Missagnir á hverju strái.

Björk Guðmundsdóttir er stödd í friðsældinni úti á landi á Íslandi þegar henni er fjarstaddri borið á brýn að borga ekki skatta á Íslandi, hafa talað niðrandi um dreifbýlisfólk á Íslandi í viðtali við Sky sjónvarpsstöðinni með því að segja að stjórnarherrarnir á Íslandi væru sveitalubbar, og nú síðast velta menn sér á blogginu  upp úr hugmyndum Róberts Marshalls um hreina utanþingsstjórn og að þar muni ætlunin að Björk láti til sín taka.

Hér eru missagnir á hverju strái.

Björk borgar skatta á Íslandi.

Það sem hún sagði um stjórnarherrana var ranglega þýtt úr ensku.

Robert Marshall lagði til að stjórnarandstaðan beitti sér myndun ríkisstjórnar þar sem hluti ráðherra gæti verið utanþingsfólk. 

   


mbl.is „Já ég borga skatta á Íslandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnir á 17. öld í Evrópu.

17. öldin var einhver óróasamasta öld sögunnar í Evrópu og ástandið þar að auki eitt hið flóknasta, enda ríki álfunnar óhemju mörg og flækjustig stjórnmála- og trúarbragðahagsmuna svo hátt.

Flest ríki álfunnar drógust meira og minna inn í styrjaldarátök og ekki fór að greiðast úr þeirri flækju, sem ríkjafjöldinn í Þýskalandi og á Ítalíu olli einn og sér, fyrr en á 19.öld.

Ástandinu, sem verið hefur að myndast í Miðausturlöndum síðan stríð Íraks og Íran hófst á níunda áratug síðustu aldar, svipar um ýmislegt til 17. aldarinnar í Evrópu og getur þessvegna tekið aldir að vinda ofan af því þarna eystra rétt eins og í Evrópu.

Stríð Íraks og Írans var dæmigert fyrir hið flókna ástand á svæðinu og var að mörgu leyti tímamótastyrjöld.

Ef litið var eingöngu á leiðtoga ríkjanna tveggja sýndist þetta vera stríð milli súnní múslima og shíta múslima, en enda þótt Saddam Hussein einræðisherra Íraks væri súnni múslimi, er mikill meirihluti Íraka shíta múslimar.

Sem oftar voru það önnur atriði en trúarleg sem réðu undir niðri mestu um það að þessi styrjöld og fleiri stríðsátök síðan hafa brotist út á svæðinu og munu halda áfram að brjótast út um ófyrirsjánlega framtíð.

Rétt eins og í Evrópu spila stórveldi á ástandið í Miðausturlöndum samræmi við hagsmuni sína með hliðsjón af stöðu sinni og annarra stórvelda á svæðinu.

Öldum saman var það aðalatriði í utanríkismálastefnu Breta að hamla gegn því að nokkurt stórveldi næði yfirburðastöðu á meginlandi Evrópu, og svipaðan leik leika Bandaríkjamenn og Rússar í Miðausturlöndum.

Á meðan Bandaríkjamönnum sýndist hætta á að rísandi veldi harðlínuklerka í Íran gæti náð yfirburðastöðu og "ógnað stöðugleika" á svæðinu, studdu þeir Saddam Hussein í stríðinu gegn Íran.

Þegar Saddam gerðist síðan frekur til fjörsins snerist dæmið snarlega við.

 


mbl.is Hernaðarbandalag 34 landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Tek 50 þúsund fyrir að gera þetta, en..."

Fráleitt er að tala um tímakaup fyrir 13 sekúndna langan bardaga af því tagi sem er aðalbardagi á stóru bardagakvöldi á borð við það sem var í Las Vegas á laugardagskvöld.

Að baki þessum eina bardaga Conors McGregors lágu margra vikna eða jafnvel mánaða samfelldar daglegar æfingar hans og þjálfunarliðs hans og annars aðstoðarfólks, sem líkja má við pyntingar með blóði, svita og tárum.

Auk þess minnir þetta mig á símtal, sem ég varð vitni að fyrir mörgum áratugum, þegar ég var staddur heima hjá einum af allra bestu útsetjurum og tónlistarmönnum þess tíma.

Í símanum var fulltúi kórs sem vildi fá útsetningu á ákveðnu lagi og spurði hvað það myndi kosta.

"250 þúsund krónur" var svarið.

Manneskjunni í símanum svelgdist á við að heyra þetta og spurði hneyksluð:

"Á ég að trúa því að þú takir svona mikið fyrir að gera þetta, 250 þúsund krónur?"

Svarið var snaggaralegt:

"Nei, ég tek 50 þúsund fyrir að gera þetta, - en 200 þúsund þúsund fyrir að geta það." 


mbl.is Fékk 150 milljónir króna á sekúndu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband