18.12.2009 | 11:53
Munið þið eftir "bankaráni aldarinnar"?
Nú, þegar endurreisn íslensku viðskiptabankanna er sagt vera lokið, er fróðlegt að líta á nokkrar uppákomur, sem urðu í hruninu, aðdraganda þess og eftir það, og bera þær saman við það sem síðar hefur gerst.
Daginn eftir að Seðlabankinn tók yfir 75% af Glitni kom einn forráðamanna bankans grátbólginn í fjölmiðla og sagði að þetta væri "bankarán aldarinnar"!
Síðar hefur komið í ljós að bankinn var þá fyrir allnokkru dauðadæmdur og að Seðlabankinn hefði gert best með því að láta hann bara rúlla í stað þess að lengja dauðastríð hans um örfáa daga.
Upphrópunin verður þeim mun fáránlegri í eyrum okkar nú þegar við sjáum að í stað þess að Glitni hafi verið rænt hafi þetta í raun verið vonlaus gjöf Seðlabankans til hans og algerlega út í loftið, þ. e. að þessir peningar séu ekki einasta tapaðir, heldur hafa þeir nú lagst ofan á skuldir ríkissjóðs.
Með öðrum orðum: Stjórn Seðlabankans rændi óvart eigin banka þessum fjármunum og gerði gjaldþrot hans enn verra en það hefði þurft að vera.
En það voru fleiri en eigendur Giltnis sem grétu þessa daga og kenndu Seðlabankanum um allt sem illa fór.
Björgólfur Thor kom í Kastljós og lýsti þeirri ósvinnu Seðlabankans að hafa ekki hent gríðarfjárhæð umyrðalaust inn í Landabankann til þess að liðka fyrir flýtimeðferð Breta við að koma starfsemi hans í Bretlandi í umgerð dótturfélags hans í Bretlandi.
Til sannindamerkis um að þetta hefði bjargað Landsbankanum nefndi Björgólfur að einn helsti yfirmaður breska fjármálakerfisins hefði verið kallaður út umrædda helgi í aukavinnu til þess að vinna að þessu.
Þegar sýndur var á dögunum þáttur BBC um hrunið kom hins vegar í ljós að þessar nætur unnu bresk stjórnvöld í kapphlaupi daga og nætur við það að bjarga eigin fjámálakerfi og þar með alls heimsins.
Í ljósi þessa er afar ólíkleg sú saga Björgólfs að útköll embættismanna hafi verið vegna Landsbankans.
Nú hefur komið í ljós að bresk stjórnvöld hófu að kyrrsetja eignir íslenskra banka næstum viku áður en hryðjuverkalögunum var beitt.
Einnig liggur fyrir að forráðamenn Landsbankans drógu lappirnar í hálft ár áður en þetta gerðist við að koma starfsemi bankans erlendis yfir í dótturfélög.
Þeir hunsuðu tilmæli Davíðs Oddssonar hálfu ári fyrr um að láta ekki yfirvofandi hrun starfsemi bankans erlendis bitna á íslensku þjóðinni.
Ummæli Björgólfs í umræddu Kastjósviðtali voru í sama anda og upphrópun Glitnismannsins viku fyrr um "bankaán aldarinnar."
Nú liggur fyrir að hjálparaðgerðir Seðlabankans þegar hann í örvæntingu keypti ónýt ástarbréf bankanna vikurnar og mánuðina fyrir hrunið hafi í raun verið Seðlabankarán aldarinnar, þ. e. gert gjaldþrot hans sjálfs miklu verra og dýrkeyptara fyrir ríkissjóð og þar með þjóðina en það hefði þurft að verða.
Endurreisn bankanna lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar og takk fyrir þetta yfirlit. Þetta er allt saman hárrétt hjá þér og hárrétt ályktað hjá þér. Og það er mjög gott að þú rifjar upp að Bjórgólfur vildi fá meiri ríkisaðstoð á þessum tíma og taldi að það myndi bjarga Landsbankanum. Nú er löngu ljóst að það hefði í mesta lagi lengt lífdaga bankans um nokkra daga og gert skellinn enn stærri þegar hann féll. Því einhvern veginn virðist mönnum hafa tekist ágætlega að koma öllu fé í lóg sem fékkst í Seðlabankanum í aðdraganda hrunsins. Það þarf að leita að þessum peningum sem fóru í banka þeirra Bjórgólfs og Jóns Ásgeirs og Kaupþing.
En þessi pistill þinn er góður og þarfur, ekki bara sem sögulegt yfirlit, heldur líka núna þegar Bjórgólfur er að fara af stað með nýtt gagnaver í Reykjanesbæ sem á að vera ríkisstyrkt skv. frumvarpi Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra þrátt fyrir þessa fyrri reynslu af viðskiptum við hann, og þrátt fyrir að hann hefur skilið Íslendinga eftir í súpunni með Icesave og Landsbankann, án þess einu sinni að hafa klárað að borga bankann þegar hann keypti hann.
Ég skil ekki hversu miklir einfeldningar þetta blessaða fólk í ríkisstjórninni getur verið þegar það gleypir við þessari nýju viðskiptahugmynd eins og það sé óskeikult gróðadæmi, en þarf samt ríkisaðstoð frá fyrsta degi!! Það er nauðsynlegt að fara að gera einhverjar gæðakröfur til þeirra sem fá að fara á þing, allavega þeirra sem verða ráðherrar. Mér finnst nauðsynlegt að það verði sett einhverjar lágmarkskröfur um greindarvísitölu fyrir þá sem setjast í þessa stóla, allavega að menn geti sýnt fram á að ná 100 stigum, sem er víst talið vera meðaltal á greindarvísitölu manna.
Jón Pétur Líndal, 18.12.2009 kl. 12:22
Man eftir þegar Jón Ásgeir sagði þetta bankahrun aldarinnar. Trúði honum þá vegma þess að að ég hef alltaf haft trú á pabba hans. En svo bregðast krosstré..!
Haraldur Bjarnason, 18.12.2009 kl. 16:38
Ætlaðu að skirfa "bankarán" en ekki bankahrun.
Haraldur Bjarnason, 18.12.2009 kl. 16:42
Það er nú harla einkennilegt að sumir vilji ekki fá erlendan gjaldeyri frá Björgólfi Thor í gagnaver, sem kaupir hér árlega mikið af raforku, greiðir hluta af rekstrarkostnaði DanIce-sæstrengsins, flytur út þjónustu fyrir mikinn erlendan gjaldeyri á hverju ári og skapar atvinnu fyrir fjölda fólks í Reykjanesbæ, þar sem nú er mikið atvinnuleysi.
Sömu menn seldu hins vegar fisk og ullarvörur í stórum stíl áratugum saman til glæpamanna í Sovétríkjunum og unnu á Miðnesheiði hjá bandaríska hernum, sem murkaði meðal annars lífið úr almenningi í Víetnam.
Hvorutveggja þótti fínt hér á bestu bæjum og á þessum viðskiptum byggðust meðal annars Keflavík, Akureyri, Mosfellsbær, öll sjávarþorp landsins og íslenskur landbúnaður.
Þorsteinn Briem, 18.12.2009 kl. 21:29
Steini,
Með þessari hundalógik sem þú notar til að verja viðskifti við BTB, þá hefði alveg eins mátt ráða Josef Mengele sem lækni á Landsspítalann.
Hann þótti jú nokkuð slyngur læknir.
"Sama hvaðan gott kemur", ekki satt?
einsi (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 22:00
Steini, það er nú harla einkennilegt að sumir vilji láta Björgólf Thor plata sig aftur í viðskiptum með því að trúa yfirlýsingum hans um hvað hann sé snjall og skapi mörg störf og mikinn gróða.
Hver vill ekki fá erlendan gjaldeyri frá Bjórgólfi Thor? Ég vil fá fullt af gjaldeyri hjá honum. Hann á bara að byrja á að koma með nokkra milljarða evra til að borga Icesave. Klára það mál áður en við hjálpum honum aftur.
Ertu búinn að gleyma að Björgólfur lýsti því yfir að hann ætlaði sér stóra hluti með Landsbankann þegar hann keypti hann. Þá var því fjálglega lýst hvað aðkoma Björgólfs að bankanum myndi skila mörgum störfum og miklum gjaldeyri þegar hann færi að efla bankann og færa út kvíarnar. Hvað kom út úr því?? Hann kláraði ekki einu sinni að borga kaupverðið áður en bankinn fór á hausinn og við fengum Icesave í arf og aðrir viðskiptavinir hans ennþá stærri skelli. Hvað hefurðu fyrir þér í því að þetta gagnaver sé betra dæmi fyrir Ísland en sala Landsbankans???
Hingað til hefur Björgólfur bara flutt út mikinn gjaldeyri, safnað miklum skuldum sem hafa fallið á íslenska ríkið, valdið fjölda fólks fjárhagstjóni, gert Íslendinga að hryðjuverkamönnum og aðhlátursefni erlendis.
Það er nú líka svoldið fyndið að þú segir í athugasemd þinni. "Sömu menn seldu hins vegar fisk og ullarvörur í stórum stíl áratugum saman til glæpamanna í Sovétríkjunum og unnu á Miðnesheiði hjá bandaríska hernum, sem murkaði meðal annars lífið úr almenningi í Víetnam."
Þetta er nú auðvitað í sjálfu sér rangt hjá þér því að mestu ert þú að tala um liðna tíð og annað fólk en býr nú í Reykjanesbæ, en samt koma þessi rök líka dálítið í hausinn á þér aftur því á þessum tíma, þegar herinn kom og viðskiptin við Rússa hófust og stórum hluta þessa tímabils var nú Ólafur Thors, frændi Björgólfs á þingi og m.a. forsætisráðherra í um 12 ár alls og sá maður sem mestu réð um að þessi rússaviðskipti viðgengust og að Íslendingar hefðu vinnu á vellinum. Þannig að ef þú telur þetta vera einhver rök í málinu, þá er það helst á þann veg að Björgólfur sé þannig ættaður að varast beri að eiga viðskipti við hann. Enda má svo sem segja á sama hátt um hann og þú segir um þá sem gagnrýna fyrirhuguð viðskipti við hann að hann hafi átt viðskipti við rússneska glæpamenn.
Jón Pétur Líndal, 18.12.2009 kl. 23:00
Einsi.
Í fyrsta lagi hefur Björgólfur Thor ekki drepið nokkurn mann, svo ég viti til, og enda þótt hann hefði gert það útilokar það ekki að íslenska ríkið eða aðrir eigi viðskipti við hann.
Bandaríski herinn drap hins vegar fjöldann allan af saklausu fólki í Víetnam þegar Íslendingar unnu áratugum saman í herstöð Bandaríkjanna á Miðnesheiði. Og sama var uppi á teningnum með Sovétmenn, bæði heima hjá þeim í Sovétríkjunum og öðrum löndum.
Samt seldum við árlega meðal annars 100 þúsund tunnur af saltsíld og 100 þúsund trefla til Sovétríkjanna og áttum mikil viðskipti við yfirstéttina (nomenklatúruna) í Austur-Þýskalandi, sem var nú ekki skárri en yfirstéttin í Sovétríkjunum, sem við áttum öll þessi viðskipti við. Og það var nú ekki eins og Íslendingar hefðu fyrst uppgötvað það eftir að Sovétríkin og Austur-Þýskaland hrundu.
Og að líkja Björgólfi Thor við doktor Mengele er beinlínis hálfvitalegt.
Þorsteinn Briem, 18.12.2009 kl. 23:26
Þettað er nokkuð góð úttekt,en ætla að mynna þig á það sem Ingimundur Seðlabankastjóri sagði á vefriti bankans útlán okkar voru í samræmi við reglur Seðlabanka Evrópu ef eitthavað er þá heldur þrengri,en með setningu hryðjuverkarlaganna færðust þau aftar í forgangsröðun Seðlabankinn væri sennilega á núlli ef hryðjuverkarlögin héldu ekki.Hvað Icesave varðar er það á ábyrgð Fjármálaeftirlitisins
Guðmudur Kr. Þórðarson (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 23:36
Steini,
Það er óþarfi að snúa út úr skrifum mínum. Lestu aftur.
En ég ítreka "Sama hvaðan gott kemur", ekki satt???
einsi (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 00:50
Jón Pétur Líndal.
Björgólfur Thor á minnihluta í Verne Global, sem stofnað var í janúar 2007 og kaupir 25 megavött af raforku af Landsvirkjun. Félagið hefur einnig samið við Farice um flutningsrými í sæstrengjunum Farice-1 og Danice, samtals 160 gígabit á sekúndu.
Fjárfesting félagsins hérlendis næstu fimm árin nemur tuttugu milljörðum króna, stefnt er að því að starfsemi félagsins á Ásbrú í Reykjanesbæ hefjist í sumar og þar skapist 100 störf.
Verne Global er í eigu Novators, fjárfestingarfélags Björgólfs Thors, og bandaríska fjárfestingarsjóðsins General Catalyst Partners.
"Verne Global is a wholesale data center developer based in Keflavik, Iceland, and Washington, D.C. The company is a joint venture between Novator and General Catalyst Partners."
Joint venture - Wikipedia
General Catalyst Partners - Wikipedia
Verne Global – Iceland's Green Data Center
Þorsteinn Briem, 19.12.2009 kl. 02:06
Steini. Ég prófaði að fletta General Catalyst Partners upp á netinu, ekki á Wikipedia samt, sem er vefsíða sem þeir geta sjálfir sett þær upplýsingar á sem þeir kæra sig um.
Það fyrsta óháða sem ég fékk upp var þetta hér: http://boston.bizjournals.com/boston/stories/2009/03/09/story10.html
Í þessari grein kemur ýmislegt fróðlegt fram. T.d. að
1. Fjárfesting í gagnaverinu er áætuð 306 milljónir dollara, ca. 38-39 milljarðar króna en ekki 75-80 eins og haldið hefur verið fram hérlendis undanfarið.
Ef þetta er rétt er verið að ljúga að Íslendingum um áhrif þessarar fjárfestingar og stærð hennar.
2. Það kemur líka fram (haft eftir David Fialkow and Verne CEO Jeff Monroe) að Vilhjálmur Þorsteinsson hafi vegna tungumálaörðugleika (blaming the suggestion of a delay on translation issues) haldið því fram við íslenska fjölmiðla að starti gagnaversins yrði frestað um 1. ár.
Þetta bendir til að annaðhvort skilji Vilhjálmur ekki alveg hvað hann er að gera eða að samstarfsmenn hans séu orðnir svo aðþrengdir fjárhagslega að þeir hafi ekki þol til að bíða með þetta gagnaver í eitt ár eins og Vilhjálmur hélt að stæði til og bera því fyrir sig tungumálamisskilningi hans til að útskýra þetta og fela raunverulega ástæðu.
3. Í greininni er því haldið fram að GCP sé búið að fjárfesta mikið í þessu gagnaveri. Viðmælendur viðurkenna að svo sé og að félagið sé skuldugt þess vegna án þess að vilja nefna nokkrar fjárhæðir í því sambandi.
Þetta styður ályktanir í næsta lið hér á undan um að þetta séu ekki sterkir aðilar fjárhagslega.
4. Í þessari grein fullyrða forsvarsmenn General Catalyst Partners að þetta gagnaver geti boðið miklu ódýrari þjónustu en nú er í boði á þessum markaði og þar að auki séu þeir að bjóða upp á "grænt" gagnaver. Þeir ætla að markaðssetja sig í Evrópu.
Ef þetta er rétt, af hverju þarf þá sérstök skattafríðindi líka? Ef orkan er græn og skítbilleg og þetta verður hvort sem er ódýrasta gagnaverið á markaðnum, eins og fullyrt er, af hverju þurfum við þá að styðja sérstaklega við það þar að auki?? Af hverju á Ísland í ofanálag að niðurgreiða þetta sérstaklega. Þetta atriði þarfnast alvarlegrar skoðunar.
5. Það hefur verið vaxandi eftirspurn eftir gagnaversþjónustu undanfarin ár en nú er því spáð að erfitt verði að finna nýja kúnna á þessum markaði á næstunni. Þetta kemur líka fram í greinni og vísað í óháðan aðila um þetta.
Ef þetta er rétt þá bendir það til að á næstunni sé ekki eftirspurn eftir þessu gagnaveri. Af hverju liggur þá þessi ósköp á? Er eitthvað bogið við þetta eða eru einhverjar eðlilegar skýringar á af hverju menn vilja flýta sér að byggja gagnaver sem fær líklega enga kúnna??
Í annarri grein á sama vefsvæði kemur fram að General Catalyst Partners sé fyrirtæki sem gerir út á að starta nýjum fyrirtækjum og selja þau svo.
Ef þetta er rétt þá væri kannski ráð að skoða beiðni um skattaívilnanir í því ljósi. Er þá ekki bara verið að biðja um þær til að stofnendur geti selt sína hluti með meiri hagnaði en ella ef tekst að finna fleiri fjárfesta þegar þetta er komið í gang.
Allavega verð ég að segja að þessi fyrsta grein sem poppaði upp á skjáinn hjá mér bendir til að ekkert sé sem sýnist í þessu máli heldur sé þetta allt þess eðlis að sérstaklega vel þurfi að skoða málið og upplýsa þjóðina um það áður en samið verður um eitthvað við þessa aðila.
Jón P. Líndal (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 10:24
Jón P. Líndal.
Gagnaverið á Ásbrú í Reykjanesbæ verður byggt upp á nokkrum árum og heildarkostnaður við fjárfestinguna í íslenskum krónum fer að sjálfsögðu eftir gengi krónunnar gagnvart bandaríkjadal og hversu stórt gagnaverið verður að lokum.
"Þegar verkefninu er lokið er gert ráð fyrir allt að fjórum aðaltölvuverum og nokkrum stuðningsbyggingum sem hýsa meira en 20 þúsund fermetra tæknirými og nota 80-140 MW raforku til að knýja og kæla tölvubúnað."
Ekki er heldur vitað hver endanlegur kostnaður verður við að reisa álverið í Helguvík. Álver ganga kaupum og sölum, álverið í Straumsvík er nú mun stærra en það var í upphafi og Alcan á Íslandi hf. er nú hluti af Rio Tinto Alcan, fjölþjóðlegu fyrirtæki sem er stærsti álframleiðandinn í heiminum.
"Verne Global er í eigu Novators, fjárfestingarfélags Björgólfs Thors, og bandaríska fjárfestingarsjóðsins General Catalyst Partners, sem stofnaður var árið 2000."
General Catalyst Partners: Private Company Information - BusinessWeek
"The firm, which is based in Cambridge, Massachusetts, was founded in 2000. The firm has raised approximately $1.6 billion [203 milljarðar króna á núvirði] since inception across five funds including a $600 million [76 milljarðar króna á núvirði] venture capital fund raised in 2007."
General Catalyst Partners - Wikipedia
CCP á Grandagarði í Reykjavík selur yfir 300 þúsund manns í öllum heiminum áskrift að Netleiknum EVE Online fyrir sjö milljarða króna á ári, sem nægir til að greiða laun allra verkamanna í öllum álverunum hér. Erlendir eigendur álveranna greiða hér laun í íslenskum krónum, sem nú kostar þá tvisvar sinnum lægri upphæð í erlendum gjaldeyri en í árslok 2007.
Álverið í Helguvík í Reykjanesbæ fær hér skattaívilnanir og því er engan veginn óeðlilegt að gagnaverið á Ásbrú í sama bæjarfélagi fái einnig slíkar ívilnanir.
Lög nr. 51/2009 um heimild til samninga um álver í Helguvík
Frumvarp til laga um heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ
Gagnaverið á Ásbrú notar allt að 140 MW raforku og samkvæmt Norðuráli, eiganda álversins í Helguvík, þarf það 625 MW raforku þegar það er komið í fulla stærð, 360 þúsund tonna framleiðslu á ári. Það er um fjórum sinnum meiri raforka en gagnaverið þarf, miðað við að það noti 140 MW, en álverið í Helguvík verður reist í tveimur áföngum.
Og "að meðaltali má reikna með um eitt þúsund mannárum við framkvæmdir við 90 MW virkjun."
Raforka og kæling er hins vegar ódýr hérlendis og því er hagkvæmt að reisa hér gagnaver, auk þess sem við eigum hér vel menntaða tölvunarfræðinga, rafeindavirkja og verkfræðinga, sem þurfa að fá hér vellaunuð störf við þeirra hæfi. Og af þeim greiða þeir tekjuskatt til ríkisins og útsvar til sveitarfélagsins.
"Gríðarmiklum búnaði verður komið fyrir í húsnæði Verne Global á Ásbrú. Skemmurnar hýsa öflug kæli- og varaaflskerfi, tölvubúnað, netþjóna og gagnageymslur fyrir alþjóðlega stórnotendur. Verne Global útvegar þeim örugga aðstöðu, orku og nettengingar og á meðal þeirra sem geta notfært sér þessa þjónustu eru netveitur, fjármálafyrirtæki, smásölufyrirtæki og kvikmyndaver."
"Verne Global [á Ásbrú] is a mere 18 milliseconds from London and as low as 36 milliseconds from New York. The Farice 1 cable to the U.K. has a capacity of 0.72 terabits per second and has operated with no impact since its original installation in 2003. And Tele-Greenland fiber optic cable connects Iceland to Canada and the northeast United States with a total capacity of 1.9 terabits per second."
Verne Global – Iceland's Green Data Center
"Vilhjálmur Thorsteinsson is also the Chairman of the Board of CCP Games, producer of the multiplayer virtual world EVE-Online, and a senior partner at Teton Capital, a macro hedge fund in Reykjavik, Iceland. He serves on the board of several IT-related startup companies and is a deputy board member of Audur Capital.
Thorsteinsson previously served on the board of public IT group Kögun hf. and several subsidiaries, in Iceland, Sweden, Denmark, Norway and the U.S. He has been active in the information and communications technology sector for a quarter of a century in the U.K., Netherlands and Iceland, originally as a software designer, architect and CTO before moving to business management."
Verne Global – Iceland's Green Data Center
Þorsteinn Briem, 19.12.2009 kl. 16:59
Norðurál ehf. á Grundartanga er í eigu Century Aluminum, sem er með höfuðstöðvar í Monterey í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Century Aluminum eignaðist Norðurál í apríl 2004 en það var dótturfyrirtæki Columbia Ventures Corporation með höfuðstöðvar í Vancouver í Washingtonfylki í Bandaríkjunum.
Century Aluminum
Samkvæmt Norðuráli má ætla að útblástur gróðurhúsaloftegunda miðað við 180 þúsund tonna álframleiðslu árið 2004 hafi verið rétt tæp 300 þúsund tonn.
Century Aluminum ætlar hins vegar að reisa tvisvar sinnum stærra álver í Helguvík, sem framleiðir 360 þúsund tonn af áli á ári og verður því stærra en Fjarðaál við Reyðarfjörð, sem framleiðir 346 þúsund tonn af áli á ári.
Heildarígildi CO2-losunar var því 1,66 tonn fyrir hvert framleitt tonn af áli árið 2004, og upplýsingar um útblásturinn má finna á Útblástursmælingar
Mengun frá Norðuráli á Grundartanga
Norðurál - Wikipedia
Þorsteinn Briem, 19.12.2009 kl. 18:38
Sæll Steini og takk fyrir allar þessar upplýsingar. Þetta er mjög fróðlegt og greinargott hjá þér. Samanburðurinn við álverin er líka góður og gott að þú ert að rifja upp skattaívilnanir til þeirra. Það er nú annar skandall sem þarf að taka á líka. Þrátt fyrir að verðmæti lands sem notað er undir virkjanir vegna stóriðju sé metið á 0 kr. og endalaus skattfríðindi veitt orkufyrirtækjum vegna virkjana og ríkisábyrgðir á lánum þar að auki þá hafa orkufyrirtækin safnað gríðarlegum skuldum sem við eigum eftir að borga sjálf í miklu hærra orkuverði til einstaklinga. En þó menn hafi margoft samið af sér vegna álvera og virkjana fyrir þau þá er það engin afsökun til að gera það líka fyrir gagnaver. Og þrátt fyrir álver og virkjun fyrir austan er fjárhagur sveitarfélaganna kominn í rúst, fólki fækkar á svæðinu og fullt af þeim fyrirtækjum sem þarna störfuðu áður farin á hausinn. Þannig að allar þessar töfralausnir eru nú engar töfralausnir þegar upp er staðið.
En þrátt fyrir allar þessar upplýsingar sem þú tínir til varðandi þetta gagnaver sé ég nú ekkert sem bendir til að þetta sé eitthvað öðruvísi og betra en t.d. kaup Björgólfs á Landsbankanum fyrir nokkrum árum. Og það kemur ekkert fram í þessum upplýsingum sem útskýrir eða hrekur það sem ég tíndi upp úr þessari grein sem ég vitnaði í í síðustu athugasemd minni.
Jón Pétur Líndal, 19.12.2009 kl. 20:00
Álverið í Helguvík, fyrsti áfangi kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík og gagnaverið á Ásbrú þurfa um 800 MW af raforku.
"Um 1.100 störf skapast meðan á framkvæmdum þessara þriggja verkefna stendur. Í verunum sjálfum skapast um 500 störf og 1.200 störf vegna hliðaráhrifa."
Gagnaver Verne Global á Ásbrú í Reykjanesbæ mengar ekki eins og álver og þarf að sjálfsögðu ekki á höfn í Helguvík að halda eins og álverið þar en höfnin kostar um tvo milljarða króna.
Höfn í Helguvík kostar um tvo milljarða króna
Hins vegar ætlar Icelandic Silicon Corporation að framleiða árlega 50 þúsund tonn af kísilmálmi í verksmiðju sinni í Helguvík og þarf rúmlega 30 MW raforku til framleiðslu á 25 þúsund tonnum í fyrsta áfanga verksmiðjunnar. Í fyrra var búið að tryggja 109 milljónir evra, eða 20 milljarða króna á núvirði, til að reisa fyrsta áfangann.
Ársframleiðsla kísilmálmverksmiðjunnar losar um 180 þúsund tonn af koltvísýringi.
20.11.2009: "The Environment Agency of Iceland has granted the Icelandic Silicon Corporation license to operate a factory at Helguvík, Iceland Review reported on September 11. The license entails a production of up to 50 thousand tonnes per year of raw silicon, and up to 20 thousand tonnes per year of silicon dust."
Icelandic Silicon Corporation
Kísilmálmverksmiðja í Helguvík - Myndband
Níutíu störf í fyrsta áfanga kísilmálmverksmiðju í Helguvík
Mat á umhverfisáhrifum vegna framleiðslu kísils í Helguvík
19.11.2009: Century Aluminum ætlar að hefja fullar framkvæmdir við álverið í Helguvík nú í vor og álframleiðsla hefst þar árið 2012, að sögn Mike Bless, fjármálastjóra fyrirtækisins.
19.11.2009: "Ágúst Hafberg hjá Norðuráli segir að ætlunin sé að byggja álverið [í Helguvík] í fjórum níutíu þúsund tonna áföngum og hagkvæmast sé fyrir fyrirtækið að tólf til fimmtán mánuðir líði á milli þess að áfangarnir séu teknir í notkun."
Gagnaver Verne Global á Ásbrú við Keflavíkurflugvöll þarf fullbúið allt að 150 MW og skapar hundruð starfa, segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Viðtal við Árna Sigfússon um gagnaver Verne Global á Ásbrú - Myndband
Verne Global í viðræðum við IBM um gagnaver
Iðnaðarráðherra leggur fram frumvarp til laga um gagnaver á Ásbrú
14.3.2009: "Orkufyrirtækin sáu sér hag í því að fá þessa starfsemi til landsins og lögðu fram tæplega 1,5 milljarða kr. í hlutafé í Farice og ríkið lagði fram tæpar 400 milljónir kr.
Í fjárlögum þessa árs er síðan heimild fyrir ríkið að ábyrgjast 5 milljarða króna lán vegna sæstrengsins og hefur það auðveldað fjármögnun."
Fréttaskýring: Tekjur af sæstrengnum Danice
26.10.2009: "Síminn hefur nú tekið í notkun útlandatengingu um nýja Danice-sæstrenginn sem liggur á milli Íslands og Danmerkur. Eftir þessa stækkun hefur Síminn um það bil tvöfaldað bandbreiddina til og frá Íslandi frá því í byrjun þessa árs.
Hinir þrír sæstrengirnir eru Farice, Cantat-3 og Greenland Connect en Síminn tengdist þeim síðastnefnda fyrir nokkrum vikum um Grænland og vestur um haf."
Bandbreiddin tvöfölduð
1.10.2009: Grein Sigmundar Einarssonar jarðfræðings með töflum og korti:
Hinar miklu orkulindir Íslands- Getum við virkjað endalaust?
Kostnaður við fyrstu fjóra áfanga Suðvesturlínu verður um 27 milljarðar króna, miðað við verðlag í janúar 2009, en kostnaður vegna fimmta áfangans liggur ekki fyrir.
Álit Skipulagsstofnunar vegna Suðvesturlína - Sjá kort neðst á síðunni
Norðurál 12.10.2009: "Í dag liggur fyrir mat á umhverfisáhrifum á virkjunum á Reykjanesi, Hellisheiði og í Þjórsá sem áætlað er að muni skila 760 MW. Innifalið í þessari tölu eru ekki virkjanamöguleikar í Gráuhnjúkum og Eldvörpum, þar sem þegar eru til borholur sem skilað hafa mikilli orku. Talið er að þessi svæði muni skila a.m.k. 100 MW.
Að auki gæfi Norðlingaölduveita, sem þegar hefur farið í gegnum umhverfismat, verulega aukna orku til virkjana Landsvirkjunar í Þjórsá. Sú orka jafngildir um 80 MW virkjun.
Þá er enn ótalið Krýsuvíkursvæðið, sem samkvæmt Rammaáætlun um nýtingu vatnsorku og jarðvarma inniheldur 5 jarðhitasvæði sem hvert um sig gæti gefið um 100 MW eða 500 MW samtals. Við þetta má svo enn bæta við að Landsvirkjun á þó nokkra óselda orku í sínum kerfum í dag.
Ef allir þessir virkjanakostir eru lagðir saman fæst að orkuöflun sem þegar er á teikniborðinu á Suðvesturlandi nemur um 1.500 MW. Álver í Helguvík þarf 625 MW þegar það er komið í fulla stærð, eða um 40% af ofangreindum áformum.
Norðurál: Yfirdrifin orka til fyrir álverið í Helguvík
Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma
30.10.2009: Niðurstaða Skipulagsstofnunar um sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum Suðvesturlína
Þorsteinn Briem, 20.12.2009 kl. 01:45
Enda þótt CCP selji rúmlega 300 þúsund manns um allan heim áskrift að Netleiknum EVE-Online fyrir um sjö milljarða króna í ár fjárfestir fyrirtækið ekki fyrir 20 milljarða króna í Verne Global á Ásbrú næstu fimm árin, fjóra milljarða króna á ári.
7.4.2009: Tekjur tölvufyrirtækisins CCP námu 46,5 milljónum bandaríkjadala, um sex milljörðum króna, í fyrra en þá nam hagnaður félagsins rúmlega fimm milljónum dala, um 640 milljónum króna. Árið 2007 var hagnaðurinn hins vegar tæplega þrjár milljónir dala og jókst því um 66% á milli ára.
Hagnaður CCP eykst verulega
Gagnaver Verne Global á Ásbrú mengar ekki eins og álver og er mun ódýrara fyrir Reykjanesbæ og íslenska ríkið en álverið í Helguvík, þar sem gera þarf höfn fyrir álverið fyrir tvo milljarða króna, en gagnaverið þarf ekki á höfn að halda fyrir sína starfsemi.
Álverið í Helguvík hefur nú þegar fengið hér skattaívilnanir, samkvæmt lögum, og því væri það óeðlileg mismunun ef Verne Global á Ásbrú fengi ekki einnig skattaívilnanir hér, enda kaupir það allt að 150 MW af raforku og skapar hér nokkur hundruð bein og afleidd störf.
Meðalfjölskylda notaði hér 4.400 KWh af rafmagni árið 2008 fyrir 52.400 krónur, eða 144 krónur á dag, sem er um 30% lægra verð en árið 1997, en verð á raforku frá Orkuveitu Reykjavíkur til heimilisnota er nú 9,49 krónur fyrir kílóvattstundina.
Verðskrá Orkuveitu Reykjavíkur
Raforkuverð á Íslandi 1997-2008
Vegna ódýrrar raforku og kælingar er mun hagkvæmara að reka hér gagnaver en til dæmis í Bandaríkjunum og Evrópu og þörfin fyrir gagnaver stóreykst ár frá ári í heiminum vegna síaukins niðurhals af Internetinu.
Í gagnaverum er meðal annars geymd tónlist, tölvuleikir, myndir, myndbönd og bíómyndir, fólk hleður þeim niður heima hjá sér í stórauknum mæli og gagnabankar leitarvéla eins og Google eru geymdir í gagnaverum.
"Á lista tímaritsins Fortune er IBM í 14. sæti, miðað við veltu síðasta árs upp á 103 milljarða dollara, um 13 þúsund milljarða króna."
Verne Global á Ásbrú í viðræðum við IBM
Nýleg grein í New York Times Magazine fjallar meðal annars um gagnaver sem hýsa til dæmis bloggsíður, Google, Facebook, Twitter, YouTube, Flickr, Hotmail, Gmail, LinkedIn, Wikipedia, kauphallir, veðurlíkön, olíuleitarútreikninga, krítarkortafærslur, erfðamengi mannsins og tölvurnar sem teiknuðu Wall*E.
Um 2% af allri raforku sem notuð er í Bandaríkjunum fer til gagnavera og hlutfallið fer hækkandi. Í gagnaveri í hlýju loftslagi þarf 80W af raforku til að kæla niður hver 100W sem notuð eru í tölvunum sjálfum en hérlendis einungis tæplega 20W, enda einungis örfáa daga á ári sem hér þarf að nota orku til að breyta hitastigi lofts úr umhverfinu.
"Data centers worldwide now consume more energy annually than Sweden. And the amount of energy required is growing, says Jonathan Koomey, a scientist at Lawrence Berkeley National Laboratory. From 2000 to 2005, the aggregate electricity use by data centers doubled. The cloud, he calculates, consumes 1 to 2 percent of the world’s electricity."
"Google recently reported that one of its data centers holds more than 45,000 servers."
Google container data center tour
Google data center water treatment plant
Data Center - Wikipedia
Þorsteinn Briem, 20.12.2009 kl. 07:30
Sæll Steini. Ég býst við að þú sért að tína til allar þessar upplýsingar til að sannfæra mig og þakka þér fyrir viðleitnina. Það eru ekki aðrir að mótmæla þér hérna sé ég.
En ég var nú líka aðeins að skoða málið betur, og sannfærðist nú alvega endanlega um það að þetta gagnaver er algjört rugl, ekki bara að það sé verið að ríkisstyrkja Björgólf Thor, heldur er augljóst að þetta dæmi í heild sinni er algjört flopp og fyrirfram dauðadæmt eins og vænta má frá honum. Ef Björgólfur Thor og Vilhjálmur Þorsteinsson hafa skoðað málið vel og sjá einhver tækifæri í þessu þá snúast þau um annað en gagnaver. Kannski eru þeir að veðja á hækkandi orkuverð í heiminum og eru að nota þessa hugmynd til að gera orkukaupsamninga sem þeir geta kannski braskað með seinna. En kannski hafa þeir bara ekki skoðað málið vel og eru að ana út í tóma vitleysu.
Þetta er allavega örugglega úrelt og fyrirfram dauðadæmd 2007 hugmynd.
Skoðaðu þetta hér. http://www.storagesearch.com/bitmicro-art3.html
Í þessari grein má augljóslega sjá að harðir diskar með mikla orkuþörf og kæliþörf og bilanatíðni eru á útleið úr gagnaverum.
Það sem kemur á allra næstu árum er einfaldlega stærri útgáfa af minniskortum eins og þú ert með í símanum þínum og myndavélinni þinni og í usb lyklinum þínu og kannski fleiru. Nú er þegar farið að nota þetta þar sem miklar kröfur eru gerðar til álags og öryggis og orkunýtingar, eins og t.d. í hernaði. Og það eru komnar á markaðinn gagnageymsluútgáfur af þessu sem m.a. henta fyrir gagnaver og eru af stærðargráðunni 1 TB á 2,5" korti. Þessi tækni er miklu öruggari, fyrirferðarminni, endingarbetri, hraðvirkari og grænni en hörðu diskarnir. Þessi tækni gerir gagnaver miklu ódýrari í byggingu og rekstri en þau hafa verið og þessi tækni dregur mikið úr mannaflsþörf í gagnaverum. Þessi tækni gerir það líka að verkum að kæling skiptir ekki nærri eins miklu máli fyrir gagnaver og nú er. Þau verður hægt að staðsetja nánast hvar sem er án þess að kosta til eins dýrum kælibúnaði og hingað til hefur þurft. Þessi tækni er nú þegar til í formi sem hægt er að nota í stað gömlu hörðu diskanna þegar þeir verða ónýtir og eru endurnýjaðir. Og það besta við þessa tækni er að um þessar mundir er hún að komast á par við hörðu diskana í stofnkostnaði þannig að ef þetta gagnaver í Reykjanesbæ verður byggt verður það líklega það síðasta af gömlu gerðinni. Og vegna þessarar nýju tækni verður gagnaverið í Reykjanesbæ fljótlega algjörlega ósamkeppnishæft á þessum markaði verði það byggt utan um harðdiskageymslur.
Nú vona ég að þú sannfærist um að þessi hugmynd sé ekkert betri en Icesave og fleira bull sem við höfum fengið í hausinn frá Björgólfi.
Jón Pétur Líndal, 21.12.2009 kl. 00:07
Jón Pétur Líndal.
Mér er nákvæmlega sama hvaða skoðun þeir hafa sem bjóða sig fram á lista Lýðræðishreyfingarinnar með Ástþóri Magnússyni og það hefur aldrei hvarflað að mér að skrifa hér til að fá þig til að skipta um skoðun, elsku kallinn minn.
Og þú mátt að sjálfsögðu ímynda þér að öll raforka í heiminum kosti nánast ekki neitt eftir nokkur ár, nánast engin þörf verði fyrir gagnaver, þau þurfi sáralitla raforku og örlítið pláss fyrir gagnageymslur.
Þorsteinn Briem, 22.12.2009 kl. 11:07
Góðan daginn
Mig langar bara til að spyrja hvort einhver veit hvort hluthafarnir eiga þessa peninga sem þeir telja sig geta lagt fram eða hvort enn einu sinni á að taka lán í því sem er verið að kaupa og hlaupa svo á brott með aurana en skilja okkur eftir með skellinn? Hafa þeir aðilar sem koma að þessu sýnt sig í að framleiða eitthvað sem skilur eftir sig eitthvað bitastæðara en vont bragð í munninn og afleita reynslu? Mættum við fá meira gegnsæi í þessa umræðu um úrræði framtíðarinnar. Að ég nú ekki tali um leikreglurnar og rökstuðning við þær, sbr. skattaívilnanirnar.
Þóra Elfa
Þóra Elfa Björnsson (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 11:40
Þóra Elfa Björnsson.
Gagnaver Verne Global á Ásbrú í Reykjanesbæ er í eigu Novators, fjárfestingafélags Björgólfs Thors, og í meirihlutaeigu bandaríska fjárfestingasjóðsins General Catalyst Partners, sem stofnaður var árið 2000.
General Catalyst Partners: Private Company Information - BusinessWeek
"The firm, which is based in Cambridge, Massachusetts, was founded in 2000. The firm has raised approximately $1.6 billion [203 milljarða króna á núvirði] since inception across five funds including a $600 million [76 milljarða króna á núvirði] venture capital fund raised in 2007."
General Catalyst Partners - Wikipedia
Þorsteinn Briem, 22.12.2009 kl. 15:01
Sæll aftur Steini Briem. Það er greinilegt að þú hefur alveg klárað hjá þér rökin fyrir þinni skoðun á þessu gagnaveri. En þú misskilur eitthvað þetta með raforkuna, ég er ekkert að ímynda mér að raforka í heiminum verði nánast ókeypis eftir nokkur ár. Og þess vegna finnst mér alveg óþarft að nánast gefa hana eins og þú vilt, í þetta gagnaver. Það er mikil eftirspurn eftir orku í heiminum og fer vaxandi þannig að við getum aldrei tapað á að hætta við að selja raforku á undirverði og með skattaafslætti.
Ef þú og þínir líkar hefðu nú veðjað á Ástþór Magnússon og aðra skynsama menn sem stundum hafa boðið sig fram í kosningum á Íslandi, í stað þess að kjósa alltaf sömu spillingaröflin og lepja allt upp eftir Björgólfi og hans líkum í viðskiptalífinu, væri nú kannski heldur skárri staða á ýmsum hlutum í þessu blessaða landi okkar. En ég fyrirgef þér alveg þó þú hafir oft kosið vitlaust og vona að þú gerir það líka. Enginn er fullkominn og þess vegna er oftast alveg nóg að menn læri bara af fortíðinni og þeim mistökum sem hafa verið gerð og noti sér það til að gera betur næst.
Þóra Elfa. Ég held að hluthafarnir séu nú ekki að birta mikla upplýsingar um fjármögnun á þessu. Miðað við gjaldþrotasögu fyrirtækja Björgólfs á hann enga peninga og miðað við sömu gjaldþrotasögu hefur hann varla lánstraust heldur. Það er því líklegast að hann hafi einhvers staðar falið peninga sem hann ætlar að nota í þetta.
Forsvarsmenn hins stóra fjárfestisins, General Catalyst Partners, hafa sagt frá því að þeir hafi tekið lán til að fjármagna undirbúningskostnað sem þeir hafa lagt í, þannig að ekki eiga þeir peninga í þetta. Hins vegar fullyrða þeir líka að þeir hafi einhvern sjóð sem byggður hafi verið upp til að fjármagna ný fyrirtæki. Þeir virðast því vera í samböndum við aðra aðila sem hugsanlega hafa fjármagn í þetta. Það er því spurning hvernig fjárhagsleg aðkoma General Catalyst Partners er að þessu. Þetta virðist bara vera einhvers konar frontur fyrir einhverja óskilgreinda fjárfesta. Svo er Vilhjálmur Þorsteinsson. Það verður bara að spyrja hann hvort hann á peninga í þetta.
En miðað við undirbúningskostnað í skuld og að undirbúningurinn felst að stórum hluta í að semja um að fá afslætti af öllu hér, fasteignum, orku og sköttum, þá virðist ekki eiga að setja mikla peninga í þetta frá eigendum.
Jón Pétur Líndal, 22.12.2009 kl. 15:06
Jón Pétur Líndal.
Já, það væri nú margt betra í heiminum ef hann hefði veðjað á Ástþór Magnússon.
Og Íslendingar hefðu að sjálfsögðu átt að kjósa ykkur tvo á Alþingi til að koma í veg fyrir allt rugl á þeim bæ. Samt fékk Lýðræðishreyfingin ekki nema 66 atkvæði í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum í vor.
Átján voru á listanum, Jón Pétur Líndal húsasmiður í Borgarnesi í efsta sæti, þannig að fyrir utan þá sem voru á listanum, og maka þeirra vonandi, kusu hann því einungis 30 manns í öllu kjördæminu, sem nær frá Skagafirði að Akranesi, að Vestfjörðum meðtöldum.
Trúlega er það heimsmet í þingkosningum en heimsins óhamingju verður allt að vopni.
Þorsteinn Briem, 22.12.2009 kl. 20:37
Sæll Steini. Gaman að þú skulir vera farinn að kynna þér Lýðræðishreyfinguna. Það er nú smám saman að koma í ljós að um 99,6% þjóðarinnar kusu flokka sem hafa eftir kosningar gert allt annað en þeir lofuðu að gera fyrir kosningar. Það má því segja að 98,5% kjósenda hafi gert mistök í kosningunum, þegar tekið er tillit til þeirra sem voru í framboði og aðstandendur þeirra sem vissu hvaða loforð stóð til að svíkja. Það er örugglega heimsmet í mistökum að 98,5% kjósenda geri mistök í kosningum og ég tel mig geta ályktað út frá þínum skrifum að þú hafir tekið þátt í þessu heimsmeti. Og það er svo sem ekki nýtt að Íslendingar geri mistök, enda væri þjóðin ekki í þeirri stöðu sem hún er nema vegna mistaka eða ennþá verri hluta. Allavega er ekki hægt að segja að stjórnarfar ykkar, sem verjið fjórflokkinn og tilheyrið þeim meirihluta kjósenda sem kjósa aftur og aftur þá sem svíkja þá eftir hverjar kosningar, hafi nú heppnast vel.
En annars til að fræða þig um það sem við Ástþór og aðrir sem tóku þátt í framboði Lýðræðishreyfingarinnar vildum gera þá var það nú helst þetta.
1. Lýðræðisumbætur eins og að koma á beinu lýðræði með persónukjöri, þjóðaratkvæðagreiðslum og beinni þáttöku kjósenda í afgreiðslu mála á Alþingi og með því að kjósendur geti komið sínum málum að á Alþingi.
Þetta hafa nú ýmsir tekið upp eftir okkur nú eftir kosningar að einhverju leyti a.m.k. Styrmir Gunnarsson er t.d. kominn á þessa skoðun og telur beint lýðræði nauðsynlegt til að koma þjóðinni úr þeim ógöngum sem hún er í. Einnig hefur vefsíðan eyjan.is gert tilraun með þjóðaratkvæðagreiðslu á netinu og boðar fleiri slíkar. Og skoðanakannanir sýna að stór meirihluti þjóðarinnar vill fá að greiða atkvæði um Icesave. Þannig hafa nú ýmsir áttað sig á að þetta er bæði nauðsynlegt og skynsamlegt við þær aðstæður sem nú eru í þjóðfélaginu. En þú kaust eflaust flokk sem vill þetta ekki.
2. Í annan stað vildum við koma lögum yfir þá sem keyrðu landið í þrot og gera það svo hratt að það tækist að endurheimta eitthvað af þeim peningum sem hurfu úr bönkunum og ýmsum útrásarfyrirtækjum undir stjórn Björgólfs Thors vinar þíns og annarra útrásarvíkinga.
Skoðanakannanir af ýmsu tagi benda nú til að 70- níutíu og eitthvað prósent af þjóðinni vilji þetta líka. Samt kusu menn flokka sem eru að gera allt annað.
Þú kaust eflaust flokk sem ætlar frekar að setja sérstök lög sem færa honum Björgólfi fúlgur fjár í viðbót við það sem hann hefur þegar sólundað.
3. Í þriðja lagi vildum við losa okkur út úr samningi að Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og segja strax nei við Icesave greiðslum umfram það sem lög áskilja að sé greitt.
Meirihluti þjóðarinnar, a.m.k. 70% eða fleiri eru nú á þessari skoðun, en samt kaus meirihlutinn flokka sem eru af öllum mætti að reyna að nauðga þessum pakka upp á þjóðina. Og þetta er svo erfið nauðgun fyrir þá að enn hefur ekki tekist að afgreiða málið á Alþingi. Og þú hefur eflaust kosið einn þessara flokka sem vill borga sem mest af þessum skuldum fyrir Björgólf.
Það var nú ýmislegt fleira sem við höfðum og höfum áhuga á að gera en ég sé ekki mikinn tilgang í að tína það til hér, enda enginn að hlusta á okkur núna nema þú.
Þú hlýtur að sjá það að við Ástþór hefðum farið létt með að gera betur en þeir sem voru kosnir á þing í síðustu kosningum. Það er enginn vandi, allt sem þarf er smá vilji og skynsemi. Hvort tveggja virðist alveg vanta hjá vinum Björgólfs, hinni svokölluðu ríkisstjórn Íslands.
Jón Pétur Líndal, 23.12.2009 kl. 01:23
Jón Pétur Líndal.
Jamm, það er slæmt að einungis skuli vera 66 skynsamir menn í Norðvesturkjördæmi, átján frambjóðendur Lýðræðishreyfingarinnar í kjördæminu, makar þeirra og þrjátíu börn.
Þorsteinn Briem, 23.12.2009 kl. 21:01
Sæll Steini Briem. Smá upplýsingar fyrir þig um kjósendur í NV kjördæmi. Börn eru ekki á kjörskránni þar. Gleðileg jól og takk fyrir allt spjallið hér.
Jón Pétur Líndal, 24.12.2009 kl. 02:22
Börn ykkar frambjóðendanna, sem komin voru á kosningaaldur þegar kosið var til Alþingis í vor. Þið voruð átján á framboðslistanum, Íslendingar eiga að meðaltali um tvö börn og tvisvar sinnum átján eru 36, einnig í Norðvesturkjördæmi, en 30 kusu ykkur, fyrir utan ykkur sjálfa og maka ykkar, vonandi.
Allt bendir því til að einungis þið frambjóðendurnir, makar ykkar, börn og systkini hafi kosið ykkur.
Gleðileg jól og takk sömuleiðis!
Þorsteinn Briem, 24.12.2009 kl. 03:29
Sæll aftur Steini og takk fyrir jólakveðjuna. Ég veit alveg hvað þú meinar, en samt er þetta nú ekki alveg skothelt hjá þér. Allavega ekki hvað mig varðar, ég á 3 börn á kosningaaldri en ekkert þeirra býr samt í þessu kjördæmi, þannig að þau kusu mig örugglega ekki. Það er því ekkert hægt að gefa sér fyrirfram í þessu. Þannig að þó það komi þér á óvart þá er vel mögulegt að í kjördæminu búi fólk sem er ótengt frambjóðendum en kaus samt framboðið.
En annars er ég alveg laus við spéhræðslu út af því að fáir hafi kosið okkur. Þú veist auðvitað að í lýðræðisþjóðfélagi er það alltaf meirihlutinn sem hefur rangt fyrir sér. Það er meirihlutinn sem ræður för við ákvarðanatökur og þess vegna eru allar rangar ákvarðanir teknar af meirihlutanum. Rangar ákvarðanir hafa nú augljóslega verið allmargar á Íslandi undanfarið og því verð ég nú að benda þér á að hafa meiri áhyggjur af skynsemi þeirra sem kusu þá sem eru við völd í landinu, en hinna sem gerðu það ekki.
Jón Pétur Líndal, 26.12.2009 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.