Ekki gos og ekki Bárðarbunga.

Að gjósa eða ekki gjósa. Það væri spurning íslensks Hamlets í dag. Sömuleiðis spurningin: Að þetta sé Bárðarbunga eða ekki Bárðarbunga hvað varðar myndina sem fylgir myndin af tengdri frétt á mbl.is. 

En þeirri spurningu er fljótsvarað: Þetta er í Kverkfjöllum en ekki á Bárðarbungu og myndin er tekin af þeim stað þar sem settur var upp mælir fyrir nokkrum dögum í Kverkfjöllum.

Í Guðanna bænum sendið þið ekki þessa mynd af Bárðarbungu til erlendra fjömiðla.  

Eins og mig grunaði í gær er dagurinn búinn að vera með atburðarás á útopnu og enn er svo mikið að gerast að ég verð að geyma einn dag enn eða fleiri að útlista hvað það var í gær, sem fékk mig til að fara í sérstakt kvikmyndatökuflug í sambandi við það að finna hugsanlega nýja sýn og nýtt mat á óróasvæðið og næsta nágrenni þess.  


mbl.is Telja gos hafið undir Dyngjujökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mig grunaði þetta í gær

Í færslunni á undan þessari í gærkvöldi spáði ég því að morgundagurinn yrði spennandi við Bárðabungu. Nú hefur það komið í ljós. Er á flugi yfir svæðinu og nú er að sjá hvort það sem mér fannst svo spennandi í gærkvöldi er að gerast. 

Bloggfærslur 23. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband