Dæmi um mátt samtakaviljans. ´

Á áttunda áratug síðustu aldar blasti illleysanlegt vandamál við jarðarbúum þegar sýnt var fram á, að notkun ósoneyðandi efna á úðabrúsum, í kælikerfum og víðar væri á góðri leið með að eyða ósonlaginu í lofthjúpnum, sem verndar lífið á jörðinni fyrir útfjólubláum geislum.

Þegar leitað var leiða til að ráðast gegn þessu vantaði ekki úrtöluraddirnar, sem minntu að mörgu leyti á úrtöluraddirnar núna gegn því að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda.

Brigður voru bornar á mælingarnar og má meira að segja sjá svipuð ummæli enn hjá þeim sem telja að loftslag á jörðinni fari hratt kólnandi en ekki hlýnandi.

Og einn sagði í athugasemd hjá mér "gríðarlegt fannfergi" í Reykjavík í nótt sýndi, að ekkert væri að marka meðaltal mælinga um alla jörðina á hita lofthjúpsins!

Og þetta "gríðarlega fannfergi" er bara svona mikið í Reykjavík, eina staðnum á landinu!

Fyrir 40 árum var miklað mjög fyrir mönnum hve miklar byrðar væru lagðar að óþörfu á þá starfsemi sem leiddi af sér losun ósoneyðandi efna og að þessi kostnaður væri alltof mikill.

Sem betur fer urðu þessar úrtöluraddir ekki ofan á og með samstilltu átaki var hættunni bægt frá.

Að sönnu er þörf á miklu meira og samstilltara átaki nú en gegn eyðingu ósonlagsins, en fordæmið frá 1987 sýnir hve miklu einbeittur samtakavilji getur áorkað.

"Let it be done!" "Mission and fun!"

 


mbl.is Gatið á ósonlaginu stærra í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Megin varnarlínan er í Leifsstöð.

Allt of lengi hafa umræður um "fólksflótta" og "atgervisflótta" á Íslandi sniðgengið það atriði, að enda þótt menn sjái fyrir sér að til sé nokkurs konar varnarlína gegn slíkum flótta af landsbyggðinni til suðvesturhornsins í Borgarfirði og við Þjórsá, er til önnur varnarlína, sem alls ekki má bresta og liggur um Leifsstöð.

Ef atgervisflutningar og flutningar ungs fólks búa til flæði ungs fólks út úr landinu í gegnum þá línu, er baráttan fyrir blómlegri byggð á öllu Íslandi töpuð við aðrar varnarlínur innanlands.

Sjá má á netinu að margir vilja ekki ræða um þetta heldur draga umræðuna niður í flokkspólitískar skotgrafir og stimpla þá sem minnast á þau viðfangsefni, sem þarf að fást við til að íslenskt þjóðfélag sé samkeppnisfært við nágrannaþjóðirnar sem slæma "vinstri menn, úrtölumenn og talsmenn ónýta Íslands."

En byggðamál, hvort sem svonefndar jaðarbyggðir eru úti á landsbyggðinni hér á landi, eða að landið sjálft sé jaðarbyggð á borð við Norður-Noreg, Norður-Svíþjóð og Norður-Finnland, snúast ekki um vinstri eða hægri heldur um meginatriðin, sem þurfa að vera í lagi til þess að fjölbreytni efnahagslífs og menningar viðhaldi samkeppnishæfni landsins, miðað við önnur lönd.

Öfugsnúið er að kalla þá úrtölumenn sem vilja greina vandamál og viðfangsefni og takasta á við þau.  


mbl.is Unga fólkið að flytja frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

32 láglaunastörf í Straumvík hljóta að vera yfirvarp.

32 láglaunastörf í Straumsvík geta varla verið aðalástæða Rio Tinto til að setja rekstur milljarða veltu í álverinu í uppnám.

Enda hafa eigendur álversins áður hótað lokun ef að innfæddir mökkuðu ekki rétt, rétt eins og tíðkast hefur í fyrrverandi nýlendum í þriðja heiminum.

Ef undirrótin er að þvinga Landsvirkjun til að lækka orkuverðið er sennilega bara ágætt að láta á það reyna hvort ekki sé hægt að finna aðra kaupendur sem borga að minnsta kosti það verð sem nú er í gildi, en einnig vel líklega mun hærra verð.


mbl.is 30% dýrara í Straumsvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband