Eru Ólympíuleikarnir 1980 gleymdir?

Fyrir réttum þrjátíu árum báðu handbendi Rússa í Afganistan Rússa um hernaðaraðstoð. 

Þeir áttu í höggi við Mujaheedin-hreyfinguna, múslimska hreyfingu sem vildi ríghalda í óbreytt múslimskt þjóðfélag án réttindabóta fyrir konur. 

Rússar réðust þá með her sinn inn í Afganistan og var það réttlega fordæmt um allan heim enda fór í hönd hernaður sem kostaði eitthvað á bilinu 600 þúsund til tveggja milljóna manna lífið.

Bandaríkjamenn stóðu fyrir því að refsa Rússum fyrir þetta meðal annars með því að Bandaríkin og fleiri stórar þjóðir sniðgengu Ólympíuleikana í Moskvu 1980.

Að mínum dómi var það rangt að blanda pólitík á þann hátt inn í þennan stóra íþróttaviðburð.

Rússar urðu tíu árum síðar að hætta við hernaðinn í Afganistan eftir sneypuför og mikið mannfall  enda réðu þeir ekki við múslimana, Talibanana, sem Bandaríkjamenn studdu eins og þeir gátu.

2001 var staðan breytt. Þeir sömu múslimsku heittrúarmenn stóðu þá á bak við hryðjuverkaárásir á New York og fleiri staði og nú var komið að Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra að ráðast inn í Afganistan.

Ekki er að sjá að sá hernaður gangi mikið betur en hernaður Rússa hér á árum áður.

Það er mótsagnakennt að Bandaríkjamenn skuli nú leita til Rússa um stuðning í hernaði gegn Talibönum sem Rússar voru fyrrum fordæmdir fyrir að herja á.

Rússar hafa líka hlotið fordæmingu í framgöngu þeirra í Tsjetseníu sem þeir réttlæta með því að það sé liður í baráttunni við hryðjuverkamenn. Rússneska þjóðin hefur líklega ekki gleymt því hvernig hernaðurinn þeirra var skilgreindur 1980 og gerð atlaga að Ólympíuleikunum í pólitísku skyni, sem margir Rússar tóku sem sérstaka móðgun við sig sem þjóð.

Þessar minningar valda því kannski að tregða er til að hjálpa fyrrum gagnrýnendum og refsivöndum vegna stríðs í Afganistan. Marga grunar að jafnvel þótt Bandaríkjamenn réðu algerlega yfir öllu landinu myndi það ekki nægja til að stífla uppsprettu hryðjuverkahreyfinganna.


mbl.is Tókst ekki að sannfæra Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband