Endilega að læra ekkert af Norðmönnum.

Norðmenn leystu það verkefni að reisa besta sjúkrahús í Evrópu í Osló þannig að þeir reistu hann frá grunni á lóð, sem var nógu stór og samt nógu miðsvæðis á norska höfuðborgarsvæðinu. 

Í Þrándheimi fóru menn íslensku leiðina, að búa til sjúkrahús með "bútasaumi" þar sem reynt var að tengja saman nokkrar eldri byggingar, meðal annars með jarðgöngum. 

Í Noregi var talað um að sjúkrahúsið í Þrándheimi væri víti til varnaðar. 

Fyrir 15 árum var tekin ákvörðun um bútasauminn við Hringbraut. Nú fyrst eftir öll þessi ár koma læknar fram með þá skoðun yfirgnæfandi meirihluta stéttarinnar að það hafi verið röng ákvörðun. 

Af hverju ekki fyrr?

Nógu slæmt er Útvarpshúsið fyrir sína starfsemi þótt ekki sé bætt gráu ofan á svart með því að ætla að reyna að breyta því í sjúkrahús.

Á sínum tíma hefði verið skárra að reisa sjúkrahúsið í Fossvogi meðan enn var þar nægt landrými og aðeins einn spítali kominn í stað allra húsannna, sem komin eru á Landsspílalóðinni.

En nú er orðið of seint að reyna að gera þetta í Fossvoginum.

Við innanverðann Grafarvog er stórt autt svæði við Keldur. Sömuleiðis hjá Vífilsstaðaspítala.

Fyrir 15 árum virðist ekkert hafa verið hugað að þessum svæðum.

Nei, endilega að nýta sér ekki reynslu Norðmanna.  

 

 


mbl.is Ástand Landspítalans er öryggisógn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aprílgabb og marsgabb fyrir suma?

Sú frétt 1. apríl 2015 frá Veðurstofu Íslands að meðalhiti marsmánaðar í Reykjavík hafi verið hærri en í meðalári 1961-90 og að meðalhitinn á Akureyri hafi bæði verið hærri en í meðalári 1961 og hærri en meðalhiti síðustu tíu hlýtur að líta út eins og aprílgabb fyrir "kuldatrúarmenn" sem telja ekki einasta að loftslag fari ekki hlýnandi heldur "hratt kólnandi".

31. mars, daginn fyrir 1. apríl, var sagt frá því að samkvæmt gögnum Bandarísku geimferðastofnunarinnar væri hafísinn í Norður-Íshafinu svo lítill um þessar mundir, á þeim árstíma þegar hann nær að jafnaði mestri útbreiðslu, að hann væri samt álíka útbreiddur og hann var síðsumars 1979 á þeim árstíma sem ísinn er minnstur.

Vetrarhámarkið 2015 sem sagt svipað og sumarlágmarkið 1979.

Kuldatrúarmenn halda því fram að hafísinn vaxi nú svo hratt, að það líkist sprengingu.

Ætli þeir verði ekki að finna sér nýtt hugtak fyrir fréttir, sem að þeirra dómi eru gabb, sem sé fréttir síðasta dag marsmánaðar sem hljóti heitið marsgabb ef þær fjalla um nýjustu gögn frá NASA.   


mbl.is Meðalvindhraði óvenju hár í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband