22.12.2009 | 07:59
Eurostar olli vonbrigðum 2006.
Vorið 2006 þurftim við hjónin að fara á bílaleigubíl fram og til baka yfir Ermarsund á leið okkar til vettvangskönnunar á strönd Ermarsunds fyrir kvikmynd sem ber vinnuheitið "Brúarjökull og innrásirnar í Ísland."
Hugsanleg innrás Þjóðverja í Ísland í september 1940 hefði tengst viðburðum við Ermarsund, bæði vegna undirbúnings Þjóðverja fyrir innrás í Bretland og einnig vegna þeirra áhrifa sem yfirráð Þjóðverja yfir Íslandi hefði getað haft á innrásina í Normandy og þar með gang styrjaldarinnar síðasta ár hennar.
Við ákváðum til þæginda og flýtis að fara með Eurostar um Ermarsundsgöngin.
Ferðin olli okkur að ýmsu leyti vonbrigðum vegna þeirra tafa sem urðu á leiðinni og líka vegna þess að þjónustan var stirð og að ýmsu leyti ekki í samræmi við þær væntingar sem svona nútímalegt samgöngumannvirki skapar.
Tímasparnaður og þægindi sem þessi ferðamáti átti að færa okkur reyndist miklu minni en við bjuggumst við.
Kannski voru væntingarnar of miklar og kannski kunnum við ekki nógu vel á kerfið svona í fyrstu ferðinni um göngin.
Á móti kemur að stór hluti ferðafólks hlýtur eðil málsins samkvæmt að vera á leið þarna yfir í fyrsta sinn og þjónustan ætti að miðast við það.
Afleiðingin varð sú að við völdum að fara með ferju til baka og njóta siglingarinnar yfir sundið.
Tafirnar núna og skortur á þjónustu og upplýsingum eru í hrópandi ósamræmi við það hve mikið framfaraspor í tækni og skilvirkri þjónustu þetta fyrirtæki átti að verða.
Miðað við reynsluna 2006 hefði átt að reka stjórnendur fyrirtækisins strax þá.
Eurostar rennur af stað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Ermarsund", en ekki "Ermasund", því sundið lítur út eins og ermi, La Manche, "Ermin" á frönsku.
"Ermarsund er sund í Atlantshafi á milli meginlands Evrópu (Frakklands) og Stóra-Bretlands og tengir Norðursjó við Atlantshafið. Nafnið kemur úr frönsku, La Manche, "Ermin". Á ensku er það kallað English Channel. Það er um 560 km langt og breiðast 240 km, en grennst 34 km, á milli borganna Dover og Calais."
Ermarsund - Wikipedia
Þorsteinn Briem, 22.12.2009 kl. 12:31
Takk, Steini. Ekki ónýtt að eiga þig að. Renni yfir textann og leiðrétti þetta.
Ómar Ragnarsson, 22.12.2009 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.