Ekkert að sjá úr lofti klukkan sjö í kvöld

Á flugi yfir óróasvæðið í Vatnajökli um sjö leytið í kvöld var ekki að sjá nein ummerki á yfirborði jökulsins sem óvenjuleg væru.  

Við slíku er raunar ekki að búast vegna þess að jökulísinn er mörghundruð metra þykkur.  Skyggni var mjög gott á leiðinni til Sauðárflugvallar þar sem ég hyggst dvelja um sinn.

Góð skilyrði voru til að taka myndir en af tæknilegum ástæðum er ekki hægt að koma þeim á facebook að sinni.

Það hefur gengið eftir sem vísindamenn spáðu að með minnkun jökulsins og léttingu hans myndi eldvirkni aukast undir honum.

Síðan 1996 hafa orðið fjögur eldgos á Vatnajökulssvæðinu og hið fimmta hugsanlega í uppsiglingu en áratugina á undan varð ekkert gos.

Eftir að ísaldarjökullinn hvarf snögglega varð 30 sinnum meiri eldvirkni á svæðinu norðan Vatnajökuls en dæmi eru til um annars staðar.  Þess vegna er þetta svæði magnaðasta og fjölbreyttasta eldfjallasvæði heims. 


mbl.is Engin ummerki á yfirborðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Færsla í austur. Hekla og Krafla líka óútreiknanlegar.

Í fljótu bragði sýnast skjálftarnir síðan í gærkvöldi vera minni að meðaltali en þeir voru fram að því, en þeir hafa færst austar og koma meira að segja fram í Kverkhnjúkum, norðaustur af Kverkfjöllum, en þeir eru meðal gamalla gígaraða sem ganga í norðaustur frá Kverkfjöllum. 

Er virknin þá komin í 20 kílómetra fjarlægð frá Sauðárflugvelli, sem gæti orðið mikilvægur ef eldgos yrði á þessu svæði, sjá mynd á facebook af útsýni frá flugvellinum til Kverkfjalla. 

Óvissan um eldgos núna minnir svolítið á óvissuna um eldgos úr Heklu og við Kröflu 1975-84.

Fjórtán skjálftahrinur urðu á Kröflusvæðinu á árum Kröflueldanna en í fimm skipti varð ekki gos.

Hallamælir í Stöðvarhúsinu sýndi, að land reis ævinlega hærra í hverri hrinu en það hafði komist hæst áður.

Svipað er að gerast nú við Heklu. Land hefur risið hærra við hana en fyrir síðasta gos en samt bólar ekki á gosi. Enda er fyrirvarinn víst ekki nema um klukkustund.  

 


mbl.is „Þetta er óútreiknanlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband