna eigi síðar en fyrir árin 2009-2010 og að nauðsynlegur undirbúningur vegna þess yrði hafinn en kosningar á allsherjarþingi samtakanna fyrir þetta tímabil fara fram haustið 2008.
Íslensk stjórnvöld hafa nokkrum sinnum áður íhugað framboð til öryggisráðsins, en aldrei stigið það mikilvæga skref, sem nú hefur verið tekið, að taka grundvallarákvörðun um að sækjast eftir framboði til ráðsins.
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er mikilvæg í ljósi þess, að starf utanríkisþjónustunnar á næstu árum, fjárveitingar til hennar og skipulagsmál verða að draga mið af þessu marki.
Þessi ákvörðun á sér nokkurn aðdraganda og forsendur, sem rétt er að gera grein fyrir. Má þar annars vegar nefna norræna samvinnu og hins vegar vilja íslenskra stjórnvalda til að Ísland beri meiri ábyrgð í alþjóðamálum í framtíðinni.
Norðurlönd standa saman að framboðum
Norræn samvinna um málefni Sameinuðu þjóðanna á sér langa sögu og nær til helstu sviða í starfsemi samtakanna. Norðurlöndin hafa átt sæti í öryggisráðinu með nokkuð óreglulegum hætti og komið hefur fyrir, að ekki hafi tekist í kosningum að ná kjöri.
Góður árangur Svía í kosningum haustið 1996 fyrir tímabilið 1997-98 varð Norðurlöndunum hvatning til að leitast við að koma framboðum í beinan farveg. Eðlilegt þykir við núverandi aðstæður að stefna að því, að Norðurlöndin eigi framvegis sæti í ráðinu með tveggja ára hléi."
Ræður Halldórs Ásgrímssonar - Fréttir - Utanríkisráðuneytið
Halldór Ásgrímsson - Wikipedia
Þorsteinn Briem, 14.12.2009 kl. 13:05
Ég hef fullan skilning á þeirri vandasömu aðstöðu sem Davíð Oddsson var í á árinu 2008 þegar hann sá óveðursskýin hrannast upp en var í þeirri vandasömu aðstöðu að geta lítið sagt opinberlega án þess að vera sakaður um að "rugga bátnum" að óþörfu og valda með því verulegum vandræðum.
Hann þorði ekki að taka áhætuna á því og flestir aðrir hefðu gert það sama. En það firrir hann ekki ábyrgð af þessu.
Davíð kaus að lesa pistilinn yfir Björgólfsfeðgum en nýtti sér samt ekki þau úrræði sem voru fyrir hendi til að stöðva þá, - líklega vegna ótta um það hvaða afleiðingar slíkt myndi hafa. Það var mannlegt og skiljanlegt á þeim tíma þegar Íslendingar litu á gagnrýnendur efnahagsstefnunnar sem leiðinlega nöldrara eða öfundsjúka útlendinga.
Með því að fara þessa leið og gera síðan afdrifarík mistök ásamt Seðlabankaráðinu með því að kaupa "ástarbréfin" svonefndu og bæta þannig við hrun Seðlabankans bakaði hann sér ábyrgð sem hann verður að svara fyrir og útskýra.
Hann var aðalbankastjóri og gríðarlega áhrifamikill og þekktur að áhrifamætti.
Hann og Halldór Ásgrímsson verða einnig að svara fyrir það sem þeir gerðu í upphafi þessa alls.
Óvenjulegt er að tveir menn hafi áður í sögu landsins verið jafn einráðir og þar af leiðandi borið meiri ábyrgð en þeir tveir þegar veldi þeirra stóð sem hæst og einkavinavæðingarkveikjan að bankahruninu var sett í gang 2002.
Ómar Ragnarsson, 14.12.2009 kl. 13:30
Afdrifarík mistök
Þorsteinn Briem, 14.12.2009 kl. 14:31
Steini Briem.
Þetta er sjálfsagt rétt hjá þér, ekki ætla ég með mitt fiskaminni að mótmæla þessu. Það sem ég á við er að þegar við loks létum verða af þessari ákvörðun, snerust þjóðir gegn okkur. Bandaríkjastjórn árið 2008 þegar þeir hjálpuðu vinum sínum á Norðurlöndum, Bretum og fleiri þjóðum um einhverjar milljónir dollara. Hvernig hefði farið um íslenska bankahrunið ef við hefðum fengið þá aðstoð? Við sættum hryðjuverkalögum Breta, Norðurlöndin skýldu sér á bak við Icesave og svo lengi mætti telja, þú þekkir þá sögu. Við erum bara ekki taldir þjóð á meðal þjóða. Það er heila málið og við munum alltaf líða fyrir fámennið.
Það sem mér finnst samt merkilegast af öllu þessu málavafstri er að það er reynt með öllum ráðum að klína þessu á Davíð Oddson einan. Það er merkilegt að menn sem starfa á jafn mikilvægri stofnun og Seðlabanka Íslands skuli ekki hafa meira bein í nefinu en láta hann stjórna öllu. Það eru merkilegir karakterar sem þar hafa starfað ef þeir í ljósi þekkingar vissu að verið var að framkvæma eitthvað sem gat komið okkur í koll, skuli ekki hafa verið meiri bógar en það að samþykkja allt þegjandi og hljóðalaust.
Það er líka merkilegt að frú utanríkisráðherra þess tíma skuli ekki hafa sett það sem skilyrði fyrir stjórnarmyndun á sínum tíma. Davíð áfram, engin stjórn. Nei þau biðu eftir því að kerfið hryndi. Þau eru öll samsek um þennan glæp. Því það eitt að hylma yfir glæpnum er jafn glæpsamlegt og glæpurinn sjálfur. En henni þótti stóllinn of freistandi fyrir eigið framapot til að koma með kröfur. Svona blasir nú veruleikinn fyrir mér. Þess má geta að stutt er milli ástar og haturs. Davíð + Ingibjörg.
Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 16:07
Það er rétt hjá þér Ómar að vissulega eiga menn að bera ábyrgð á sínum gjörðum.
Þó svo menn telji að þeir hafi gert hitt og þetta misjafnt er ekki þar með sagt að um glæpsamlega hluti hafi verið að ræða.
Ég er ekki að verja þessa gjörninga með ástarbréfin svokölluðu heldur að reyna að koma því til skila að Davíð sat ekki einn í bankastjórastól Seðlabanka Íslands. Tel þá vera litla menn sem hafa ekki þorað að standa upp í hárinu á honum. Hvað hitt allt varðar sem þú segir er ég gjörsamlega sammála þér. Ég vil að menn sem gegna ábyrgðarstöðum verði látnir svara fyrir syndir sínar.
Ég er líka sammála Steina. En ég horfi bara stundum á málin með öðrum hætti og held að þegar við viljum sækja að einhverjum einum manni þá tökum við oft bakara fyrir smið. Þó svo hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins hafi verið alls ráðandi í 17ár eða lengur er ekki þar með sagt að þeir menn sem stjórnuðu sínum bönkum hafi farið að öllu og einu samkvæmt laganna bókstaf. Það væri samkvæmt kenningum eins og þeim sem maður hefur séð á bloggfærslum víða að Davíð og Jón Ásgeir hafi verið perluvinir, því Davíð lánaði Glitni líka peninga. Hversu langt eiga menn að teygja sig í skilgreiningum þegar kemur að tengslum. Spurning.
Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 16:40
Baldvin Baldvinsson.
IceSave var með starfsemi frá árinu 2006 og langmesta ábyrgð á þessu bankahruni hér í fyrra bera Davíð Oddsson, forsætisráðherra 1991-2004, lengst allra, formaður Sjálfstæðisflokksins 1991-2005 og aðalbankastjóri Seðlabanka Íslands 2005-2009, Geir H. Haarde, fjármálaráðherra 1998-2005, forsætisráðherra frá 2006 til 1. febrúar 2009 og formaður Sjálfstæðisflokksins frá 2005 til 29. mars 2009, Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra 1995–2004, forsætisráðherra frá 2004 til 15. júní 2006 og formaður Framsóknarflokksins frá 1994 til 19. ágúst 2006 og Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra frá 2005 til 1. febrúar 2009.
Þorsteinn Briem, 14.12.2009 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.