"Tek 50 þúsund fyrir að gera þetta, en..."

Fráleitt er að tala um tímakaup fyrir 13 sekúndna langan bardaga af því tagi sem er aðalbardagi á stóru bardagakvöldi á borð við það sem var í Las Vegas á laugardagskvöld.

Að baki þessum eina bardaga Conors McGregors lágu margra vikna eða jafnvel mánaða samfelldar daglegar æfingar hans og þjálfunarliðs hans og annars aðstoðarfólks, sem líkja má við pyntingar með blóði, svita og tárum.

Auk þess minnir þetta mig á símtal, sem ég varð vitni að fyrir mörgum áratugum, þegar ég var staddur heima hjá einum af allra bestu útsetjurum og tónlistarmönnum þess tíma.

Í símanum var fulltúi kórs sem vildi fá útsetningu á ákveðnu lagi og spurði hvað það myndi kosta.

"250 þúsund krónur" var svarið.

Manneskjunni í símanum svelgdist á við að heyra þetta og spurði hneyksluð:

"Á ég að trúa því að þú takir svona mikið fyrir að gera þetta, 250 þúsund krónur?"

Svarið var snaggaralegt:

"Nei, ég tek 50 þúsund fyrir að gera þetta, - en 200 þúsund þúsund fyrir að geta það." 


mbl.is Fékk 150 milljónir króna á sekúndu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Þegar Kjarval hafði vinnustofu í Sigtúni (hvað sem sú gata heitir í dag) þá kom til hans maður og horfði á hann leggja lokahönd á mynd, og spurði : "Hverð virði heldurðu að þessi mynd sé, meistari ?" - "Þessi mynd er einskis virði eins og hún er", átti Kjarval að hafa svarað..."en hugsanlega er hún einhvers virði þegar ég er búinn að árita hana, ekki fyrr"

Már Elíson, 15.12.2015 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband