3.1.2010 | 20:26
Gleði hjá gömlum Mývetningum.
Strax þegar enski boltinn byrjaði á Íslandi myndaðist mikill áhugi á honum
Ég minnist þess enn hvað ég varð hissa þegar Magnús Kjartansson, ristjóri Þjóðviljans og einn helsti talsmaður kommanna á sínum tíma játaði fyrir mér að hann væri sjúklegur áhugamaður um enska boltann.
Og enn skemmtilegra var það að uppgötva um öfluga hópa vildarmanna einstakra enskra félaga úti á landi.
Sérstakleg er mér minnisstætt að í Mývatnssveit var mjög öflugur hópur aðdáenda og fylgjenda Leeds United fyrir 35 árum.
Eftir langa og stranga eyðimerkurgöngu hlýtur það að vera síðbúið en mikið gleðiefni hjá þessum mönnum að Leeds skyldi slá sjálfa Englandsmeistarana út úr bikarkeppninni.
Fyrir suma þessara aðdáenda kemur kannski þessi sigurleikur kannski of seint, því miður, því ekki er víst að allir þeirra hafi átt það langa lífdaga fyrir höndum að fagna í dag.
Leeds sló Manchester United út úr bikarnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég gerðist nú reyndar laumuaðdáandi Chelsea þegar við vorum í Menntaskólanum á Laugarvatni að hlusta á lýsingar af bikarúrslitaleikjum á milli Leeds og Chelsea sem þurfti að margendurtaka. Þá var Chelsea litla liðið og einhvernvegin er maður þannig gerður landsbyggðamaðurinn að halda með lítilmagnanum í viðureignum við þá stóru....
Því hef ég líka kosið að fara ekki öruggu leiðina í þessum málum né öðrum og hef því hvorki haldið með Man Utd eða ekið um á Toyota.... Óvissan gerir lífið miklu skemmtilegra.....!
Ómar Bjarki Smárason, 3.1.2010 kl. 22:55
Minn kæri Ómar, hér í Mývatnssveit eru enn við líði aðdáendur Leeds ..þetta erfist.
(netauga), 4.1.2010 kl. 01:52
Þetta er nú fallegt hjá þér og víst er það að margir eru fallnir frá en eftir leikinn í gær koma menn fram úr ótrúlegustu skúmaskotum og fagna ákaflega. Enda strákar hér í sveit fæddir stuðningsmenn Leeds utd. Enda eru þeir nú langefstir í sinni deild og á mikilli siglingu.
Pétur Snæbjörnsson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.