Merkingarnar æpa á peningana

Það hefur verið sagt frá því í fréttum að hundruð milljónir króna liggi ónotaðar sem átti að nota í að lagfæra aðstæður fyrir ferðamenn og vernda náttúruna.  Að loknum akstri norður Sprengisand og Gæsavatnaleið blasir við mikið verkefni við að merkja og lagfæra ferðamannslóðir landsins.  Það vantar stikur á stórum köflum og merkingar eru villandi og ómálaðar stikur sjást varla.  Þar að auki skortir stórlega á að setja upp leiðbeiningar við varasöm vöð að ám og lítið sést af framkvæmdum við að bera ofan í dældir þar sem mikið vatn safnast á vegina.  Því freistast ferðamenn gjarnan til að fara út fyrir slóðina.  Ef þetta er á þessa bók lært á þjónsutusviði við ferðamenn er skiljanlegt að hundruð milljónir króna liggi óhreyfð á meðan ófremdarástand ríkir víða um land.Það virðist vefjast fyrir mönnum hver á að gera hvað og það er aðalástæða fyrir því hvernig ástandið er. 


Eindæma haustblíða

Það er ekki amalegt að smala íslenska afrétti á þessu blíða hausti. Nú er Ferðastikluleiðangur kominn hálfa leið yfir endilangt hálendið, við erum stödd á Dyngjuhálsi á Gæsavatnaleið og veðrið hefur verið eins og það getur orðið best í júlí. Ég flaug hér yfir í sumar og þá virtist veturinn ekki vera farinn. En nú horfum við yfir mestallt norðausturhálendið í meira en 1000 metra hæð og það er hvergi neinn snjó að sjá utan jökla. Nú skulum við hætta að bölva því að þetta sumar hafi verið kalt, jöklarnir stækka nú varla mikið héðan af, svo er þessum einstaklega blíða september fyrir að þakka. Þegar tæknin leyfir verður hægt að raða hér inn á síðuna myndum af dýrðinni í þessu ferðalagi.


Bloggfærslur 19. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband