21.12.2009 | 12:48
Sjarmatröll.
Jólasveinninn Santa Claus, sem er á ferli í Bandaríkjunum fyrir jólin og heillar alla með töfrum sínum, mætti kalla sjarmatröll.
Þetta orð kom mér í hug í gærkvöldi þegar ég sá viðtal við Barack Obama í 60 mínútum í gærkvöldi.
Obama var þar að verja illverjanlega stefnu sína í Afganistan og svara fyrir óvænta "innrás" boðflenna í Hvíta húsið, en persónutöfrar forsetans og það hvernig hann notar mismunandi aðferðir við að svara spurningum gerðu viðtalið áhugavert.
Með bros á vör skýrði hann frá því að hann gæti orðið reiður og verið fastur fyrir. Þótt hann segði það ekki beinum orðum mátti skilja Afganistanstefnu hans þannig að fram til ársins 2011 yrði gerð úrslitatilraun til að ná yfirhöndinni þar.
Haustið 2010 ætti að liggja fyrir hvað ætti að gera í framhaldinu. Hættan við þetta er sú að því fleiri hermenn sem Kanar hafa þarna, því erfiðara verður að snúa til baka.
Á Kaupmannahafnarráðstefnunni rataði hann á rétta skilgreiningu á henni þegar hann sagði í ávarpi sínu þar að hann væri kominn þangað til aðgerða en ekki til að skrafa. Honum varð ekki að ósk sinni því líta verður á ályktun ráðstefnunnar sem orð án skuldbindinga.
En orð eru auðvitað til alls fyrst.
Obama og Bill Clinton fyrrverandi forseti hafa eiginleika sjarmatröllanna. Hann fleytti báðum upp í efsta sæti valdastigans í öflugasta ríki heims en dugar skammt einn og sér. Verkin og árangurinn verða líka að tala.
Obama sér um Sveinka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Obama var þar að verja illverjanlega stefnu sína í Afganistan ..."
Stefnan í Afganistan er engan veginn eingöngu stefna Obama eða Bandaríkjanna og 22. október síðastliðinn voru í Afganistan 71 þúsund hermenn, lögreglumenn og sérfræðingar frá um fjörutíu löndum, til dæmis Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Danmörku og Írlandi, en um helmingurinn frá Bandaríkjunum.
Einnig frá löndum sem hvorki eru í NATO (Atlantshafsbandalaginu) né Evrópusambandinu, til dæmis Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Kanada, Azerbadjan, Georgíu, Armeníu, Úkraínu, Bosníu, Makedóníu, Singapore, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Jórdaníu.
"International Security Assistance Force (ISAF) is a NATO-led security and development mission in Afghanistan, established by the United Nations Security Council on 20 December 2001 as envisaged by the Bonn Agreement."
"ISAF is mandated by the United Nations Security Council Resolutions S/RES/1386, S/RES/1413, S/RES/1444, S/RES/1510, S/RES/1563, S/RES/1623, S/RES/1659, S/RES/1707, and S/RES/1776(2007).
The last of these extended the mandate of ISAF to 13 October 2008, albeit with an abstention from Russia due to the lack of clarity in the wording pertaining to the coalition Force's maritime interception component, which has not appeared in any of the Security Council's previous resolutions."
United Nations Security Council Verbotim Report meeting 5744 page 2, Mr. Churkin Russia on 19 September 2007 at 17:20 (retrieved 2007-09-21)
ISAF Troops in Afghanistan 22 Oct. 2009
Svisslendingar hafa einnig verið í ISAF en þeir eru hvorki í NATO né ESB. "Sviss er þekkt fyrir hlutleysisstefnu sína í nær öllum alþjóðasamskiptum og tók ekki þátt í stríðsátökum á 20. öld.
En þrátt fyrir hlutleysið er Sviss mjög virkt í ýmsu alþjóðasamstarfi og hýsir höfuðstöðvar margra alþjóðastofnana, þar á meðal stofnana á vegum Sameinuðu þjóðanna, enda þótt Sviss gerðist ekki aðili að þeim fyrr en árið 2002."
Þorsteinn Briem, 21.12.2009 kl. 19:28
Það var Obama sem kvað upp úr með það strax í kosningabaráttu sinni í fyrra að auka ætti herstyrkinn í Afganistan og draga úr honum í Írak.
Þrátt fyrir þátttöku bandamanna Bandaríkjanna í hernaðinum er atbeini Bandaríkjamanna svo margfalt meiri en annarra að þeir ráða í raun algerlega ferðinnni.
Ef þeir ákveða að bæta í verður það gert yfir línuna ef þeir ákveða að draga úr verður það líka gert yfir línuna.
Ómar Ragnarsson, 21.12.2009 kl. 21:10
Þó hernaður sé aldrei ásættanlegur, þá hef ég samt vissan skilning á því sem Obama er að gera í Afganistan. Það er að mínu álit nauðsynlegt að ná að kæfa þá öfgahópa sem þar þrífast. Hvað varðar loftslagsmálin þá er Obama með þvílíkann pakka í fanginu heima fyrir þar sem Bandaríkin hafa dregið lappirnar um árabil. Mér finnstreyndar með ólíkindum hverju hann hefur áorkað á sínum stutta embættistíma.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.12.2009 kl. 01:51
Bretland, Frakkland, Rússland og Kína hafa neitunarvald í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna (United Nations Security Council) og þessi ríki myndu nú ekki viðurkenna að Bandaríkin hafi þau öll í vasanum.
"International Security Assistance Force (ISAF) is a NATO-led security and development mission in Afghanistan, established by the United Nations Security Council on 20 December 2001 as envisaged by the Bonn Agreement."
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna - Wikipedia
Þorsteinn Briem, 22.12.2009 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.