Hver sagði: "Menn biðja ekki um fátækrastyrk að gamni sínu"?

Það þarf enginn að halda að menn geri það almennt að gamni sínu að biðja um fátækrastyrk handa sér og sínum til að geta lifað. Flestir þeir sem hafa neyðst til að biðja um opinbera hjálp hafa gert það út úr sárri neyð."

Hver skyldi hafa sagt þetta í ræðu á opinberum vettvangi?

Ólafur Ragnar Grímsson í nýjársávarpi fyrir nokkrum árum?

Ekki orðrétt svona, heldur talaði um að þetta fyrirbrigði, fátækrahjálpin, væri þjóðarskömm.

Hann orðaði þetta heldur ekki orðrétt ekki svona fyrir nokkrum dögum þegar hann heimsótti fátækrahjálpina og fékk skömm í hattinn fyrir ummæli sín þá frá Bjarna Benediktssyni.

En hver sagði þá þessi orð sem eru höfð orðrétt eftir hér á undan?

Svar: Bjarni Benediktsson.

Ha?

Já, í ræðu á fundi hjá Verði, félagi Sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Ha? Hvenær?

18.janúar 1939.

En hann var löngu ófæddur þá.

Já, en afabróðir hans, þá upprennandi forystumaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þetta í fyrrnefndri ræðu fyrir tæpum 77 árum.


Ekki friður fyrir símum og spjaldtölvum.

Stundun tökum við varla eftir því þegar bylting á sér stað á einhverju sviði. jafnvel þótt hún sé bæði mikil og hröð.

Ein þeirra stendur nú yfir og teygir sig yfir á fest svið mannlegs lífs og samskipta, en það er snjallsíma- og spjaldtölvubytingin.

Lítið dæmi: Veitingahúsin. Á litlum veitingastað í þorpi norður í landi kvartaði veitingamaðurinn yfir því fyrra hve afköst við þjónustuna færu minnkandi vegna þess að gestir létu snjallsímana taka upp mikinn tíma við borðin á kostnað alls annars.

Til dæmis færi vaxandi hluti af vinnu þjónustufólks í það að tska myndir af gestunum og borðhaldinu á síma hvers og eins og fólk væri mun lengur en áður að ákveða hvað það ætlaði að borða.

Þetta virðist alþjóðlegt fyrirbrigði því að systir mín sem býr í Stokkhólmi og hefur áratuga reynslu af veitingarekstri dró í símtali við mig í gær upp ófagra mynd af þvi hvernig símarnir séu á góðri leið með að umturna samskiptum fólks á sænskum veitingastöðum. 


mbl.is Danir snúa aftur í raunheima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórvirki Hugos viðeigandi burðarás jóladagskrár.

Vesalingarnir eftir Victor Hugo eiga sérstakan sess í æskuminningum mínum, enda var tæplega fjögurra klukkustunda leikgerð Gunnars Hansens kraftaverk á hinu litla leiksviði Iðnó og ógleymanleg lífsreynsla 12 ára stráks að vera trúað fyrir mikilvægu hlutverki í svona stórvirki.

Bók hefur þann kost fram yfir leikhús eða kvikmynd að hún býður upp á miklu meira rými en hin tvö listformin, en á móti hafa leikgerð og kvikmynd meiri áhrifamátt til túlkunar og flutnings.

Takist vel til í kvikmyndargerð með hámarks nýtingu tónlistar er varla hægt að komast lengra í áhrifamætti en þegar vel tekst til um sérstaklega samda og flutta tónlist eins og í söngvamyndinni, sem var viðeigandi burðarás jóladagskrár Sjónvarpsins.

Siðferðileg viðfangsefni Vesalinganna eru stór, sígild og ævinlega tímabær, enda snúast þau um grunngild mannlegs samfélags. 

 


Bloggfærslur 26. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband