Þrautskipulögð innrás inn í Evrópu?

Nú má sjá því hampað á netinu, og vitnað í forseta Tékklands, að flóttamannastraumurinn inn í Evrópu sé skipulögð innrás múslima til þess að taka völdin í álfunni.

Harla óvenjuleg verður sú birtingarmynd hennar sem blasir við á ströndum grísku eyjanna þar sem flóttafólkið berst drukknandi fyrir lífi sínu.

Sérkennileg er líka "skipuleg innrás" þar sem meira en 90 prósent innásarhersins er á flótta á milli múslimskra landa sunnan Miðjarðarhafsins.

Þegar gluggað er í bók Páls Baldvins Baldvinssonar um stríðsárin og aðrar heimildir frá þeim tíma blasir við kunnuglegt orðalag um flóttamannastraum þess tíma, sem teygði anga sína til Íslands.

Í honum sáu menn lymskulega ógn Gyðinga við hinn "hreina kynstofn og þjóðerni Íslendinga".

Taka má margar setningar og heilu greinarnar og skipta út orðunum Gyðingar og setja inn orðið múslimar í staðinn, og yrðu þær þá fyllilega nothæfar í umræðuna í dag.

Það tókst að hrinda meintri innrás Gyðinga inn í landið að stórum hluta á árunum 1938-40, enda talið að með því að drepa Krist og trúa bara á Gamla testamentið en ekki á Nýja testamentið, kenningar Jesú um kærleikann, mannúð hans, mildi og umburðarlyndi, færðu Gyðingar inn í landið varasöm trúarbrögð framandi og foneskjulegs menningarheims fólks, sem væri ógn við íslenskt þjóðerni og hinn hreina norræna kynstofn.   

  


mbl.is Heyrðu öskur fólksins í sjónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Klakinn" stendur fyrir sínu.

Marga hef ég heyrt amast við því að fólk noti heitið "klakinn" yfir landið okkar. Finnst það óvirðulegt og jafnvel niðurlægjandi.

Ég fékk ákúrur hjá sumum hérna um árið fyrir lagið "Heima á klakanum".

Hvaða viðkvæmni er þetta?

Klaki er eitt af þeim orðum, sem notað er yfir fyrirbrigðið ís, og landið heitir Ísland, en það sýnir hve ísinn, klakinn, frerinn, hjarnið, skarinn og svellið voru ofarlega í huganum hjá þeim, sem gáfu þvi þetta réttnefni, sem er afar gott vörumerki fyrir þjóð, sem selur matvöru.

Það þarf ekki annað en að líta út um glugga dag eftir dag, viku eftr viku og jafnvel mestallan veturinn til að sjá hve viðeigandi það er að kenna landið við ísinn og klakann. 


mbl.is Vara við flughálku um allt land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband