Sagan mun meta hann að verðleikum.

Mikhail Gorbatjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna sálugu, þurfti að axla það hlutverk að leiða þegna sína í gegnum einn beiskasta ósigur í sögu heimveldanna. Sigurvegarar skrifa oftast söguna og þá mega "taparar" sín litils og hlutur þeirra er gerður sem verstur. 

Þessu hefur Gorbatjov orðið að sæta og átt undir högg að sækja, ekki hvað síst hjá Rússum.  

En sem betur fer kemur að því þegar tímar líða fram að menn sjá söguna úr meiri fjarlægð og eiga auðveldara með að fella rétta dóma. 

Þá munu líf og störf Gorbatjovs verða metin að verðleikum og hlutur hans réttur. Enginn mannlegur máttur gat komið í veg fyrir fall Sovétríkjanna og ekki er víst að heimurinn hefði komist jafn farsællega í gegnum hin örlagaríku ár sem Gorbatjov var við völd, ef hans hefði ekki notið við.   


mbl.is Mikhail Gorbatjov á sjúkrahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband