Eru "skólabróðir" eða "bekkjarbróðir" svona slæm orð?

Hingað til hafa orðin"skólabróðir", "bekkjarbróðir", "skólasystir", "bekkjarsystir", "skólafélagi" eða "bekkjarfélagi" þótt vera fullnægjandi lýsing á því fyrirbæri, að fólk sé í sama skóla eða sama bekk.

Þetta eru ágæt og skýr heiti með fallegri hugsun.

En nú virðast þau ekki vera "in" eins og sagt er, því að heitið "samnemandi" sést æ oftar notað, líkt og hin heitin séu ekki til eða svona hallærisleg.  

 


mbl.is Grunaður um að hafa myrt samnemanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í dag er Sumardagurinn frysti og hann er grunaður um að hafa drepið samnefnara sinn.

Þorsteinn Briem, 23.4.2015 kl. 13:56

2 identicon

Þegar frétt fer upprunalega af stað er ekki endilega vitað um kyn og því ekki hægt að nota bróðir eða systir. Í dag fáum við fréttirnar þegar þær eru að gerast og það kallar oft á ónákvæmni í lýsingum. Það er ekki verið að bíða með fréttina klukkutíma eða daga eins og í gamla daga. 

Þegar bekkjakerfið er ekki til í mörgum skólum verða orðin bekkjarbróðir og systir varla notuð. Eins eru skólabróðir og systir ekki nothæf þegar ekki er gerður greinarmunur á kyni. Því er gott að hafa aðgang að fjölbreyttum orðaforða þar sem hægt er að velja viðeigandi orð og jafnvel fleiri en eitt yfir sama hlutinn. Og tungumáli sem leyfir nýyrði og breyttar merkingar. Og einsleitt málfar verður leiðigjarnt til lengdar. Það er gott að allir nota ekki sama orðaforða og tala eins og Ómar Ragnarsson.

Pirraður fréttamaður af gamla skólanum með fortíðarþrá og óþol fyrir fjölbreytni verður bara að sætta sig við það að Íslenskan, eins og svo margt annað, staðnaði ekki og hætti að aðlagast breyttum tímum þegar hann var í skóla á miðri síðustu öld.

Hábeinn (IP-tala skráð) 23.4.2015 kl. 15:59

3 identicon

Sæll Ómar.

Þessi þróun er ekki sízt merkileg fyrir þá sök
að það orð sem tekið hefur við er oftast notað til
aðgreiningar með þeim hætti að enginn velkist nú í vafa
um þá fjarlægð sem æskileg sé manna í millum.

Annars vegar er nánd í orði einsog bekkjarfélagi en 
hins vegar firð einsog í því orði sem þú tiltekur.

Húsari. (IP-tala skráð) 23.4.2015 kl. 15:59

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvað er athugavert við orðið "skólafélagi" ef kynið er óvíst?

Það þarf enga sérstaka fortíðarþrá til þess að vonast til þess að íslenskan  skiljist sem flestum á hverjum tíma.

En fáguð fagurfræði tungumálsins fer fyrir lítið ef merkingarfræðin lendir á villigötum!

Kolbrún Hilmars, 23.4.2015 kl. 16:18

5 identicon

Hábeinn! Heldur þú að einhver munur sé á
þeim Ómari Ragnarssyni sem skrifar þennan pistil
og þeim er eltist við kindur í sveitinni hér áður fyrr.
Nei, hann er enginn!
Það er þín tillaga að eitt orð skuli leysa mörg önnur
af hólmi sem til einsleitni.

Þú ættir svo endilega að gæta að stafsetningunni hjá þér!

Þeir fordómar sem eru í garð fullorðins fólks í okkar
samfélagi eru áhyggjuefni. Hverjum og einum heimilt að
vera með skæting og ónot í þess garð.

Viltu bara ekki láta skjóta fólk þá það hefur náð
sextugs aldri?

Húsari. (IP-tala skráð) 23.4.2015 kl. 16:29

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tek hér undir með Ómari og held því fram að það sé ekkert að því að vera íhaldssamur í málfari.  Skólafélagi hefði verið mun gæfulegra enn samnemandi. 

Að heyra bullið í málfars tækifærissinnum er eins og að hlusta á prest sem heldur að hann sé kristinn en talar  bar um andskotann, djöfullinn og púka hanns. 

Hrólfur Þ Hraundal, 23.4.2015 kl. 16:30

7 identicon

sem til einsleitni > sem leiðir til einsleitni

Húsari. (IP-tala skráð) 23.4.2015 kl. 16:31

8 identicon

sem til einsleitni. >  sem leiðir til einsleitni.

Húsari. (IP-tala skráð) 23.4.2015 kl. 16:43

9 identicon

Og man enginn eftir skólasystkinum sínum?  Hvert fóru þau?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 23.4.2015 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband