"Klakinn" stendur fyrir sínu.

Marga hef ég heyrt amast við því að fólk noti heitið "klakinn" yfir landið okkar. Finnst það óvirðulegt og jafnvel niðurlægjandi.

Ég fékk ákúrur hjá sumum hérna um árið fyrir lagið "Heima á klakanum".

Hvaða viðkvæmni er þetta?

Klaki er eitt af þeim orðum, sem notað er yfir fyrirbrigðið ís, og landið heitir Ísland, en það sýnir hve ísinn, klakinn, frerinn, hjarnið, skarinn og svellið voru ofarlega í huganum hjá þeim, sem gáfu þvi þetta réttnefni, sem er afar gott vörumerki fyrir þjóð, sem selur matvöru.

Það þarf ekki annað en að líta út um glugga dag eftir dag, viku eftr viku og jafnvel mestallan veturinn til að sjá hve viðeigandi það er að kenna landið við ísinn og klakann. 


mbl.is Vara við flughálku um allt land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ætíð kallinn Ómar minn,
er á köldum klaka,
mölvaður og margbrotinn,
má þó saman raka.

Þorsteinn Briem, 27.12.2015 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband