Hver sagði: "Menn biðja ekki um fátækrastyrk að gamni sínu"?

Það þarf enginn að halda að menn geri það almennt að gamni sínu að biðja um fátækrastyrk handa sér og sínum til að geta lifað. Flestir þeir sem hafa neyðst til að biðja um opinbera hjálp hafa gert það út úr sárri neyð."

Hver skyldi hafa sagt þetta í ræðu á opinberum vettvangi?

Ólafur Ragnar Grímsson í nýjársávarpi fyrir nokkrum árum?

Ekki orðrétt svona, heldur talaði um að þetta fyrirbrigði, fátækrahjálpin, væri þjóðarskömm.

Hann orðaði þetta heldur ekki orðrétt ekki svona fyrir nokkrum dögum þegar hann heimsótti fátækrahjálpina og fékk skömm í hattinn fyrir ummæli sín þá frá Bjarna Benediktssyni.

En hver sagði þá þessi orð sem eru höfð orðrétt eftir hér á undan?

Svar: Bjarni Benediktsson.

Ha?

Já, í ræðu á fundi hjá Verði, félagi Sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Ha? Hvenær?

18.janúar 1939.

En hann var löngu ófæddur þá.

Já, en afabróðir hans, þá upprennandi forystumaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þetta í fyrrnefndri ræðu fyrir tæpum 77 árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Góð tilvitnun í góðan mann.

Gústaf Adolf Skúlason, 27.12.2015 kl. 04:37

2 identicon

Fátækt er óásættanleg - en því miður hefur engu landi í heiminum tekist að útrýma fátækt. Eins og ég er annars hrifin af forsetanum þá fannst mér þetta heldur ódýrt hjá honum að nota tækifærið í heimsókninni fallegu og blammera ríkisstjórnina. Fannst engin furða að fjármálaráðherra svaraði aðeins fyrir, sá eldri hefði líklega gert það líka á einhvern hátt. 

Á Íslandi er til fátækt fólk. En svo er fátækt líka afstæð og kröfurnar misjafnar. Ég þekki konu sem fékk fjárstyrk frá kirjunni fyrir jól og keypti sér jólakjól - það fannst henni ein af nauðsynjunum fyrir jólin.  

Ég þekki líka til ungrar fjölskyldu sem barmar sér yfir að geta ekki verið með Stöð 2 af því þau séu svo fátæk...

Er að átta mig á því núna á gamals aldri að ég og mín fjölskylda höfum verið fátæk þegar ég var að alast upp. En við lifðum góðu, nægjusömu og jákvæðu lífi.

Kröfur okkar er greinilega misjafnar - það má ekki gleyma því í þessari umræðu. Við erum orðin svolítið frek þjóð. Viljum fá allt - og það strax! Sú hugsun er eitt af því sem orsakaði að hrunið á Íslandi varð verra en víða. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.12.2015 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband