Nýtt umhverfi með netinu.

Netmiðlarnir hafa opnað nýja möguleika á mörgum sviðum til þess að dreifa upplýsingum hratt til mjög margra og frá viðbrögð við þeim og umræður.

Þetta var þegar orðinn veruleiki fyrir Hrun og snertir ekki aðeins það að fólk komi saman af ýmsum ástæðum, heldur möguleikana til þess að safna undirkriftum.

Þeir sem dýrka "sterka" ráðamenn og valdaöfl eru ekki par hrifnir af þessu.  

Sjá má alhæfingar á netinu þar sem agnúast er út í þetta og talað um þátttakendur í þessu almennt sem "aumingja" og úrhrök.

Samkvæmt því  það aumingjar sem tóku þátt í undirskriftarsöfnuninni "Varið land" 1974 og undirskriftarsöfnunum út af Icesave.

 

P. S. Þessi stutti bloggpistill hrinti af stað athugasemdaumræðu sem að mínu mati og sjálfsagt fleiri hefur farið úr böndunum. Vísa til athugsemdar minnar um það efni í lok athugasemdanna.


mbl.is Ný hefð eftir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óráðsía hjá stórþjóðum beggja vegna Atlantshafs.

Eitt af einkennu efnahagskerfis nútímans er það, hvernig smáar og stórar þjóðir, jafnvel stórveldi og risaveldi, geta lifað um efni fram með gríðarlegum lántökum.

Enn er rúmlega tíundi hluti ársins 2015 eftir, en franska ríkið er búið að keyra sem því nemur umfram tekjur og verður að taka lán til að skrimta fram að áramótum.

Þekkt er hvernig kreppa myndast með reglulegu millibili hjá ríkissjóði Bandaríkjanna þegar hann er búinn með peningana og mikil umræða og átök verða um það að "lyfta þakinu" á lántökum ríkisins, sem er annað orðalag yfir það að sökkva sér í dýpra skuldafen.

Efnahagshrunið 2008 var meðal annars afleiðing af einhverri mestu skuldaaukningunni í sögu efnhagsmála heimsins.

Um hana gilti máltækið "what goes up must come down" eða að "það sem fer upp hlýtur að koma aftur niður."

Efnahagur Bandaríkjanna er drifinn áfram af gríðarlegum skuldum hjá opinberum aðilum jafnt sem fyrirtækjum og almenningi.

Af og til koma upp vangaveltur um það hve Bandaríkjamenn skulda Kínverjum gríðarlegar fjárhæðir, og í Evrópu hefur fjöldi ríkissjóða rekinn með miklum halla.

Er gríska hrunið gott dæmi um þær afleiðingar sem af þessu leiðir, meðal annars óbærilegur skuldaklafi Grikkja.

En það er eins og að ekkert geti slegið á það hve háðar þjóðir heims eru fjáraustri og lántökum til þess að halda í heiðri hið mikla trúaratriði, sem nefnt er hagvöxtur.

Þetta fyrirbrigði hefur reynst hættulegt í veraldarsögunni og er uppgangur þýska ríksins á fjórða áratug síðustu aldar gott dæmi um slíkt.

Skrifaðar hafa verið lærðar bækur um það, að hin ofsafengna uppbygging þess með tilheyrandi vígbúnaði hafi valdið því, að annað hvort hlaut þessi bóla að springa eða að hún væri nærð með því að hernema lönd beint eða óbeind og nýta auðlindir og vinnuafl þeirra.

En það var einmitt það sem nasistar gerðu á árunum 1938-1942 og listinn varð á endanum langur: Austurríki-Súdetahéruðin-Tékkóslóvakía-Pólland-Niðurlönd-Danmörk-Noregur-Frakkland-Júgóslavía-Albanía-Grikkland-Ungverjaland-Búlgaría-Rúmenía-Hvíta Rússland-Úkraína-stór hluti Rússlands.

Stórfelld og óviðráðanleg skuldasöfnun getur verið ótrúlega hættuleg því að hún knýr menn oft til örþrifaráða og gerir þá að leiksoppum afla sem þeir ráða ekki við.  


mbl.is Frakkland búið með peninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samt láta menn sem ekkert C.

"Látum sem ekkert C" var heiti sem Halli og Laddi brydduðu upp á hér um árið. Harðsnúinn hópur fjársterkra manna streitist við að láta sem ekkert sé og að engar breytingar séu orðnar né í nánd í loftslagi á jörðinni af mannavöldum.

Þeir þyrla upp tölum úr ýmsum áttum, sem eiga jafnvel að sanna að loftslag á jörðinni "fari hratt kólnandi."

Þegar þeir eru minntir á óhraktar tölum um að koltvísýringur sé orðinn meira en tvöfalt meiri núna í lofthjúpnum en fyrir iðnbyltingu, og þar með hinn mest í 800 þúsund ár, og að höfin súrni stöðugt, yppta þeir bara öxlum og láta sem ekkert sé, - þessar tölur skipti engu máli.

Talað er um 40 þúsund fífl muni fara til Parísar um næstu mánaðamót og það, sem fjallað verði um á fundinum þar, sé tómt píp og vitleysa.

Í barnaskap mínum hélt ég þegar ég var yngri að framfarir í vísindum og upplýsingatækni myndu hafa áhrif á 21. öldinni, en svo er að sjá sem það hafi verið barnaskapur hjá mér að halda að slíkt yrði almennt, þegar litið er til þess dauðahalds, sem margir halda í það að það sé engin ástæða til að breyta neinu í hegðun núlifandi jarðarbúa gagnvart jörðinni, lífríki hennar og auðlindum.


mbl.is Loftslag að nálgast nýjan veruleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband