Fólk á vilja flytja hingað og þangað.

Makalaust er að heyra hvernig sumir tala um það þegar fyrirtæki eða stofnanir eru fluttar á milli staða ásamt störfunum sem unnin eru þeim.

Bæði núna vegna flutnings Fiskistofu til Akureyrar og vegna flutninga fiskvinnslu frá Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi suður til Grindavíkur hefur mátt heyra hjá sumum, að fólkinu, sem í hlut á, sé "boðið vel" varðandi flutninga fyrirtækjanna og þess vegna eigi það "að þiggja gott boð."

Má heyra á tóninum í þessum ummælum að það sé beinlínis óeðlilegt að þetta fólk vilji ekki flytja heimili sín heldur frekar búa á þeim slóðum þar sem það kaus sjálft að stofna heimili.  

Þessi forsjárhyggja, að fólk eigi að vilja eiga heima hér eða þar kemur víðar fram en í ofangreindum málum. Þannig er sagt að fólk eigi að vilja búa sem næst gömlu miðborginni í Reykjavík, sem þó er komin fjóra kílómetra í burtu frá þungamiðju íbúðabyggðar á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta minnir svolítið á það þegar fólkinu í Austur-Þýskalandi var sagt að það ætti að vilja búa þar en ekki i Vestur-Þýskalandi.

Þar var settur upp múr til að koma í veg fyrir að fólk flytti þangað sem það vildi.

Sem betur fór var gátu valdhafarnir þó ekki flutt fólk nauðugt frá Vestur-Þýskalandi til Austur-Þýskalands.

Forsætisráðherra minntist réttilega á það í útvarpsviðtali áðan að góðir innviðir og fjölbreytni í mannlífi, menningu og þjónustu væru skilyrði fyrir búsetu á hverju svæði á landinu.

Á það skortir verulega og þar liggur hundurinn grafinn. Það er auðvelt að finna út hvar byggð er að koðna niður og hvar ekki. Fjöldi kvenna á barneignaaldri skiptir þar öllu máli en ekki bein íbúatala. Vanti þennan þjóðfélagshóp er byggðin dauðadæmd.   

Þess vegna eru grunnatriði eins og leikskólar og aðrir skólar, samgöngur og þjónusta auk skilyrða fyrir fjölbreytta menningu það sem skiptir máli. Sú hefur verið niðurstaða fjölmargra ráðstefna um byggðamál.  

Og lausnir fást ekki með tímabundnum framkvæmdum sem gefa fábreyttum hópi vinnu í stuttan tíma, en slíkar lausnir hafa íslenskir stjórnmálamenn elskað í gegnum tíðina.   

 

 


mbl.is Landmælingar fimm ár að ná fyrri styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo má böl bæta að benda á annað verra.

Birtar hafa verið tölur um það að meðallaun hér á landi séu um 400 þúsund krónur á mánuði eða um 260 þúsund eftir skatt. Nú koma fram tölur í nýrri frétt frá Landsbankanum um að sjöttungur þessarar upphæðar fari í húsnæðiskostnað. Það gera um 45  þúsund krónur á mánuði. Hvað er hægt að leigja stórt húsnæði fyrir þann pening fyrir einstakling? Líklega 30 fermetra. Glæsileg afkoma það?

Fjöldi lífeyrisþega verður að láta sér nægja innan 150-300 þúsund krónur á mánuði í tekjur. 50 fermetra smáíbúð er leigð á meira en 100 þúsund krónur á mánuði. Glæsileg afkoma það?

Í fréttinni fyrrnefndu er sagt að 9% heimila búið við "verulega íþyngjandi" húsnæðiskostnað. Það eru um 20 þúsund heimili en jafnframt sagt að hlutfallið sé tvöfalt hærra í Danmörku og að Íslendingar séu í miðju róli í samanburði við önnur Evrópulönd.

20 þúsund heimili í vanda. Glæsilegt?  

Ég slæ fram spurningunnu "glæsilegt?" því að nú þegar má sjá því fagnað í bloggpistlum að raddir um háan húsnæðiskostnað sé bara ástæðulaust væl og "goðsögn", úr því að hægt sé að finna álíka slæmt eða verra ástand annars staðar.

Já, svo má lengi bæta að benda á annað verra. Allt er í þessu fína lagi.   


mbl.is Húsnæðiskostnaður ekki hár hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fær hún svipuðu framgengt hér og Ali í Ameríku?

Cassius Clay, heimsmeistari í hnefaleikum, breytti nafni sínu í Muhammad Ali og þurfti að berjast gegn andstöðu stjórnvalda, almennings og fjölmiðla vegna þess í meira en þrjú ár.

Það var að mörgu leyti skrýtið því að fjölmörg dæmi voru um það að frægir listamenn, svo sem kvikmyndastjörnur, hefðu breytt nöfnum sínum í upphafi ferils síns.

En Ali var þegar orðinn heimsfrægur þegar hann breytti sínu nafni og var þar að auki líka blökkumaður og gerðist múslimi.  

Þessi nafnbreyting Alis var miklu róttækari en sú sem Birgitta Bergþórudóttir Jónsdóttir Hirt hyggst reyna.

Fróðlegt verður að sjá hvernig henni gengur og ég hvet hana til þess að fylgja ósk sinni og sannfæringu fram.  


mbl.is Birgitta vill breyta nafninu sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband