Stæðin við Lb í Kópavogi eru 2,4 m breið.

Ég skrapp í Kópavog í kvöld til að mæla breidd bílastæðanna fyrir framan Landsbankann sem ég bloggaði um í gærkvöldi.

P1010812

Ástæðan var sú að í athugasemd var bent á það að stæðin væru mjó. 

Niðurstaða mælingarinnar var sú að stæðin .þarna væru 2,4 metra breið.

Minnstu nýju bílarnir eru um 1,6 metrar en flestir af millistærð eru 1,7-1,8.

Ef við segjum að það sé meðaltalsbreidd eru um 65-75 sentimetrar á milli bíla en meðalmaður er um  35-40 sm þykkur eftir því hvernig hann snýr.

P1010816

Hurðirnar eru um 15-20 sm þykkar og því ætti að vera 45-55 sm breitt bil til að smeygja sér út úr hverjum bíl ef vel og jafnt er raðað í stæðin og því nægt rými til að komast út og inn í bílana.  

Breiðustu pallbílarnir eru um 2ja metra breiðir og væri annar hver bíll af þeirri stærð myndu verða um 50-55 sentimetrar á milli bíla.

Ef meðalþykkt hurðanna er dregin frá yrði  útgöngurýmið 35 sm breitt sem er nokkurn veginn það sem meðalmaður þarf til að smokra sér út.

Ef menn legðu þannig í stæði að annar hver bíll bakkaði inn í það og legði hægri hlið að hægri hlið næsta bíls myndi skapast aukið rými til að fara inn bílstjóramegin. 

P1010818

Ég geri þetta stundum ef þrengsli eru mikil en hef ekki séð neinn annan gera það.  

Eftir ferðir erlendis sýmist mér ástandið, sem við blasir svo víða hér á landi, vera séríslenskt fyrirbæri.

Aðalástæðan er einfaldlega hugsundarleysi, tillitssleysi eða hrein frekja eftir atvikum en meðvirkandi er að hvergi á Vesturlöndum er eins hátt hlutfall af bílaflotanum stórir fjórhjóladrifsbílar og einnig furðu útbreidd vangeta til að aka bílum og leggja þeim í þrengslum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þetta er fyrst og fremst klára tillitsleysi og frekja sem oft hefur valdið mér gremju. Líka þegar merkt stæði liggja langsum meðfram gangstétt og menn leyfa sér að leggja í tvö stæði þannig að strikið sem táknar hvar annar hvor endi bílsins ætti að vera er undir honum miðjum.

Sigurður Hreiðar, 22.12.2009 kl. 21:03

2 identicon

Hef búið í Danmörku og Noregi í yfir 30 ár, en er títt í heimsókn á Íslandi og hætti aldrei að fuða mig á þessum ósóma. Menn (aðallega karlmenn virðist mér) leggja nákvæmlega þar sem ÞEIM sýnist. Reyndar er þetta í stíl við umferðarmenninguna á Íslandi. Það er t.d. gefið, að ef maður er á löglegum hraða, þá líður ekki langur tími áður en maður er kominn með einhvern alveg "uppí rassgatið".

Snæbjørn Bjornsson Birnir (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 22:38

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sennilegast fáar þjóðir í hinum vestræna heimi eins tillitslausar í umferðinni og blessuð þjóðin á klakanum. Ætla nú ekki að fara að fara út í þá sálma hér en langar að benda á eitt sem ég hef oft heyrt og það er hversu margir sem keyra bíl meðan að þeir eru á erlendri grundu tala um hvað gott sé að keyra í hinu og þessu landinu, en að taka það með sér heim og koma því fyrir hér......nei það er af og frá.

Gísli Foster Hjartarson, 23.12.2009 kl. 08:20

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ástæðan hlýtur að vera svipuð og í íþróttunum, þegar góð lið falla niður á sama plan og lélegir andstæðingar.

Mönnum fallast hendur og gefast upp þegar þeir koma heim á klakann þar sem hegðunin í umferðinni bitnar á öllum þótt frekja og tillitsleysi geti gefið mönnum eitthvað einstaka sinnum.

Ég nefni dæmi frá í gær. Ég kom akandi úr Kópavoginu í átt að gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og ætlaði beint áfram á hægri akrein. Umferðin var þétt og var við það að stöðvast.

Skammt framundan var breikkun götunnar og viðbótarakrein hægra megin við mig fyrir ökumenn sem vildu beygja til hægri austur Miklubraut.

Ég sá, að með því að færa bíl minn til vinstri á minni akrein, myndi röð bíla sem gaf stefnuljós til hægri geta komist áfram í stað þess að vera föst í röðinni sem beið eftir því að komast beint áfram.

Þetta hefði tekist ef ekki hefði viljað svo illa til að fyrir aftan mig var ökumaður sem hafði engan skilning á þessu heldur hélt sig hægra megin á akreininni og hélt þannig bílunum sem ætluðu að beygja föstum fyrir aftan sig.

Þessi ökumaður hefði engu fórnað þótt hann hefði tekið tillit til þeirra sem voru fyrir aftan hann.

En samt var hugsanaleysi og tillitsleysi hans á þessu plani.

Ómar Ragnarsson, 23.12.2009 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband