14.12.2009 | 13:17
Sífellt reynt að sverta allar mótmælaaðgerðir.
Hún er gamalkunnug sú gagnrýni sem beint er að þeim sem taka þátt í friðsamlegum mótmælum, nú síðast gegn Álfheiði Ingadóttur, - ég hef sjálfur verið sakaður um að "æsa til ofbeldis" og vera "meðlimur í götuskríl."
Þessar ásakanir eru notaðar til að hræða fólk frá því að láta í ljós skoðanir sínar á þann stjórnarskrárvarða hátt að koma saman á löglegum og friðsamlegum mótmælafundum eða fara í löglegar mótmælagöngur.
Við erum spyrt saman við fámennan hóp sem fer yfir strikið og notar mótmælaaðgerðir sem átyllu til þess að fara út fyrir þann ramma sem aðstandendur mótmælanna vilja setja.
Þetta var mjög lítið brot af fundarmönnum á þeim mörgu og fjölmennu mótmælafundum sem ég tók þátt í veturinn 2008-2009.
Það er sérkennileg tilviljun að í viðtölum í fjölmiðlum við einstakt geðprýðis- og friðsemdarfólk nú um helgina, Gunnar Þórðarson og Vigdísi Finnbogadóttur, segjast þau hafa verið að fylgja sannfæringu sinni og vera hreykin af því með því taka þátt í svona aðgerðum, - hann í mótmælafundum, hún í mótmælagöngu.
Það er mjög séríslenskt fyrirbrigði að flokka mótmælafundi og mótmælagöngur sem "skrílslæti" og þátttakendur sem "skríl."
Ef slík fyrirbrigði hefðu ekki tíðkast erlendis hefði orðið lítið úr baráttunni hjá Martin Luther King, Nelson Mandela og Mahatma Gandhi að ekki sé talað um "skrílinn" sem náði að mynda mótmælafundi allt upp í meira en hundrað þúsund manns á einum fundi í aðdraganda falls Berlínarfólksins.
"Þið eruð ekki þjóðin" var svar ráðamanna sem töldu þetta fólk vera ótíndan skríl.
Við gerðum það sem þurfti að gera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll og blessaður Ómar
Mikið er ég sammála þér. Skil ekki alveg þessa umræðu hér á landi þar sem hinar rólegustu manneskjur (sbr. ég sjálf ) eru allt í einu orðnar að "anarkista skríl" ef þær láta sjá sig á mótmælafundum eða í mótmælagöngum. Það er eins og sumir haldi að það sé einhver sérstök dyggð að sitja heima í sófa og þegja þegar traðkað er á fólki, nú eða á umhverfi fólks.
Bestu kveðjur.
Ásta B (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 13:30
Þetta er allt mér að kenna... Ég viðurkenni það... *dæs* Eða þannig...
Það hefur skipulega verið gert lítið úr mótmælum á Íslandi allt síðan NATO mótmælin voru sautjánhundruð-og-súrkál. Lýðræði virðist bara vera orð, með ekkert innihald, sérstaklega hjá þeim þjónum lýðræðisins, sem við náðasamlegast fáum að kjósa á fjögurra ára fresti. Þetta hefur ekkert með lýðræði að gera; þetta er allt hinn mesti skrípaleikur.
Ólafur Skorrdal, 14.12.2009 kl. 14:10
Góð grein Ómar, furðulegt hvað mótmælendur hér á landi eru oft taldir vondir einstaklingar og allir með skrílslæti. Þetta ættu öfgahægrimennirnir hér á moggablogginu að skoða.
Skúli (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 14:43
Er ekki málið sirka svona vaxið:
"Skríll er það fólk sem tekur þátt í mótmælum og andmælir hástöfum þeim sjónarmiðum sem þú aðhyllist. Mótmælendur eða aðgerðasinnar heita þeir sem mæta á mótmælafundi og hafa hátt í samhljómi við þig"
Flosi Kristjánsson, 14.12.2009 kl. 15:06
Förum á Youtube og horfum á mótmælin þar sem fólkið notaði bara hnefana eins og Álfhildur mun hafa orðað það.
http://www.youtube.com/watch?v=zGKOcLsIskc
Kv, Bergur
Bergur (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 18:07
Það er ekki mikil mótmælahefð á Íslandi. Sjálfsagt kunnum við sem þjóð hvorki að taka þátt í mótmælum eða þola mótmæli. Þetta hefur nú breyst á þessu ári. Mótmælaganga þín fór afar vel fram á sínum tíma, það hafa mörg önnur mótmæli gert. Ég held að flestir vilji virða rétt fólks til þess að mótmæla, en ekki með því að ógna með því að dulbúast eða hylja andlit sín eða beita ofbeldi. Þeir sem hafa varið þá sem gengu hvað lengst í mótmælunum eru ekki að virða lýðræðið.
Álfheiður var gagnrýnd fyrir það að taka virkari þátt í mótmælunum inn í Alþingishúsinu. Ég hef heyrt hana ræða um mikilvægi þess að virða skoðanir minnihlutans. Hef einnig heyrt hana tala um lýðræðið. Nú þegar 70% þjóðarinnar vill ekki ríkisábyrgð á Icesavesamningunum ætti maður þá von á að svona mikill stuðningsmaður lýðræðisins myndi hafna Icesave eða krefjast þess að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla. Nei Ómar, ég þekki engan sem myndi trúa því að Álfhildur Ingadóttir tæki þá afstöðu. Sjáðu til hún mun samþykkja eins mörg álver og eins margar virkjanir og duga til þess að halda völdum.
Ég virði husjónafólk eins og Martin Luther King, Nelson Mandela og Mahatma Gandhi, en við skulum ekkert vera að blanda Álfhildi Ingadóttur í þann hóp. Þetta voru hugsjónamenn!
Sigurður Þorsteinsson, 14.12.2009 kl. 19:06
Sæll vertu Ómar,
Ég get nú ekki alveg verið sammála þér að mótmælin við lögreglustöðina hafi verið friðsöm. Í fyrsta lagi þá verða ekki slagsmál og líkamsmeiðingar í friðsömum mótmælum. Og það að reyna "frelsa" einhvern strák sem hafði verið fangelsaður af okkar yfirvaldi,það er ekki rétta leiðin heldur eigum við að treysta á dómstóla í þeim efnum. Og af því að Álfheiður var að taka þátt í ólöglegum mótmælum og árásum á lögreglu þá á hún auðvitað að biðjast afsökunar og hugsa sig alvarlega um að segja af sér. Vegna þess að þótt að hún hafi ekki sjálf beitt ofbeldi þá tók hún þátt í aðgerðum sem ollu líkamsmeiðingum og ofbeldi.
Kveðja Stefán,
Stefán Gestsson (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 19:34
Hvað segirðu um þá áráttu starfsmanna Fréttablaðsins, RÚV (þú kannast nú við þann stað) og stjórnarráðsins um að reyna að klekkja á eðlilegum og sjálfsögðum rétti fólks til að skora á forsetann um að neita Icesave lögunum staðfestingar.
Eða er það einlægur vilji þinn að við undirgöngumst þessa ólánssamninga og þess vegna sé slíkur aumingjaháttur í lagi hjá starfsmönnum þessara stofnana og fyrirtækja ??
Sigurður Sigurðsson, 14.12.2009 kl. 19:54
Meðan Sigurður talar um "Álfhildi" er ekki víst hvaða konu hann á við. Ég finn enga konu með því nafni í Símaskránni.
Ómar Ragnarsson, 14.12.2009 kl. 20:05
Það vakti athygli mína þegar Bergur kallaði Álfheiði, Álfhildi, þannig komst Álfhildur inn í bloggið mitt. Vona samt að ríkisstjórnin fari ekki að fletta símaskránni þegar hún þarf að taka þá ákvörðun hvort samþykkja eigi Icesave samninginn eða hvort vísa eigi ákvörðun um hann til þjóðarinnar. Ómar þegar þú hefur lokið lestrinum, getur þú einnig tjáð þig um þetta stóra mál eða gert eins og margir halda að Forseti okkar muni gera, þ.e. taka til fótanna.
Sigurður Þorsteinsson, 14.12.2009 kl. 20:47
Sigurður Þorsteinsson.
Það er engin þörf á að vera með þjóðaratkvæðagreiðslu hér um IceSave-reikningana.
Forseti Íslands er nú þegar búinn að samþykkja með undirskrift sinni lög um að þessir reikningar verði greiddir, bæði fyrrverandi og núverandi ríkisstjórn hafa samþykkt að greiða þá, svo og meirihluti Alþingis.
Það er því algjör þráhyggja að halda að við Íslendingar munum ekki greiða IceSave-reikningana.
"2009 nr. 96 2. september Lög um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf."
"9. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði laga nr. 121/1997, um ríkisábyrgðir, að undanskilinni 5. gr. þeirra laga, gilda ekki varðandi þá ábyrgð sem lög þessi taka til."
Ef forseti Íslands neitar að skrifa undir breytingar á þessum lögum væri hægt að afturkalla breytingarnar, eins og fjölmiðlalögin sumarið 2004.
Aðalatriðið fyrir Breta og Hollendinga er að við Íslendingar greiðum IceSave-reikningana og þeir munu ekki reyna að koma í veg fyrir að við greiðum þá.
Fjölmiðlalögin afturkölluð
Þorsteinn Briem, 14.12.2009 kl. 22:29
Steini ekki efast ég um þá fullyrðingu þína að:"Aðalatriðið fyrir Breta og Hollendinga er að við Íslendingar greiðum IceSave-reikningana og þeir munu ekki reyna að koma í veg fyrir að við greiðum þá." Spurningin snýst ekki um hvað Bretar og Hollendingar vilja, heldur um það sem við viljum.
Svo er heldur betra að fara rétt með Steini.
Forsetinn hefur skrifað undir lög um ríkisábyrgð, með fyrirvörum. Þess vegna þarf að leggja nýja ríkisábyrgð fyrir Alþingi með breyttum fyrirvörum. Verði þessi ríkisábyrgð samþykkt á Alþingi á forsetinn 3 valkosti.
1. Neita að skrifa undir lögin og þá fara þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólafur fengi þá ákveðna uppreisn æru hjá þjóðinni fyrir að vera sjálfum sér samkvæmur.
2. Skrifa undir lögin og missa endanlega trú almennings.
3. Hlaupa í felur, t.d. með því að fara í frí til útlanda. Sennilega vesti kostur Ólafs, því þá fengi hann sennilega móttökur við heimkomuna. Það yrðu engir fagnaðarfundir. Þá yrði sennilega gáfulegast fyrir hann að segja af sér.
Sigurður Þorsteinsson, 14.12.2009 kl. 22:42
Stéttarbarátta, náttúruvernd og mótmæli fyrir mannréttindum eru ekki efst á óskalista hægrimanna.
Það sést vel hjá þeim sem hér kommenta..
hilmar jónsson, 14.12.2009 kl. 23:16
"2009 nr. 96 2. september Lög um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf."
"9. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði laga nr. 121/1997, um ríkisábyrgðir, að undanskilinni 5. gr. þeirra laga, gilda ekki varðandi þá ábyrgð sem lög þessi taka til."
Ef forseti Íslands neitar að skrifa undir breytingar á þessum lögum halda þau einfaldlega gildi sínu, eins og þau hafa gert frá því í byrjun september síðastliðins.
Bretar og Hollendingar gætu að sjálfsögðu sætt sig við það, ef þeir vildu, og ekki yrði hægt að halda hér þjóðaratkvæðagreiðslu um Lög nr. 96/2009 frá 2. september síðastliðnum, heldur breytingar á þeim lögum., sem forseti Íslands gæti neitað að skrifa undir.
Og þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á þessum lögum er mjög ólíkleg, þar sem hægt yrði að afturkalla breytingarnar, ef forseti Íslands neitar að skrifa undir þær.
Þorsteinn Briem, 14.12.2009 kl. 23:23
Þráhyggja er þorska hjal
þykir engum fyndin
Björn hans Bjarna með sitt mal
bullar upp í vindinn
Kristján Logason, 15.12.2009 kl. 02:37
@Steini:
Er ég að skilja þig rétt? Skv. lögum nr. 96/2009, skiptir Stjórnarskrá Íslands engu máli, þegar kemur að samþykki eða synjunar forseta Íslands?
Skorrdal (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 19:21
Skorrdal.
"Lög nr. 96/2009 frá 2. september síðastliðnum um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf."
"9. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði laga nr. 121/1997, um ríkisábyrgðir, að undanskilinni 5. gr. þeirra laga, gilda ekki varðandi þá ábyrgð sem lög þessi taka til."
Forseti Íslands skrifaði undir þessi lög en ef hann neitar að skrifa undir breytingar á þeim gilda lögin áfram óbreytt. Og hægt væri að afturkalla breytingarnar, eins og fjölmiðlalögin sumarið 2004, án þess að þær fari í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Fjölmiðlalögin afturkölluð
Þorsteinn Briem, 16.12.2009 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.