Nýtt 30 ára eða jafnvel lengra stríð?

Þegar litið var til baka á 20. öld og skoðuð saga 17. aldar var hægt að undrast það hvernig þjóðir Evrópu gátu staðið í stanslausum styrjaldarátökum í 30 ár samfleytt, 1618-1638, í samnefndu stríð, að því er virtist út af trúardeilum.

Þótt þátttakendur í styrjöldunum væru margir, var helsti vígvöllurinn Þýskaland, eða miðja Evrópu.

En undir yfirborði átaka út af trúarlegum efnum lá hefðbundin valdabarátta ríkja og valdaafla.

11. september 2001 hófst ný tegund styrjaldar, hryðjuverkastríð, sem hefur staðið síðan og stungið niður kollinum víða um heim með stórum hryðjuverkum á borð við Madrid 2004, London 2005, Tsetseníu 2005 og París 2015.

En allan tímann hafa staðið yfir stríð tengd þessum hryðjuverkum, í Afganistan frá 2001, Írak og síðar Sýrlandi frá 2003.

Vígvöllur hryðjuverkanna hefur færst inn í miðja Evrópu og rétt eins og talið var nauðsynlegt 2001 að hertaka Afganistan, er stríðið gegn ISIS í Sýrlandi að verða að helsta verkefnið núna.

Inn í þetta stríð blandast ýmsir hagsmunir varðandi auðlindir og áhrif stórvelda, jafnvel endurómur af Kalda stríðinu, þótt á yfirborðinu séu þetta átök ólíkra menningarheima, sem koma fram í mismunandi túlkun og framkvæmd trúarbragða.

Hve lengi þetta ástand varir er erfitt að sjá. Sumir spáðu því þegar í lok Kalda stríðsins að 21. öldin yrði öld trúarbragðastyrjalda, en hvort það verður öll öldin eða bara fyrstu áratugir hennar á eftir að koma í ljós.


mbl.is Gróf atlaga að grunngildum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinir eldri þurfa frekar geymslur en hinir yngri.

Stífar kröfur um að geymsla fylgi hverri íbúð koma yfirleitt illa niður á efnalitlu ungu fólki, sem í byrjun búskapar þarf ekki geymslur í sama mæli og hinir eldri síðar á ævinni.

Hægt er að leysa vandamál vegna geymslu ýmissa muna og hluta á einfaldan og ódýran hátt með haganlegum hilluinnréttingum sem skerða umgang um viðkomandi herbergi lítið sem ekkert.

Skárra er að slaka til á kröfum af þessu tagi heldur en að hafa þetta svo stíft að fólk neyðist til að búa í bílskúrum eða kúldrast við þröngan kost í foreldrahúsum.


mbl.is Borgi ekki milljón fyrir geymslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súrnun sjávar, hrun fuglastofna og hálendi Íslands.

Hugsanlega á súrnun sjávar af mannavöldum eftir að verða afdrifaríkari fyrir okkur Íslendinga en loftslagsbreytingar.

Hrun í sandsílastofninum og í fuglastofnum á borð við lunda og annarra strand- og bjarfugla er áhyggjuefni.

Meðan ekkert bitastætt gerist í því að breyta hegðun manna gegn náttúru og lífríki jarðarinnar, mun ástandið einungis versna á mörgum sviðum.

Hegðunin gegn náttúruverðmætum er ekki aðeins bundin við loft og sjó.

Mannvirkjafíkn virðist engu ætla að eira, ekki einu sinni þeim einstæðu verðmætum sem felast í hálendi Íslands og eldvirku svæði landsins sem á enga hliðstæðu í veröldinni.

Baráttufundur á Austurvelli kl. 15:00 minnir á brýna nauðsyn þess að breyta um stefnu og snúa við á þeirri braut, sem enn er fetuð í umhverfismálum jarðarbúa.

P. S.  Vegna atburðanna í Frakklandi hafa forsvarsmenn fundarins ákveðið að fresta honum til morguns.  


mbl.is Ísmáfurinn æ sjaldséðari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband