Hið íslenska Jukkasjarvi.

Í hinum sænska hluta Lapplands er bærinn Jukkasjarvi. Þegar fyrir áratug voru ferðamenn til Lapplands orðnir jafn margir um vetrarmánuðina og allt árið hér á landi og virtust mótbárur hér á landi varðandi það að kuldi, myrkur, einsemd og löng fjarlægð frá fjölmennustu löndum Evrópu gerði það ómögulegt að fá ferðamenn til Íslands.

Hið skondna var 2005 að ferðamennirnir voru lokkaðir frá Mið- og Vestur-Evrópu til Lapplands um lengri veg en til Íslands og að þeim voru seld fjögur fyrirbæri: Kuldi, myrkur, þögn og ósnortin náttúra.  

Í Jukkasjarvi er frægt íshótel sem dregur að sér hundruð þúsunda ferðamanna á veturna. 

Langvarandi frost á veturna hefur tryggt það að hægt sé að viðhalda þessu magnaða og einstæða hóteli. Raunar mun annað og minna þekkt vera við bæinn Kemi fyrir Kirjálabotni. 

Nú er skammt þangað til ísgöngin og ís-völdunarhúsið inni í Langjökli verði tilbúið og þar verður því hægt að bjóða upp á hliðstæða upplifun við þá sem ferðamenn fá í íshótelimu í Jukkasjvarvi.

Ég kynntist notkun stórra 20 tonna trukka á jökli einum í Banffþjóðgarðinum í Klettafjöllunum Kanadamegin árið 1999 og sýndi í Sjónvarpinu. Síðan eru liðin 16 ár, en Arngrímur Hermannsson hefur verið forgöngumaður fyrir því að smíða miklu betri jöklatrukka hér og nota þá með góðum árangri.  


mbl.is Á þrjátíu metra dýpi í jöklinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérstaða íslenskra hátíðisdaga.

Íslenskir hátíðisdagar eru um flest svipaðir hátíðisdögum annarra þjóða. Við höfum okkar stórhátíðir af svipuðum toga og aðrar kristnar þjóðir, sérstakan þjóðhátíðardag og baráttudag verkalýðsins 1. maí.

En nokkrir hátíðisdagar hafa sérstöðu og sá elsti þeirra og líklega sá þjóðlegasti sumardagurinn fyrsti, sem hefur alveg sérstaka þýðingu fyrir þjóð, sem býr á mörkum hins byggilega heims eins og stundum er sagt.

Okkur ber því að halda sérstakan vörð um þennan dag.

Nokkrir dagar eru ekki með aldagamla hefð eins og sumardagurinn fyrsti.

Sjómannadaginn fóru menn að halda um allt land um 1940 og á tímabili var hann mesti hátíðisdagur ársins í sjávarbyggðunum á landsbyggðinni.

Eftir lýðveldisstofnun 1944 fór helgi fullveldisdagsins 1. desember smám saman dvínandi, en á síðustu tveimur áratugum hafa tveir íslenskir merkisdagar haldið innreið sína í almanakið í samræmi við nafn og upphaf ljóðs  Snorra Hjartarsonar, "Land, þjóð og tunga, - þrenning sönn og ein,..." en það eru Dagur íslenskrar tungu og Dagur íslenskrar náttúru.

 

Kvennadagurinnn 19. maí er líka dýrmætur og fær vonandi eins veglegan sess á 100 ára afmæli sínu í sumar og unnt er.   


mbl.is Skátar fagna sumri víða um land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru "skólabróðir" eða "bekkjarbróðir" svona slæm orð?

Hingað til hafa orðin"skólabróðir", "bekkjarbróðir", "skólasystir", "bekkjarsystir", "skólafélagi" eða "bekkjarfélagi" þótt vera fullnægjandi lýsing á því fyrirbæri, að fólk sé í sama skóla eða sama bekk.

Þetta eru ágæt og skýr heiti með fallegri hugsun.

En nú virðast þau ekki vera "in" eins og sagt er, því að heitið "samnemandi" sést æ oftar notað, líkt og hin heitin séu ekki til eða svona hallærisleg.  

 


mbl.is Grunaður um að hafa myrt samnemanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægjuleg athöfn. Óumdeildir fulltrúar framtíðarlandsins.

Það var ánægjuleg stund, sem notið var í Nauthóli í dag þegar útvaldir voru Varðliðar umhverfisins og veitt verðlaunin Kuðungurinn. Kuðungurinn

Ég fór þangað fyrir hönd Framtíðarlandsins, þar sem ég er í stjórn, og uppgötvaði að ég ætti kannski líka að skilgreina mig sem fulltrúa fortíðarlandsins, því að í hópi nemenda í 9. bekk Lágafellsskóla, sem unnu að því að ljúka svo flottu verkefni, að það hlaut Varðliðaverðlaunin, voru tveir dætrasynir mínir, Stefán Kári Ægisson (og Ölmu)  og Birkir Ómar Friðriksson (og Iðunnar), annar með nafnið mitt og hinn með hárið mitt.Varðliðar umhverfisins ´15

Sannkallaðir og óumdeildir fulltrúar framtíðarlandsins ásamt þeim fríða hópi nemenda, sem unnu glæsilegt starf.  

Og skólastjórinn Jóhanna Magnúsdóttir mágkona mín. 

Átak Landsspítalans var ekki síður magnað og gæti þess vegna verið efni í Kastljóssþátt. 

Full ástæða til að óska öllum til hamingju sem að þessu stóðu. 


mbl.is Verðlaun veitt á degi umhverfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband