Kjördæmapot sem endaði vel.

Hornfirðingar fengu að ráða því 1999 að þeir yrðu hluti af Suðurkjördæmi en ekki Norðausturkjördæmi. Áður höfðu þeir verið hluti af Austurlandskjördæmi. 

Nú vildu þeir á sama hátt frekar heyra undir umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi heldur umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi.

Ákvörðun SDG að sniðganga vilja Hornfirðinga lyktaði langar leiðir af hinu tíða kjördæmapoti sem komin er aldagömul reynsla á bæði hér á landi og erlendis.

Ef lekamálið hefði ekki komið til er óvíst að nokkuð hringl hefði verið með þetta mál, því að bæði Hanna Birna Kristjánsdóttir og Ólöf Nordal eiga sitt bakland í Reykjavík.

Svona getur einn ógætilegur tölvupóstur í Reykjavík orðið til þess að skapa hræringar og skæklatog hinum megin á landinu. En allt er gott sem endar vel.  


mbl.is Hornafjörður fór austur - og til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta bakslagið í gullgrafaraæði nútímans.

Gullgrafaraæði fyrri tíma blikna við hliðina á bergbroti (fracking) sem nú hefur vaðið upp úr öllu valdi í Norður-Ameríku svo að fáu er eirt. 

Þetta nýja æði er skiljanlegt í ljósi örvæntingarfullrar ásóknar núlifandi kynslóða á jðrðinni í að viðhalda minnst tífalt meiri neyslu og nýtingu á takmörkuðum auðlindum en jörðin stendur undir til frambúðar. 

Stórlækkun olíuverð um þessar mundir er eitt besta dæmið um það sem ég vil kalla "skómigustefnuna" þ.a. að ylja sér við skammgóðan vermi og verða síðan síðan í staðinn miklu verr settur á eftir. 

Afleiðingin er líka vel séð á Vesturlöndum varðandi stórfelld vandræði Rússa sem seljendur orku úr jarðefnaeldsneyti. 

Slíkt ber vitni um mikla skammsýni og þrönga hugsun á þeim tímum sem lífnauðsyn er fyrir mannkyn að líta til framtíðar í stað þess að horfa niður á tærnar á sér.

Bergbrotið minnir um sumt á Hellisheiðarvirkjun varðandi það að hvergi nærri er búið að rannsaka umhverfisáhrif þess.

Bann við bergbroti í New York ríki í Bandaríkjunum er fyrsta bakslagið varðandi þetta gullgrafaraæði en ekki það síðasta.   


mbl.is Bergbrot bannað í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búið að gleyma því af hverju?

Um þessar mundir heyrast margir bölva því í sand og ösku hvernig ríkisstjórnin 2009-2013 skar niður ríkisframlög til flestra málaflokka á könnu ríkissjóðs og segja að höfuðverkefni núverandi stjórnarflokka sé að bæta fyrir þessi hervirki fyrri ríkisstjórnar.

Nú eigi að reka ríkissjóð án halla en það sé nú heldur betur munur eða hjá fyrri ríkisstjórn með allan sinn fjárlagahalla.  

Án þess að nokkur dómur sé lagður á það hvernig fyrri ríkisstjórn vann úr sínum vanda í einstökum atriðum, -  og gekk misvel eins og gengur, -  en ætla mætti á þessum umræðum að hefði ekki verið til neinn vandi veturinn 2008-2009, má spyrja hvort allir séu nú búnir að gleyma því af hverju verið er að borga niður lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum?

Hvort allir séu búnir að gleyma Hruninu og kalli það nú orðið "svokallað hrun"? 

Hvort allir séu búnir að gleyma því að í ársbyrjun 2009 stóðu Íslendingar og nágrannaþjóðir okkar frammi fyrir alls 5000 milljarða króna tapi vegna sprunginnar íslenskrar bankabólu? 

Hvort allir séu búnir að gleyma því að Hrunið þýddi 200 milljarða króna árlegan halla á rekstri ríkissjóðs vegna Hrunsins og hefði þýtt 800 milljarða halla næstu fjögue árin ef ekkert yrði að gert? 

Hvort allir séu búnir að gleyma að búið var að minnka fjárlagahallann niður í nær hallalaus fjárlög? 

Hvort allir séu búnir að gleyma því að frá árunum 1991 til 2009 var Sjálfstæðisflokkurinn búinn að vera samfleytt í ríkisstjórn, ásamt Framsóknarflokknum 1995-2007 og Samfó í rúmt ár? 

Hvort allir séu búnir að gleyma því að hér var haldið uppi dæmalausri þenslu með skefjalausum lántökum ríkisins, fyritækja og einstaklinga og meðvitað var haldið uppi allt að 40% hærra gengi krónunnar en innistæða var fyrir með tilheyrandi neysluæði og innflutningi? 

Að hér var haldið uppi vaxtamun sem sópaði inn þeim innistæðum úlendinga sem hlutu heitið snjóhengjan og valda því að nú ríkja hér stórskaðleg gjaldeyrishöft? 

 

 

 

 


mbl.is Hafa endurgreitt 83% af láni AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband