Fordæmalaust ástand á okkar tímum.

Áratugum saman hefur heimsbyggðin yppt öxlum vegna flóttamannaástandsins í Miðausturlöndum og látið sig litlu skipta stöðuga fjölgun flóttafólksins í þeirri trú að vandamálið væri í raun staðbundið, bundið við þær fátæku þjóðir sem byggja alla ströndina frá Marokkó í vestri til Líbanons, Sýrlands og Tyrklands í austri.

En stórfjölgun flóttafólksins á skömmum tíma vegna hreinnar neyðar gat ekki annað en sprengt af sér landamærafjötra, ekki hvað síst þegar landamærin hafa verið á hafi en ekki á landi.

Ef samanburður er gerður við suðurlandamæri Bandaríkjanna sést, að þar er annars vegar um að ræða landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó og hins vegar Karabíahaf.

En munurinn á því hafi og Miðjarðarhafi er sá, að enda þótt þjóðirnar sem eru "south of the border" séu sárafátækar ríkir ekki það ferlega styrjaldarástand, ógn og hrein neyð og í Sýrlandi og fleiri löndum nyrst í Afríku og í Miðausturlöndum og að vestra eru ekki margar milljónir flóttamanna sem eru að sprengja af sér fjötra ógnar og skelfingar.

Þótt blaðran sé sprungin í Evrópu en blaðran vestra ekki ennþá, er engin trygging fyrir því að um aldur og ævi geti ekki komið upp svipað ástand á landamærum ríkustu þjóða heims og nú er skapast í Evrópu.

Síðar á þessari öld munu afleiðingar af hlýnun loftslags jarðar, sem veldur gróðureyðingu, skorti á vatni og sökkvandi flatlendi auk þess sem þverrandi auðlindir bætast við, munu skapast ástæður fyrir hernaðarátök á mörgum svæðum með tilheyrandi flótta tuga milljóna manna.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig mál munu skipast í Evrópu. Þegar er orðið greinilegt að menn voru sofandi á verðinum og héldu, að fátæk ríki í suðri gætu endalaust tekið við milljónum flóttafólks án þess að böndin, sem það var fjötrað í, rofnuðu.    


mbl.is Flóttafólk stöðvað á landamærunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að næra óttann við hið ókunna.

Þeir 54% stuðningsmanna Donalds Trump, sem halda að Obama sé múslimi, vita ekki betur, og þegar þessi trú þeirra tengist við vitneskju allra Bandaríkjamanna, að það voru múslimar sem sprengdu Tvíburaturnana, múslimar hafa verið í styrjöld við Bandaríkjamenn í Afganistan og Írak og eru mesta ógn nútímans í líki villdýranna í Ríki Íslams er það orðið trúaratriði að fylgja Donald Trump að málum. 

Þegar búið er að setja óttann hina miklu múslimaógn í forgang, er það hin mesta nauðsyn í augum þessa stóra hóps Bandaríkjamanna að taka Obama úr umferð.

Að næra og efla óttann, einkum við hið ókunna, er afar áhrifarík aðferð til að ná eyrum fólks.  

   


mbl.is Enn ranghugmyndir um trúarbrögð Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það stendur ekki til að kjósa um valdsvið forseta 2017, því miður.

Svo var að heyra í viðtali við forsætisráðherra að alls óvíst væri hvort nokkuð yrði kosið um einstök stjórnarskrárákvæði samhliða forsetakostningum á næsta ári. 

Og auk þess liggur það fyrir að ekkert þeirra atriða, sem kosið yrði um, myndi snerta valdsvið forseta Íslands. 

Aðeins yrði kosið um lítinn hluta stjórnarskrárinnar. 

Þess vegna virðist andstaðan við að breyta nokkru vera furðu einbeitt við fyrstu sýn.

En, það ætti sant ekki að koma á óvart, enda er mikið í húfi fyrir valdaöfl landsins að breyta engu.

Það voru upphaflega Framsóknarmenn sem settu það sem skilyrði fyrir að verja minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur vantrausti að sett yrði ný stjórnarskrá og efnt til sérstaks stjórnlagaþings.

Hugmyndin um Þjóðfund kom úr röðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins.

Báðir flokkarnir virtust í svipuðu ástandi eftir Hrunið og alkóhólistinn sem er búinn að klúðra öllu og lofar að hætta að drekka.

En fljótlega gripu þau öfl í taumana innan þessara flokka, sem mynda ráðandi valdöfl í þjóðfélaginu og geta með engu móti sætt sig við nokkrar breytingar.

Og viðsnúningurinn varð fljótlega alger.

Þau ráða ferðinni og njóta stuðnings út fyrir flokksböndin.   


mbl.is Fræðimenn ósammála forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðskrumið er freistandi.

Í Rússlandi virðast gamaldags og ómannúðleg viðhorf gagnvart samkynhneigðum eiga góðan hljómgrunn. Þar að auki er aldagömul hefð fyrir ásókn Rússa í "sterkan leiðtoga" sem gjarnan hljóta viðurnefni í stíð við það, svo sem "Katrín mikla" og "Pétur mikli."

Rússar settu lík harðstjóranna Lenins og Stalíns í grafhýsi í Kreml eftir andlát þeirra og það varð að næstum skyldu að bljúgi þegnar þeirra kæmu þangað og veittu þeim lotningu. 

Valdamiklir menn reyna ævinlega að finna sem flest málefni, sem ganga í augun á meirihlutanum, oft með því að kynda undir andúð gegn minnihlutahópum. 

"Everybody hates the Jews" söng hinn bandaríski háðfugl Tom Leehrer á sinni tíð og Hitler fann í þeim minnihlutahóp sem hægt væri að nota sem skotspón fyrir meirihlutann. 

Svipað virðist gilda um Pútín þegar gagnkynhneigðir eru annars vegar. 

Annað mikilvægt atriði fyrir valdasjúka menn er að finna sameiginlegan óvin sem hægt er að virkja þjóðina til að verjast af eldmóði. 

Pútín á auðvelt með þetta. 


mbl.is Viðhorf Pútíns „fáránlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband