Ánægjuleg athöfn. Óumdeildir fulltrúar framtíðarlandsins.

Það var ánægjuleg stund, sem notið var í Nauthóli í dag þegar útvaldir voru Varðliðar umhverfisins og veitt verðlaunin Kuðungurinn. Kuðungurinn

Ég fór þangað fyrir hönd Framtíðarlandsins, þar sem ég er í stjórn, og uppgötvaði að ég ætti kannski líka að skilgreina mig sem fulltrúa fortíðarlandsins, því að í hópi nemenda í 9. bekk Lágafellsskóla, sem unnu að því að ljúka svo flottu verkefni, að það hlaut Varðliðaverðlaunin, voru tveir dætrasynir mínir, Stefán Kári Ægisson (og Ölmu)  og Birkir Ómar Friðriksson (og Iðunnar), annar með nafnið mitt og hinn með hárið mitt.Varðliðar umhverfisins ´15

Sannkallaðir og óumdeildir fulltrúar framtíðarlandsins ásamt þeim fríða hópi nemenda, sem unnu glæsilegt starf.  

Og skólastjórinn Jóhanna Magnúsdóttir mágkona mín. 

Átak Landsspítalans var ekki síður magnað og gæti þess vegna verið efni í Kastljóssþátt. 

Full ástæða til að óska öllum til hamingju sem að þessu stóðu. 


mbl.is Verðlaun veitt á degi umhverfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Glæsilegt og gleðilegt sumar!

Þorsteinn Briem, 23.4.2015 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband