Var fundurinn í Höfða árangurslaus?

Þegar fundi Reagans og Gorbasjofs lauk í Höfða 1986 bárust þær fréttir út um heimsbyggðina að hann hefði verið árangurslaus. Það reyndist vera mikil einföldun. 

Í ljós kom síðar að fundurinn í Höfða hafði í raun verið sá fundur þeirra tveggja sem þó bar mestan árangur þótt engin samningsniðurstaða lægi fyrir í lok hans.

Ástæðan var sú að línurnar skýrðust aldrei eins mikið og á þessum fundi og það hjálpaði til þess að marka stefnu í samkomulagsátt eftir hann. Persónuleg tengsl sköpuðust á milli leiðtoganna og annarra í sendinefndunum sem lögðu grunn að árangri síðar. 

Svipað gæti orðið uppi á teningnum í lok ráðstefnunnar í Kaupmannahöfn. Í aðdraganda hennar og á henni sjálfri hafa línur skýrst mjög og lögð hafa verið fram loforð hinna ýmsu þjóða varðandi það sem þær eru tilbúnar að gera.

Annað eins safn þjóðarleiðtoga hefur vart sést áður á sama stað og það er mikilvægt.  

Þó það hrökkvi ekki til núna er vonandi að Kaupmannahafnarfundurinn geti orðið að jafn merkum viðburði og Reykjavíkurfundurinn var fyrir 23 árum.  


mbl.is Ekkert samkomulag í ár?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Steingrímur Hermannsson  þáverandi forsætisráðherra þegfar fundurinn var í Höfða sagði frá því í bók sinni  um árið - að hann hefði spurt Nixon í prívat samtali hvaða árangur hann teldi að yrði af fundinum í Höfða og Regan hafi svarað - eftir smá umhugsun:

"Ég geri ráð fyrir að Flugleiðir fái a.m.k lendingarleyfi í Boston"....

Smá dæmi um árangur.....

Kærar þakkir Ómar  fyrirbaráttu þína fyrir þjóðina og að hafa sýnt okkur alla fallegu staðina í "Stiklunum"  úr "Frúnni" og  fleira.  Jólakveðja til þín  Kristinn Pétursson

Kristinn Pétursson, 17.12.2009 kl. 15:12

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir jólakveðjuna, Kristinn.

Ómar Ragnarsson, 17.12.2009 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband